Færslur: 2011 Apríl

11.04.2011 18:00

Gæskur kominn á sorphauga

Þó myndin sé ekki sérlega skörp enda rigning og myndavélin er sími Þorgríms Ómars Tavsen, er þetta samt söguleg mynd fyrir þær sakir, að hún sýnir gamla skólaskipið sem einu sinni hét Haftindur HF og nú síðast Gæskur og sökk í Reykjavíkurhöfn. Eftir að hafa staðið uppi á bryggju neðan Holtagarða var hann bútaður niður og hér sést einmitt á myndinni tvö stór stykki af bátnum.


          472. Gæskur, eða það sem er eftir af honum á ruslahaugum í Reykjavík © símamynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 11. apríl 2011

11.04.2011 17:18

Heimsókn í Sigurbjörgu ÓF 1 í dag

Þorgrímur Ómar Tavsen heimsótti togarann Sigurbjörgu ÓF 1, sem verið var að landa úr í Reykjavík í dag. Tók hann þessar myndir á símann sinn, af skipinu utan sem innan. Meðal þeirra sem hann hitti var bróðir hans sem er 1. vélstjóri þar um borð svo og skipstjórann sem mun framvegis senda mér myndir af ýmsu sem fyrir augu hans hefur borið og mun bera framvegis. Þakka ég honum fyrir það, svona fyrirfram.


                   Friðþjófur Jónsson, skipstjóri (t.v.) og Uni Unason, 1. vélstjóri


                                  1530. Sigurbjörg ÓF 1, í Reykjavík í dag


                                              1530. Sigurbjörg ÓF 1


                                                            Í brúnni


                                                        Í brúnni


                                         Flökunarvélin, smíðuð á Ólafsfirði


                                       Löndunin í dag, séð aftur eftir skipinu


                    Frosinn fiskurinn hífður upp úr skipinu


                                                      Úr setustofunni


       Uni, sýnir okkur tölvuherbergi skipverja, en það er borðið í matsalnum sem er næst veggnum og þar má sjá lapptopp tölvur liggja lokaðar á borðinu


      Uni, inni í vinnslusal skipsins © símamyndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 11. apríl 2011

11.04.2011 15:00

,,Hræðilegt að vinargreiðinn endaði svona'

dv.is:

"Við höfum alltaf fengið höfðinglegar móttökur. Þetta var þeirra gestrisni sem kom svona í bakið á þeim," segir Sigurður, skipstjóri Áróru.

"Það er alveg hræðilegt að svona góður vinargreiði hafi endað svona," segir Sigurður Jónsson, skipstjóri á skútunni Áróru. Tveir skipverjar á hvalaskoðunarbátnum Knerrinum slösuðust í nótt þegar þeir reyndu að aðstoða skútuna við að komast til hafnar á Húsavík.

Einn skipverji á Knerrinum féll útbyrðis og annar fótbrotnaði illa þegar verið var að losa kaðal sem festur hafði verið milli bátanna. Mjög hvasst var á svæðinu þegar hjálparbeiðnin frá Áróru barst.

"Það var svo hvasst hérna úti á firðinum að það gekk ekki neitt að komast áfram. Það hefði líklega tekið okkur einn og hálfan dag bara að komast til hafnar," segir Sigurður þegar hann er beðinn um að lýsa aðstæðum.

"Þetta eru ágætis kunningjar okkar, hvalaskoðunarmennirnir hérna, og það varð niðurstaðan að þeir myndu skjótast út og draga okkur í land," segir Sigurður og bætir við að þeir hafi ætlað að sigla með til að flýta fyrir. Allt hafi gengið eins og í sögu til að byrja með en þegar komið var í hafnarmynnið hafi ógæfan dunið yfir.

"Við vorum komnir á góðum tíma inn á Húsavík. Svo þegar við erum að losa spottann á milli bátanna þá fáum við spottann í skrúfuna. Þegar það gerist kemur slinkur á spottann og þeir lenda í vandræðum um borð hjá sér líka," segir Sigurður.

Þegar þetta gerðist festi einn skipverjinn á Knerrinum annan fótinn í lykkjunni og fótbrotnaði þegar strekktist á henni. Á sama tíma féll annar skipverji útbyrðis. Hann ofkældist en Sigurður segir að það hafi tekið skamma stund að ná honum um borð aftur. Þeir voru báðir fluttir á fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar. "Ég hef ekkert heyrt meira af þeim en ég ætla að hitta þá á eftir."

Svo fór að áhöfn Knarrarins tókst að festa lykkjuna aftur við Áróru og draga hana til hafnar. Sigurður segist miður sín yfir því hvernig fór enda hafi skútan margoft komið til Húsavíkur og fengið góðar móttökur. "Við höfum alltaf fengið höfðinglegar móttökur. Þetta var þeirra gestrisni sem kom svona í bakið á þeim. Slysin gera ekki boð á undan sér," segir hann en Áróra var að koma til Húsavíkur frá Jan Mayen.

