Færslur: 2011 Apríl

04.04.2011 09:00

Sæbjörg VE 56


         989. Sæbjörg VE 56 ex Jón Garðar GK 475, í Vestmannaeyjum © mynd Shipspotting, Óðinn Þór 1983

Smíðanúmer 43 hjá Kaarbös Mekaniske Værksted A/S, Harstad, Noregi 1965 eftir teikningur Hjálmars R. Bárðarsonar og var þá sjötta skipið sem sú stöð hafði byggt fyrir íslendinga. Kom til landsins 23. júlí 1965 og var þá talinn stærsti bátur íslenska síldarflotans. Yfirbyggður Danmörku 1978.

Rak upp og strandaði og ónýttist í Hornsvík, austan Stokksness 17. des. 1984.

Bar aðeins tvö nöfn: Jón Garðar GK 475 og Sæbjörg VE 56.

04.04.2011 08:15

Heimaey VE 1


         1035. Heimaey VE 1, í Vestmannaeyjum © mynd Hilmar Snorrason, 14. júní 2005

Smíðanúmer 441 hjá Veb. Elbewerft, Boiznburg, Austur-Þýskalandi 1967, eftir teikningur Hjálmars R. Bárðarsonar. Yfirbyggður hjá Vélsmiðjunni Herði hf., Sandgerði 1976. Lengdur 1977. Seldur til Danmerkur í brotajárn 1. mars 2007.

Nöfn: Náttfari ÞH 60, Náttfari RE 75 og Heimaey VE 1

04.04.2011 07:13

Styrmir VE 82


            51. Styrmir VE 82, í Vestmannaeyjum © mynd Shipspotting, Óðinn Þór 1987

Smíðanúmer 15 hjá Brattvaag, Skipinnredning A/S, í Brattvaag, Noregi 1963. Lengdur 1973. Yfirbyggður 1977 og fór í pottinn í ágúst 2004. Raunar dreginn af Straumnesi RE 7  til Danmerkur og fóru skipin 18. ágúst 2004.

Nöfn: Faxi GK 44, Snæfari RE 76, Snæfari HF 186, Björg Jónsdóttir ÞH 321, Snæfari HF (veit ekki nr.), Styrmir VE 82, Styrmir KE 7, Styrmir ÍS 207, Styrmir KE 11 og Hera Sigurgeirs BA 71

04.04.2011 00:00

Ásgrímur Halldórsson SF 250 í slipp


    2780. Ásgrímur Halldórsson SF 250, í slippnum í Reykjavík © myndir Faxagengið, 21. mars 2011

03.04.2011 23:00

Magni og Jötunn


     2686. Magni og 2756. Jötunn, í Reykjavíkurhöfn © mynd Faxagengið, 28. mars 2011

03.04.2011 22:00

Freyja KE 100


         2581. Freyja KE 100, í Sandgerði í dag © myndir Emil Páll, 3. apríl 2011

03.04.2011 21:00

Steinunn HF 108


      2763. Steinunn HF 108, í Sandgerði í dag © myndir Emil Páll, 3. apríl 2011

03.04.2011 20:00

Bjarmi GK 33
            2398. Bjarmi GK 33, í Sandgerði í dag © myndir Emil Páll, 3. apríl 2011

03.04.2011 19:00

Bíldsey SH 65


              2650. Bíldsey SH 65, í Sandgerði í dag © mynd Emil Páll, 3. apríl 2011

03.04.2011 18:22

Freyja KE, Steinunn HF og Bergur Vigfús GK

Í góða veðrinu í dag rötuðu nokkrir bátar fram hjá linsunni hjá mér þann stutta tíma sem ég stoppaði í Sandgerði og birtast þær myndir í kvöld. Hér sjáum við myndir af þremur bátum, en tvo þeirra greip ég einnig á siglingu og því birtast myndir af þeim í kvöld, svo og einum til viðbótar á siglingu og öðrum við bryggju.


     2581. Freyja KE 100, við bryggju í Sandgerði og 2763. Steinunn HF 108 að koma inn í höfnina


          2581. Freyja KE 100 og 2746. Bergur Vigfús GK 43, í Sandgerði í dag © myndir Emil Páll, 3. apríl 2011

03.04.2011 17:00

Ingunn AK 150


                  2388. Ingunn AK 150, á Akranesi © mynd Faxagengið, 28. mars 2011

03.04.2011 16:42

Netagerðarmenn fengu menningarverðlaun Grindavíkur

vf.isMannlíf | 3. apríl 2011 | 12:25:53
Menningarverðlaun Grindavíkurbæjar 2011 komu í hlut Bryggjubræðra

Menningaravika Grindavíkur var sett í Grindavíkurkirkju í gær með pompi og pragt en hún er nú haldin þriðja árið í röð. Menningarverðlaun Grindavíkurbæjar 2011 komu í hlut bræðranna Aðalgeirs og Kristins Jóhannssona, verta á kaffihúsinu Bryggjunni, sem hafa sett mikinn svip á menningarlíf bæjarins eftir að þeir opnuðu kaffihús á neðstu hæð netagerðarinnar Krosshús við höfnina sem þeir eiga jafnframt en báðir eru þeir netagerðameistarar.
 

Í umsögn um Menningarverðlaunin segir m.a.:
Auglýst var eftir tilnefningum frá bæjarbúum og bárust nokkrar tilnefningar til menningar- og bókasafnsnefndar. Eftir að hafa farið vel yfir allar tilnefningar ákvað nefndin að menningarverðlaun Grindavíkur árið 2011 myndu falla í skaut þeirra Aðalgeirs og Kristins Jóhannssona sem reka kaffihúsið Bryggjuna.
Kaffihúsið Bryggjan var opnað 21. ágúst 2009 og í fyrirsögn fréttar á heimasíðu Grindavíkurbæjar þar sem sagt er frá opnuninni segir "Kaffihús með menningu og stórt hjarta."

