Færslur: 2011 Mars

18.03.2011 20:00

Smábátahöfnin á Fáskrúðsfirði í dag


       Smábátahöfnin á Fáskrúðsfirði í dag © mynd Óðinn Magnason, 18. mars 2011

18.03.2011 19:00

Sæberg, Sæfari, Bliki og Hafbjörg


                                6284. Sæberg SU 112 og 7401. Sæfari SU 85


                                                      6595. Bliki SU 24


               6196. Hafbjörg SU 50, á Fáskrúðsfirði í dag 
                © myndir Óðinn Magnason, 18. mars 2011

18.03.2011 18:00

Sandvíkingur ÁR 14 og Hannes Andrésson SH 737


                           1254. Sandvíkingur ÁR 14


         1371. Hannes Andrésson SH 737, á Fáskrúðsfirði í dag © myndir Óðinn Magnason, 18. mars 2011

18.03.2011 17:00

Ljósafell SU 70 og Hoffell SU 80 í dag

Óðinn Magnason á Fáskrúðsfirði tók bryggjurúnnt í dag og varð afraksturinn þær myndir sem birtast í þessari færslu og næstu þremur. - Sendi ég kærar þakkir austur fyrir þetta.


                                                  1277. Ljósafell SU 70
     2345. Hoffell SU 80 © myndir Óðinn Magnason, á Fáskrúðsfirði í dag, 18. mars 2011

18.03.2011 16:00

Sveinn Benediktsson SU 77
       2329. Sveinn Benediktsson SU 77 ex Talbor, síðar Guðmundur Ólafur ÓF 91, á Siglufirði © myndir Magnús Þór Hafsteinsson, janúar 2000

18.03.2011 15:20

Sigrún AK 71


        1780. Sigrún AK 71 o.fl. á Akranesi © mynd Magnús Þór Hafsteinsson, árið 2000

18.03.2011 14:00

Vídalín SF 80


                       1347. Vídalín SF 80 © mynd Magnús Þór Hafsteinsson

18.03.2011 13:00

Óli í Sandgerði AK 14, með fullfermi af loðnu

Hér kemur 6 mynda syrpa af bátnum með fullfermi af loðnu. Á fimm þeirra er hann á Krossvík við Akranesi, en þeirri sjöttu við bryggju á Akranesi. Allar eru myndirnar teknar af Magnúsi Þór Hafsteinssyni, árið 2000
             2334. Óli í Sandgerði AK 14 © myndir Magnús Þór Hafsteinsson, árið 2000

18.03.2011 12:12

Fáskrúðsfjörður 4. mars 2011


                          Frá Fáskrúðsfirði © myndir Óðinn Magnason, 4. mars 2011

18.03.2011 11:51

Stefnir í mestu sókn á grásleppuveiðar í sögunni


Skessuhorn, 18. mars 2011
 

"Það er greinilegt að menn ætla að taka vertíðina í fyrra aftur, slík verður sóknin greinilega á grásleppuvertíðina núna. Annars eru fáir farnir á veiðar, það gerir þetta ótrúlega veðurfar og ölduhæð sem verið hefur við landið núna í langan tíma, menn muna varla annað eins. Ég var að tala við mann fyrir vestan í vikunni og þá var ölduhæðin fyrir utan fjörðinn 11 metrar," segir Arthúr Bogason formaður Landssambands smábátasjómanna í samtali við Skessuhorn. Grásleppuveiðimenn máttu leggja net sín á flestum veiðisvæðum við landið 10. mars sl. en vertíðin byrjaði aðeins seinna á Norðausturlandi. Grásleppuveiðar innan línu í Breiðafirðinum hefjast ekki fyrr en 20. maí, það er línu frá Krossnesvita við Grundarfjörð yfir að Lambanesi á Barðaströnd. Þetta fyrirkomulag hefur tíðkast í áratugi vegna samkomulags við æðarbændur á svæðinu

18.03.2011 10:00

Nýjar myndir af Þór

Af vef Landhelgisgæslunnar:

S5000670

Varðskipið Þór, sem hefur legið við bryggju í bænum Talcuahano í Chile, er óskemmt eftir að þrjár flóðbylgjur gengu yfir svæðið aðfaranótt laugardags. Á dýparmæli skipsins kom fram að sjávarborðið lækkaði um 3 metra rólega en  hækkaði síðan aftur um 3 + 3 metra á nokkrum sekúndum.

Óttast var að skipið gæti orðið fyrir skemmdum við flóðbylgjuna og var það því dregið út í flóann sem liggur að bænum,  engar skemmdir urðu á skipinu. Bryggjan sem skipið lá við fór hinsvegar alveg á kaf.

Myndirnar eru teknar af Þór þar sem hann liggur við akkeri á Concepcion flóanum þegar flóðið varð

S5000666

S5000669
S5000670
     Þór © myndir af vef Landhelgisgæslunnar frá 12. mars 2011

18.03.2011 09:20

Óvissa um sölu á loðnuhrognum og hvalaafurðum til Japans

Í Skessuhorni í morgun ef fjallað um þá stöðu sem komin er upp varðandi sölu á loðnuhrognum og hvalafurðum í Japan í kjölfar hörmungan þar, svo og stöðuna í hvalamálum almennt.

Varðandi hvalamálin kemur eftirfarandi fram:
 Leyfð verður álíka mikil veiði hrefnu og langreyða á komandi sumri og því síðasta. Leyfð verður veiði 154 langreyða, fjórum fleiri en á síðustu vertíð, og hrefnurnar eru 216 talsins, 16 fleiri en í fyrra. Þetta er samkvæmt þeirri veiðiráðgjöf sem Hafrannsóknarstofnun gaf út fyrir um ári, fyrir árin 2010-2012.  Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, aðstoðarmaður Jóns Bjarnasonar landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, segir að væntanlega verði þessi ráðgjöf látin gilda fyrir þetta ár eins og það síðasta. Aðeins vantaði tvær langreyðar upp á að allur kvóti síðasta árs veiddist, en 148 komu til vinnslu í Hvalstöðinni í Hvalfirði. Minna veiddist af hrefnunni á síðustu vertíð, aðeins 60 dýr.

Óvissan varðandi Japan

Gunnfríður Elín segir að þessa dagana sé vel fylgst með stöðu mála í Japan, sem er eitt mikilvægasta markaðssvæði í heiminum fyrir mikinn hluta sjávarafurða. Eins og komið hefur fram í fréttum er mikil óvissa með sölu á frystum loðnuhrognum. Gunnfríður segir að líkt sé á komið með sölu á hvalaafurðum, eins og málin standa sé mikil óvissa í sambandi við markaðsmálin í Japan.

18.03.2011 09:00

Vikane í Fredrikstad


   Vikane i Fredrikstad er ein af náttúruperlum Noregs. Þar er krökkt af skemmtibátum yfir sumarið enda magnaðar siglingaleiðir víða um Óslófjörðinn © mynd og myndatexti Guðni Ölversson.

18.03.2011 08:10

Hekkið á Oke frá Skagen


              Oke, frá Skagen © mynd Guðni Ölversson

Umsögn Guðna Ölverssonar á síðu sinni:
Þetta er hekkið á Oke frá Skagen. Gamall skítfiskari sem búið er að breyta í snekkju. Mjög skemmtilegt fley enda ekki arða af plasti í bátnum.

18.03.2011 07:00

Víkingur AK 100


                  220. Víkingur AK 100 © mynd Magnús Þór Hafsteinsson