29.04.2011 23:00

Trausti KE 73


   1958. Trausti KE 73, í Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll. Nú birti ég aðeins þessa einu mynd en síðast þegar ég birti allar myndirnar sem ég á af bátnum urðu margir hissa á hversu mikið hann hefur breyst í árana rás. Mun ég trúlega birta myndræna sögu hans einhvern tímann aftur

Framleiddur hjá Julía Boats, í Mariestad, Svíþjóð 1988. Skutgeymir o.fl. 1997 og 2002. Endurbyggður hjá Plastverki, Sandgerði 1999-2002, en skipt var um stýrishús, báturinn stækkaður og borðhækkaður, eftir að hafa stórskemmst í eldi í Ólafsvíkurhöfn 13. september 1999. Lengdur 2000.

Nöfn: Mikley SF 128, Sigurvík SH 117, Trausti KE 72, Trausti BA 66, Patrekur BA 66, Árni Jónsson KE 109, Þjóðbjörg GK 110, Heimdallur GK 110 og núverandi nafn: Fannar EA 29