Ef við grípum niður í fréttina á heimasíðunni þennan dag þá segir:
"Þegar inn er komið má einnig sjá gítara og segir Aðalgeir að ætlunin sé að skapa menningu á Bryggjunni. Þegar fram líða stundir er ráðgert að píanó verði líka á staðnum og hver sem hefur áhuga á því að spila á gítar eða setjast við flygilinn sé velkomið að taka lagið."
 

Þeir bræður hafa sýnt að það er ýmislegt hægt að gera og ef við vitnum nú orð bæjarbúa sem sendi inn tilnefningu um þá bræður þá segir:
 

"þetta er alveg frábært sem þeir eru að gera; sameina þjónustu við sjávarútveg, veitingarekstur og menningarhlutverk. Í spjalli við þá kemur líka svo vel fram hversu einlægan áhuga þeir hafa á þessu og eru í þessu af mikilli hugsjón og ástríðu fyrir menningu, hvort sem það eru bókmenntir, leiklist og/eða tónlist".
 

Í annarri tilnefningu segir:
 
"Bryggjan hefur verið svo skrambi mikil lyftistöng fyrir menningarlífið í bænum. Frumkvæði þeirra bræðra að menningaruppbyggingu í bænum finnst mér bæði mikil lyftistöng fyrir bæinn og lýsa frumkvæði og eldmóð í að koma Grindavík á kortið sem menningarbæ".
Út frá þessum orðum er ljóst að þeim hefur tekist ætlunarverk sitt og náð að skapa menningu á Bryggjunni svo eftir er tekið og vel út fyrir bæjarmörkin."
 

Nafnið Bryggjan lá beint við enda liggja bátarnir við kæjann nokkrum metrum frá kaffistaðnum þar sem er margbrotið útsýni.
 

Þegar róast fór í veiðarfæragerðinni færðu þeir bræður út kvíarnar en kaffihúsið er nokkurs kona auka búgrein. Aðalgeir og Kristinn hafa staðið fyrir ýmsum uppákomum frá því kaffihúsið opnaði í ágúst 2009 en þar hafa troðið upp margt af fremsta listafólki þjóðarinnar ásamt heimamönnum.
Í Menningarviku Grindavíkurbæjar eru t.d. uppákomur hvern einasta dag á Bryggjunni en þar má nefna tónleika m.a. með Magnúsi Eiríkssyni og KK, Edit Piaff kvöld með Brynhildi Guðjónsdóttur, bókmenntakvöld með Ólafi Gunnarssyni og Einari Má Guðmundssyni og þá mætir Matthías Johannessen skáld og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins og fer yfir sögusviðið, svo eitthvað sé nefnt.
 

Dagskrá Menningarvikunnar í Grindavík er glæsileg en hana er hægt að nálgast á heimasíðu Grindavíkurbæjar.

03.04.2011 16:30

Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson


           1131. Árni Friðriksson RE 200 og 2350. Bjarni Sæmundsson RE 30, framan við Hörpuna í Reykjavík © mynd Faxagengið, 23. mars 2011

03.04.2011 16:09

Ævintýranleg birjun á netaralli

mbl.is

"Þetta er ævintýri, eins og er. Netin eru stífluð og gengur hægt að draga," segir Sigurður V. Sigurðsson, skipstjóri á Magnúsi SH frá Rifi sem er á netaralli fyrir Hafró í Breiðafirði.

"Það er gott að þurfa ekki að hafa móral yfir því að fiska. Þetta er það eina sem maður getur fengið að veiða eins og maður vill," segir Friðþjófur Sævarsson, skipstjóri á Saxhamri, sem sér um Faxaflóann.

Bátarnir eru báðir gerðir út frá Rifi. 

Þurftu að skilja eftir tvær trossur

Netarall Hafrannsóknarstofnunarinnar er stofnmæling á hrygningarslóð þorsks. Sex bátar annast rallið. 45-60 trossur eru lagðar á hverju svæði og þeim dreift um helstu hrygningarslóðir þorsks. Helmingur er lagður á fyrirframákveðna staði, þá sömu ár eftir ár, en hinn helming staðanna fá skipstjórarnir að ákveða.

Byrjað var fyrsta apríl þannig að Magnús og Saxhamar eru rétt að byrja. "Þetta er ævintýri, eins og er, en við eigum eftir að fara víðar um svæðið og maður veit ekki hvort þetta er svona um allt svæðið," segir Sigurður á Magnúsi.

Áhöfnin á Magnúsi dró 5 trossur í gær og fengu um 32 tonn af slægðum þorski. Svo mikið var í netunum að þeir urðu að skilja 2 trossur eftir.  "Það lítur út fyrir sama fiskirí í dag en við erum með færri net," segir Sigurður.

Stefnir í besta netarallið

"Þetta er feikilega góð byrjun og með sama áframhaldi verður þetta besta netarallið sem verður hefur," segir Friðþjófur á Saxhamri.

Skilyrðin eru eins góð og hugsast getur. Mikið af þorski enda bæði loðna og síld á svæðinu, og veðrið mjög gott.

Saxhamar var með 30 tonn úr fimm trossum í gær og Friðþjófur segir að enn betra fiskirí sé í dag.

03.04.2011 14:00

Andrea
               2787. Andrea, í Reykjavíkurhöfn © myndir Faxagengið, 23. mars 2011