Færslur: 2011 Apríl

21.04.2011 16:00

Sindri SH 9


                      1344. Sindri SH 9, í Reykjavík © mynd Hilmar Snorrason, í okt. 2006

21.04.2011 15:00

Bjarmi BA 326


                            1321. Bjarmi BA 326 © mynd Hilmar Snorrason, í okt. 2006

21.04.2011 14:00

Bátar á færibandi á næstu vikum

Ef þeim hjá Bláfelli á Ásbrú ná að standa við loforðin þá munu bátar nánast renna þar út á færibandi næstu vikurnar, að vísu þó ekki fyrr en Strandveiðitímabilið er hafið. Sýnist mér að þrír eigi að afhendast í upphafi tímabilsins, sá fjórði um mánaðarmótin júní / júlí og síðan er búið að panta tvo og einhverjar jullur koma á milli. Raunar fór úr húsi, einn í upphafi vikunnar, en sá var fluttur í húsnæði eiganda bátsins í Njarðvik og þar verða tæki og annað sett niður. Hér birti ég langa syrpu sem ég tók í morgun og segi þar frá hverjum báti fyrir sig, nema þeim sem fór í vikunni og er af gerðinni Sómi 960. Að auki er bátur sem kemur hér líka, en hann er í hlaupavinna og er af gerðinni Víking, þá verður fljótlega tekinn inn skemmtibátur sem breyta á í fiskibát.

Eins og sést á því sem skrifað er um bátanna, þá er í gangi mikill léttleiki á framleiðslustaðnum og því ganga bátarnir sumir hverjir undir ýmsum grínnöfnum.


    Þennan kalla þeir Seinfara, en þetta er íhlaupaverkefni af gerðinni Víking 930, sem þeir kalla líka stundum Elju
     Þessi er næstur út, en hann er ekki með neitt gælunafn, enda er ljóst að hann mun fá nafnið Fönix ST 5 og er af gerðinni Sómi 800


        260 hestafla vél af gerðinni Volvo Penta bíður eftir að verða sett niður í Fönix


                    Julla sem fer til Vopnafjarðar og ber gælunafni Fáviti 2, en önnu Julla er komin út og var hún kölluð Fáviti 1. Á myndinni fyrir neðan má sjá borðann sem settur verður á Julluna og þar kemur í ljós að hann er framleiddur fyrir Fávita nr. 2

             Ekki ruglast á ROCA, því það kemur þessu í raun ekkert við.


           Sómi 700 sem framleiddur er fyrir aðila í Hafnarfirði, sem mun þó skrá bátinn í Vogum


         Sómi 870 sem mun fá skráninganúmerið KÓ 18, en smiðirnir kalla hann Ingibjörgu í höfuðið á konu eigandans, það er þó vinnuheiti
    Þennan kalla þeir Steina rakara, en eigandinn mun vera rakari búsettur í Reykjavík og er báturinn af gerðinni Sómi 990 og á ekki að afhendast fyrr en um mánaðarmótin júní / júlí í sumar


          Og að lokum er það aðstoðarmaður minn í morgun, Stefán Jón Friðriksson sem þarna stendur við Steina rakara

21.04.2011 13:00

Ægir við Hólmsbergsvita

Varðskipið Ægir lá í morgun fast upp við land fyrir neðan Hólmsbergsvita og tók ég þá þessar myndir.


                                   1066. Ægir, stutt frá landi við Hólmsbergsvita í morgun


     Hér sést varðskipið og Hólmsbergsviti frá öðru sjónarhorni í morgun © myndir Emil Páll, 21. apríl 2011

21.04.2011 12:19

Keflavík í morgun

Hefðbundin skátaskrúðganga fór fram í Keflavík í morgun, en þar sem gekk á með rigningu og smá roki, voru menn ekkert að þvælast í skrúðgöngu og því var hún mjög fámenn, nánast eingöngu skátar og lúðrasveitin. Hér eru fjórar myndir sem ég tók af skrúðgöngunni er hún kom niður Faxabraut og beygði niður Hafnargötuna.
          Skátaskrúðgangan í Keflavík í morgun © myndir Emil Páll, 21. apríl 2011

21.04.2011 12:13

Hvað er nú þetta - nánar á miðnætti

Menn mega velta því fyrir sér í allan dag hvað þetta er, en það kemur í ljós á miðnætti í kvöld er ég birti 17 mynda syrpu sem ég tók í morgun.


