Færslur: 2011 Apríl

03.04.2011 13:00

Þór HF 4


          2549. Þór HF 4, í Hafnarfjarðarhöfn © mynd Faxagengið, 23. mars 2011

03.04.2011 12:00

Sæbjörg - Slysavarnaskóli sjómanna


           1627. Sæbjörg, í Reykjavíkurhöfn © mynd Faxagengið 23. mars 2011

03.04.2011 11:17

Athyglisverðar myndir frá Japan


Skoðið þessa ræmu. Þetta er eiginlega dálítið "absurd" að sjá þetta.

03.04.2011 11:00

Hrafnreyður KÓ 100


      1324. Hrafnreyður KÓ 100, í Kópavogshöfn © mynd Faxagengið, 28. mars 2011

03.04.2011 10:00

Skipstjóri bjargaði bátnum sínum: "Ef við deyjum þá gerum við það saman"

dv.is:

- Silgdi til móts við tuttugu metra háar öldur

Susumu Sugawara fór fulla ferð áfram á móti flóðbylgjunum.

Susumu Sugawara fór fulla ferð áfram á móti flóðbylgjunum. CNN

  • Eyðilegging á Oshima-eyju.

    Eyðilegging á Oshima-eyju. CNN

Japanskur skipstjóri silgdi á móti fljóðbylgjunum sem skullu á Japan til þess að bjarga skipi sínu. "Ég talaði við bátinn minn og sagði: Við höfum verið saman í 42 ár. Ef við lifum eða deyjum þá gerum við það saman. Eftir það stillti ég á fulla ferð áfram," sagði hinn 64 ára gamli skipstjóri, Susumu Sugawara.

Þegar flestir íbúar á eyjunni Oshima í Japan flúðu upp til hæða fór Susumu rakleiðis niður að höfn. Hann leysti landfestar og silgdi skipi sínu, "Sólblóminu", til móts við ógnarháar öldurnar. Hans var eina skipið við Oshima-eyju sem eyðilagðist ekki.

"Ég vissi að ef ég myndi ekki bjarga bátnum mínum þá yrðu eyjaskeggjar strandaglópar hér og við yrðum í vanda," sagði Susumu við fréttastofu CNN. Hann silgdi til móts við öldur sem voru allt að tuttugu metra háar.

"Ég fór upp ölduna líkt og fjallshlíð. Svo loks þegar ég taldi mig vera kominn á toppinn reyndist hún vera ennþá stærri," sagði Susumu um fyrstu ölduna. Hann sagðist óviss um hvort að flóðbylgjurnar hafi verið fjórar eða fimm, en hann hafi á endanum komist yfir þær allar.

Toppur öldunnar slóst í sífellu ofan á bátinn hans, en Susumu hélt staðfastlega áfram. "Ég lokaði augunum og mig svimaði nokkuð. Þegar ég opnaði þau aftur sá ég sjóndeildarhringinn. Ég vissi þá að ég hafði komist af." Susumu hefur síðan þá ferjað fólk til og frá eyjunni en um 3.500 manns íbúar eru þar.

Þá ferjar hann einnig vistir á bátnum sínum, sem var eina tenging eyjaskeggja við meginlandið fyrstu vikuna eftir flóðbylgjurnar . Um 20 manns komast fyrir í bátnum hans og hann fer ferðir á um klukkutíma fresti. Allt þetta gerir hann án endurgjalds, en þeir sem geta greiða um 300 jen í eldsneytiskostnað, rétt rúmlega 400 krónur.

03.04.2011 09:28

Víkingur AK 100 og Faxi RE 9

 
   220. Víkingur AK 100 og 1742. Faxi RE 9, á Akranesi © mynd Faxagengið, 28. mars 2011

03.04.2011 00:00

Bætt um betur hjá Faxa RE 9

Faxi RE 9 var tekinn upp í slippinn í Reykjavík sl. fimmtudag. Aðalástæðan fyrir slipptökunni er vinna við að koma botnlokum fyrir í hið nýja og gríðalega öfluga RSW kælikerfi sem sett verður í skipið á næstu vikum og mánuðum. Kælikerfi þetta á að skila 1,5 milljón  kkal/kls. sem þykir víst vera harla gott í dag.
Einnig verður flottrolls tromlunni skift út og töluvert öflugri tromla sett í hennar stað, tromla með kraft upp á 70 tonn.  Kemur þetta fram á síðunni Faxire9.123.is svo og þær myndir sem hér birtast:
        1742. Faxi RE 9, í slippnum í Reykjavík © myndir og texti, Faxagengið 31. mars 2011

02.04.2011 23:00

Björgunaræfing á Vopnafirði


            Sveinn Magnússon, á björgunaræfingu á Vopnafirði © mynd Faxagengið

02.04.2011 22:00

Kópavogshöfn


                          Kópavogshöfn © mynd Faxagengið, 25. mars 2011

02.04.2011 21:00

Smábátahöfnin Akranesi
                Smábátahöfnin á Akranesi © myndir Faxagengið, 28. mars 2011

02.04.2011 20:00

Unnur ST 21


       6822. Unnur ST 21, í Kokkálsvík © mynd Árni Þ. Baldursson, í Odda, í mars 2011

02.04.2011 19:18

Sigurey ST 22


       2478. Sigurey ST 22, í Kokkálsvík á Ströndum © mynd Árni Þ. Baldursson í Odda, í mars 2011

02.04.2011 17:00

Guðrún Petrína GK í Kokkálsvík


    2256. Guðrún Petrína GK 107, í Kokkálsvík © mynd Árni Þ, Baldursson, í Odda í mars 2011

02.04.2011 16:00

Við Hólmavíkurbryggju


       Við Hólmavíkurbryggju © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is, 28. mars 2011

02.04.2011 15:00

Múkkagerið á Drangsnesi


        Múkkagerið á Drangsnesi © mynd Jón Halldórsson, holmavik.123.is, 30. mars 2011