Færslur: 2011 Mars
29.03.2011 16:38
Víðir EA 212 í viðgerð í Hafnarfirði

Unnið að viðgerð á 1430. Víði EA 212, í Hafnarfjarðarhöfn í dag © símamynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 29. mars 2011
29.03.2011 15:00
Una til Grindavíkur og Inga til Noregs
Stakkavík í Grindavík mun vera búin að kaupa Unu SU eftir því sem ég hef heyrt og einnig að verið væri að selja Ingu NK til Noregs.

1890. Una SU 3

2395. Inga NK 4

1890. Una SU 3 og 2395. Inga NK 4

2395. Inga NK 4

2395. Inga NK 4 © myndir Bjarni G., 29. mars 2011
29.03.2011 14:53
Hafþór eigandi Fönix BA

Gamall maður á Patreksfirði, óskar Hafþóri Jónssyni til hamingju með nýja bátinn © mynd Sigurður Stefánsson, 27. mars 2011
29.03.2011 14:26
Sýnið þolinmæði
29.03.2011 14:19
Fiskistofa biðst afsökunar
Fiskistofa hefur beðist afsökunar á því að stofnunin hafi sent frá sér rangar upplýsingar um landaðan afla frá Vestmannaeyjum.
"Í ljós hefur komið að gögn sem Fiskistofa staðfesti til fréttastofunnar voru röng. Sá hluti afla sem landað er í Vestmannaeyjum til endurvigtunar erlendis var ekki talinn til hluta afla sem landað er í Vestmannaeyjum við vinnslu upplýsinga fyrir fréttamann og skekkir það því niðurstöður um hlutfall afla sem fluttur er óunninn frá Vestmannaeyjum. Réttar upplýsingar eru þær að á fiskveiðiárinu 2008/2009 var landað 20.663 tonnum af kvótabundnum botnfisktegundum í Vestmannaeyjum, að auki var landað 19.510 tonnum af kvótabundnum botnfisktegundum og sá afli fluttur óunninn á erlenda markaði. Hlutfall þess afla sem fór óunninn á markaði erlendis fiskveiðiárið 2008/2009, af heildarafla lönduðum í Vestmannaeyjum var því rúm 48 %. Á sama hátt var landað 22.385 tonnum á fiskveiðiárinu 2009/2010 í Vestmannaeyjum, auk þess var landað 14.948 tonnum af kvótabundnum botnfisktegundum af afla sem fluttur var til endurvigtunar erlendis. Hlutfalls óunnins afla sem fluttur var til endurvigtunar erlendis 2009/2010 af heildarafla lönduðum í Vestmannaeyjum var því um 40%.Upplýsingasvið Fiskistofu harmar að þessu leiðu mistök hafi átt sér stað og biður hlutaðeigandi aðila afsökunar. Leitast verður við að gera ráðstafanir sem tryggja aukna samþættingu gagna með það að markmiði að koma í veg fyrir að slík mistök við samlestur upplýsinga á milli upplýsingakerfa eigi sér stað," segir í yfirlýsingu Fiskistofu.
29.03.2011 14:13
Netarall Hafró hefst á föstudag
Netarall Hafrannsóknastofnunarinnar, eða stofnmæling á hrygningarslóð þorsks, hefst 1. apríl nk. en þetta er 16 árið sem farið er til þessara rannsókna. Fram kemur á vef Hafró að sex bátar taki þátt í netarallinu.
Markmið verkefnisins er að safna upplýsingum um lengdar- /þyngdasamsetningu, kynþroska, og vöxt eftir aldri á helstu hrygningarsvæðum þorsks. Einnig að meta árlega magn kynþroska þorsks er fæst í þorskanet á hrygningarstöðvum og meta breytingar í gengd hrygningarþorsks á mismunandi svæðum. Netarall Hafrannsóknastofnunarinnar, eða stofnmæling á hrygningarslóð þorsks, hefst 1. apríl nk. en þetta er 16 árið sem farið er til þessara rannsókna. Fram kemur á vef Hafró að sex bátar taki þátt í netarallinu. Markmið verkefnisins er að safna upplýsingum um lengdar- /þyngdasamsetningu, kynþroska, og vöxt eftir aldri á helstu hrygningarsvæðum þorsks. Einnig að meta árlega magn kynþroska þorsks er fæst í þorskanet á hrygningarstöðvum og meta breytingar í gengd hrygningarþorsks á mismunandi svæðum.29.03.2011 09:00
Gerpir NK 106 / Júpiter ÞH 61
130. Gerpir NK 106 © mynd Shipspotting, Holger Jaschop
130. Júpiter ÞH 61, á Akureyri © mynd Hilmar Snorrason, 2002
29.03.2011 08:20
Hegri í Keflavíkurhöfn
Á síðastliðnu miðnætti hafði fuglaáhugamaður samband við mig, þar sem hann gekk fram á Hegra í Keflavíkurhöfn, nánar tiltekið á skolpútrásinni fyrir neðan Pósthússtræti. Hinsvegar var lýsing engin á staðnum og erfitt því að taka mynd af fuglinum sökum dimmu og því beið ég með það þar til birti í morgun, en er ég kom þarna kl. 7.30 var enginn hegrinn. Birti því í staðinn mynd sem ég fann á netinu og var tekin um 2003 við Helluvað í nágrenni Reykjavíkur.
Hegri, við Helluvað í nágrenni Reykjavíkur fyrir tæpum áratug © mynd Daníel Bergmann
29.03.2011 08:08
Jón Kjartansson SU 111
155. Jón Kjartansson SU 111, á Eskifirði © mynd Hilmar Snorrason, 2002
155. Jón Kjartansson SU 111 © mynd Shipspotting, Birkir Agnarsson, í jan. 2003
29.03.2011 07:05
Aðalvík SH 443
168. Aðalvík SH 443, í Reykjavík © mynd Hilmar Snorrason, 15. mars 2005
168. Aðalvík SH 443, í Reykjavík © mynd Hilmar Snorrason, 17. okt. 2005
29.03.2011 00:00
Hekla / Edinburgh
1090. Hekla, í Reykjavík © myndir Hilmar Snorraon
Edinburgh ex 1090. Hekla, í Cape Town, í júlí 2008
Edinburgt, í Cape Town, 20. ágúst 2008 © myndir Hilmar Snorrason
28.03.2011 23:00
Bervík SH 143
259. Bervík SH 143, í Hafnarfirði © mynd Hilmar Snorrason, 2003
28.03.2011 22:45
Bilaði hjá fleirum
28.03.2011 22:00
Hrungnir GK 50
237. Hrungnir GK 50, út af Þorlákshöfn © mynd Hilmar Snorrason, í apríl 2007
28.03.2011 21:00
Eykon RE 19
177. Eykon RE 19, í Reykjavík © mynd Hilmar Snorrason, 2004