    Hvað er nú þetta? Sjá nánar á miðnætti í kvöld © mynd Emil Páll, 21. apríl 2011

21.04.2011 11:32

Benjamín Guðmundsson SH 208


     1318. Benjamín Guðmundsson SH 208, í Ólafsvík © mynd Hilmar Snorrason, í sept. 2006

21.04.2011 09:00

Framnes ÍS 708 / Gunnbjörn ÍS 302


            1327. Framnes ÍS 708, í Reykjavík © mynd Hilmar Snorrason, í maí 2007


             1327. Gunnbjörn ÍS 302, á Ísafirði © mynd Hilmar Snorrason, 11. júní 2007

21.04.2011 08:38

Guðbjörg Steinunn GK 37

Fyrir nokkrum dögum birti ég mynd af þessum þar sem hann var í höfn á Akranesi. Hann hefur ekki borið mörg nöfn, raunar aðeins fjögur áður en hann fékk það sem hann er með á myndinni, en hét í fyrstu Þórir GK 251, þá Þórir SF 77, Þórir II SF 777 og Ólafur Magnússon HU 54.


    1236. Guðbjörg Steinunn GK 37, í Njarðvík © mynd Hilmar Snorrason, 10. maí 2007

21.04.2011 08:14

Arnar SH 157


            1291. Arnar SH 157, í Stykkishólmi © mynd Hilmar Snorrason í apríl 2006


           1291. Arnar SH 157, í Stykkishólmi © mynd Hilmar Snorrason, 5. maí 2008

Meðal þeirra nafna sem þessi bátur bar áður en hann fékk þetta, var Jón Helgason ÁR 12, Jón Helgason SF 15, Votaberg SU 14 og Sæþór EA 101

21.04.2011 00:22

Guðbjörg María HF 24 ex Síldin

Þorgrímur Ómar Tavsen tók þessar myndir rétt fyrir miðnætti á símann sinn og sýna bát sem áður hét Síldin, bæði HF 24 og eins AK 88, þar áður Bára SI 10 og á undan því Hrönn EA 579 frá Grímsey.
     2486. Guðbjörg María HF 24 © símamyndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 20. apríl 2011

21.04.2011 00:00

Gleðilegt sumar

  Óska öllum lesendum síðunnar gleðilegs sumars, með þökkum fyrir veturinn   - r kveðja Emil Páll 

p.s. jafnframt sendi ég bestu óskir um gleðilega hátíð, en páskakveðjan kemur ekki fyrr en að loknum bænadögum þ.e. á laugardagskvöld, en þá fyrst hefjast páskarnir.
                                                    

20.04.2011 23:55

Hekla / Vela / Baröy


                             1672. Hekla, á Bíldudal © mynd Hilmar Snorrason um 1990


                                    Hekla © mynd Hilmar Snorrason í júlí 1984


                           1672. Vela, í Reykjavík © mynd Hilmar Snorrason, 198?


     Baröy ex 1672., í Noregi © mynd Shipspotting, Knut Helge Schistad, 15. júní 2008


                     Baröy, í Szczcin © mynd Shipspotting, Ela, 27. ágúst 2008


        Baröy, í Noregi © mynd Shipspotting, Mats Brevik, 14. mars 2009

20.04.2011 23:00

Álftafell ÁR 100


            1195. Álftafell ÁR 100, í Þorlákshöfn © mynd Hilmar Snorrason, í júní 2006

20.04.2011 22:00

Gæfa VE 11


           1178. Gæfa VE 11, í Vestmannaeyjum © mynd Hilmar Snorrason, í mars 2006