Færslur: 2011 Apríl

25.04.2011 10:33

Stakkfjörður í morgun: Gnúpur og Hafaldan

Í morgun kom Grindavíkurtogarinn Gnúpur inn á Stakksfjörð og liggur þar, en togarinn var í óveðrinu undanfarnar daga við Snæfellsnes. Hversvegna hann liggur nú þarna veit ég ekki, en gruna að hann sé að bíða eftir flóði til að komast inn til Grindavíkur og eyðir tímanum þarna. Þá fór ferðabáturinn Hafaldan út frá Keflavík og smellti ég mynd einnig af honum þó það gengi á með úrkomu rétt á meðan.


                            1579. Gnúpur GK 11, á Stakksfirði í morgun


       2511. Hafaldan, fer með ferðamenn til hvalaskoðunar út frá Keflavík í morgun


            Hér sjáum við bæði skipin á Stakksfirði. Gnúpur nánast á reki og Hafaldan í hvaðaskoðun © myndir Emil Páll, 25. apríl 2011

25.04.2011 09:00

Fjaðrafok vegna Týs

All mikið fjaðrafok hefur verið á ýmsum vefsíðum vegna þeirrar merkingar sem komnar eru á varðskipið Tý, sem er sem kunnugt er að fara í útleigu.

Finnst mörgum það vera skömm að í 1. lagi að leigja skipið og í 2. lagi að merkja það Evrópusambandsfánanum og öðru tilheyrandi.

Ég ætla aðeins að leggja mína skoðun fram í þessu máli.

1. Auðvitað er það þjóðarskömm að þurfa að leigja skipið, því þörf er á því í íslensku lögsögunni. En á sama tíma og Landhelgisgæslan er svellt, er ausið fjármunum í Fiskistofu. Væri ekki nær að leggja Fiskistofu niður í núverandi mynd, t.d. með því að láta Landhelgisgæsluna sinna þeirra hlutverki og þar með myndu fjármunir þeir sem Fiskistofa fær í dag renna til Landhelgisgæslunnar?

2. Þetta með merkinguna er svona eins og stormur í vatnsglasi. Því ef flugvélar, bílar, húsnæði, skip eða hvað annað er leigt, er það oftast málað í litum leigjandans og því getum við í raun ekkert sagt þó svo að skipið sé merkt með þessum hætti, fyrst við vorum á annað borð að leigja það.


     1421. Týr, með Evrópusambandsmerkinguna, í Reykjavíkurhöfn í gærdag © mynd Emil Páll, 24. apríl 2011

25.04.2011 08:00

Sæbjörg

Samkvæmt síðu Hilmars Snorrasonar mun Sæbjörg breytast talsvert eftir slippinn en verið er að setja á skipið lokaðan lífbát og hraðskreiðan léttbát. Skipið verður sjósett eftir hádegi í dag og hefst kennsla í því í fyrramálið.


        1627. Sæbjörg í slippnum í Reykjavík í gær © mynd Emil Páll, 24. apríl 2011

25.04.2011 07:25

Kleppsvík

Fyrir þá sem ekki þekkja þennan bát, þá skal það upplýst að hann hér í eina tíð Jötunn.
             984. Kleppsvík, í Reykjavíkurhöfn í gær, en einmitt á þessum stað er nýjasta smábátahöfn Reykvíkinga, en þar verða settar upp flotbryggjur um leið og smíði þeirra er lokið og þær  © myndir Emil Páll 24. mars 2011

25.04.2011 00:00

Stöðvarfjörður á Páskadag 2011

Óðinn Magnason tók þessar myndir á Páskadag 2011 á Stöðvarfirði. (Þ.e. í gær þar sem kominn er nýr dagur er þetta birtist)


                               5183. Martha SU 89, 1988 Guðný SU 1 o.fl.


                                 1988. Guðný SU 1 og 2153. Heiðrún SU 15


                                      2718. Dögg SU 118 og  2628. Narfi SU 68


                                          6718. Sigga og 1802. Mardís SU 64


                                       2045. Guðmundur Þór SU 121


                                              1698. Einir SU 7


                  1929. Gjafar SU 90  © myndir Óðinn Magnason, 24. apríl 2011

24.04.2011 22:52

Fleiri skip í vari við Snæfellsnes

Hér koma fjórar myndir til viðbótar af skipum sem voru í vari við Snæfellsnes í dag og Sigurbrandur tók.


                                                       Kleifarberg


                                         Norska skipið Framnes
     Á tveimur neðstu myndunum er það Gnúpur GK © myndir Sigurbrandur, 24. apríl 2011

24.04.2011 22:36

Ný smábátahöfn í Reykjavík

Samkvæmt heimildum mínum eru hafnar breytingar á gömlu höfninni þar sem olíubryggjan var áður fyrir neðan Fiskimjölsverksmiðjuna og gera þar smábátahöfn til viðbótar þeirri sem nú er. Mun verða settar upp flotbryggjur er líða tekur á sumarið.
   Fyrsta sem kemur er að komin er olíubryggja fyrir smábátanna og síðan munu koma flotbryggjur © myndir Emil Páll, 24. apríl 2011

24.04.2011 22:01

Togarar í vari á Stakksfirði og út af Snæfellsnesi

Togarar leituðu víða vars í óveðrinu sem gengið hefur yfir og í kvöld tók ég mynd af þremur þeirra sem voru á Stakksfirði, þe.. Hrafni Sveinbjarnasyni, Barða og Örfirisey og Sigurbrandur tók myndir af öðrum sem voru við Snæfellsnes í dag. Hér birtast því sjö myndir af togurum í vari í dag.


                           Varðskipið Ægir og Barði NK 120 á Stakksfirði í kvöld


                                           Örfirisey á Stakksfirði í kvöld


     Hrafn Sveinbjarnason GK, á Stakksfirði í kvöld © myndir Emil Páll, 24. apríl 2011


                                          Togari út af Hellissandi í dag            Togarar út af Snæfellsnesi í dag © myndir Sigurbrandur, 24. apríl 2011

24.04.2011 14:30

Sævar


                         2378. Sævar, í Hrísey © mynd Hilmar Snorrason, 26. júlí 2007


                    2378. Sævar © mynd Shipspotting, Birkir Agnarsson, í júní 2008

24.04.2011 14:00

Esjar SH 75


                     2330. Esjar SH 75, í Hafnarfirði © mynd Hilmar Snorrason, í júlí 2006

24.04.2011 13:00

Eydís


                     2241. Eydís, í Vestmannaeyjum © mynd Hilmar Snorrason, 3. sept. 2008

24.04.2011 12:00

Latur


                          2219. Latur, í Reykjavík © mynd Hilmar Snorrason, 16. nóv. 2007

24.04.2011 11:00

Portland VE 97
      2101. Portland VE 97, í Vestmannaeyjum © myndir Hilmar Snorrason, í mars og maí 2006

24.04.2011 10:00

Þinganes SF 25


           2025. Þinganes SF 25, á Hornafirði © mynd Hilmar Snorrason, 29. ágúst 2007

24.04.2011 09:02

Bylgja VE 75


                     2025. Bylgja VE 75, í Reykjavík © mynd Hilmar Snorrason, í ágúst 2008