11.04.2011 14:00

Egill Halldórsson SH 2


           1458. Egill Halldórsson SH 2, í Hafnarfirði © mynd Hilmar Snorrason, í apríl 2006

11.04.2011 13:00

Stapey


      1435. Stapey ex Haraldur Böðvarsson AK, á Berufirði © mynd Hilmar Snorrason

11.04.2011 12:00

Bjössi Sör


                1417. Bjössi Sör, á Húsavík © mynd Hilmar Snorrason, 27. júní 2005

11.04.2011 09:06

Njarðvík í morgun


         1030. Páll Jónsson GK 7 og fyrir framan hann sést í 1905. Berglín GK 300


                                                    237. Fjölnir SU 57


            2454. Siggi Bjarna GK 5, 2430. Benni Sæm GK 26 og 233. Erling KE 140


              1030. Páll Jónsson GK 7, 1905. Berglin GK 300 og 237. Fjölnir SU 57


    363. Maron GK 522, 1030. Páll Jónsson GK 7, 1905. Berglin GK 300 og 237. Fjölnir SU 57, í Njarðvikurhöfn í morgun © myndir Emil Páll, 11. apríl 2011

11.04.2011 08:58

Keflavík í morgun


           1574. Dröfn RE 35, 1343. Magnús SH 205 og 2262. Sóley Sigurjóns GK 200


                                                 1343. Magnús SH 205


         1574. Dröfn RE 35, 1343. Magnús SH 205 og 2262. Sóley Sigurjóns GK 200


    500. Gunnar Hámundarson GK 357, 13. Happasæll KE 94, 1574. Dröfn RE 25, 1343. Magnús SH 205, 2262. Sóley Sigurjóns GK 200 og úti á Stakksfirði sést 1421. Týr © myndir Emil Páll, 11. apríl 2011

11.04.2011 08:48

Stakksfjörður, Keflavík og Njarðvík í morgun

Ég birti hér þrjár færslur í röð sem ég tók í morgun af skipum í vari á Stakksfirði og öðrum ýmist í Keflavíkurhöfn eða Njarðvíkurhöfn. Myndirnar af Stakksfirði sem ég tók í morgun rétt fyrir kl. 8 eru svona og svona, fjarlægðin ansi löng en að öðru leiti í lagi. Myndirnar úr Keflavík og Njarðvík voru teknar upp úr kl. 8 í morgun og þá var sólin farin að stríða mér og því erfitt að taka myndirnar sökum þess, það sést í færslunum sem koma í framhaldi af þessari.


                                                 1345. Freri RE 73


                                                               1421. Týr


                   2184. Vigri RE 71, á Stakksfirði © myndir Emil Páll, 11. apríl 2011

11.04.2011 07:07

Hólmanes SU 1


                        1346. Hólmanes SU 1, á Eskifirði © mynd Hilmar Snorrason, 2003

11.04.2011 00:00

Kaupmannahöfn 3. og síðasti hluti

Hér kemur löng myndasyrpu úr ferð Svafars Gestssonar um Kaupmannahöfn fyrr á þessu ári, en þessar myndir eru teknar úr ferð þeirra hjónakorna um Nýhöfn og í síkjasiglingu. Syrpa þessi er þriðja og síðasta úr þessum myndum og færi ég Svafari kærar þakkir fyrir.


 Gamall krani sem var notaður til að reysa möstur gömlu
                                  seglskipanna


          Frá Nyhavn og síkjaskurðunum í Kaupmannahöfn © myndir Svafar Gestsson, 2011

10.04.2011 23:00

Sléttanes ÍS 808


           1337. Sléttanes ÍS 808, í Reykjavík © mynd Hilmar Snorrason, í apríl 2006

10.04.2011 22:44

Fjórir togarar og varðskip

Fjórir togarar Freri RE, Vigri RE og Þór HF hafa auk varðskipsins Týs legið inni á Stakksfirði megnið af deginum í dag sökum veðurs og undir kvöldið bættist Sóley Sigurjóns GK við, en hún á trúlega að koma inn til löndunar í fyrramálið. Tók Þorgrímur Ómar Tavsen þessar myndir af Sóleyju Sigurjóns en hún hefur verið mjög nálægt landi, út af Keflavíkur- og Njarðvíkurhöfn.
    2262. Sóley Sigurjóns GK 200, í kvöld © símamyndir Þorgrímur Ómar Tavsen, 10. apríl 2011

10.04.2011 22:01

Börkur NK 122


           1293. Börkur NK 122, á Akureyri © mynd Hilmar Snorrason, í sept. 2004


                1293. Börkur NK 122, á Neskaupstað © mynd Hilmar Snorrason, 2004

10.04.2011 21:00

Haukur


                      1292. Haukur, á Skjálfandaflóa © mynd Hilmar Snorrason, 27. júní 2005