Færslur: 2011 Mars

28.03.2011 20:51

Skipt um batterí í innsiglingarljósi og flotbryggjan lagfærð eftir óveðrið í febrúar síðastliðinn

Lífið í Sandgerði - 245.is:


Guðjón Bragason, Bragi Snær Ragnarsson (fyrir aftan Gaua Braga) og Sveinn Einarsson
 
Í síðustu viku fóru hafnarstarfsmenn ásamt Sigga kafara að skipta um batterí í einu af innsiglingarljósunum í rennunni, en þetta er gert einu sinni á ári að jafnaði.

Einnig var fingur á flotbryggjunni við suðurgarð hífður upp á bryggju, en hann laskaðist í óveðrinu sem var 8. febrúar síðastliðinn. Fingurinn var sendur í viðgerð hjá Valla í Vélsmiðju Sandgerðis.

 

Mynd: Sigurður kafari
Dive4u.is| lifid@245.is

28.03.2011 20:00

Guðrún Björg HF 125


            76. Guðrún Björg HF 125, í Hafnarfirði © mynd Hilmar Snorrason, 2004

28.03.2011 19:00

Geysir RE 82


                    12. Geysir RE 82, í Bolungarvík © mynd Hilmar Snorrason, 2002

28.03.2011 17:45

Ottó


                           Ottó, í Hafnarfirði © mynd Hilmar Snorrason, í júlí 2002


                        Ottó, í Hafnarfirði © mynd Hilmar Snorrason, í feb. 2008

28.03.2011 15:44

Pramminn Selur á reki - endurbirt

Úr visi.is í morgun:

Dýpkunarprammi frá íslensku fyrirtæki slitnaði aftan úr færeyskum dráttarbáti í gærkvöldi, um 80 sjómílur suður af Hornafirði. Báturinn var með tvo pramma í togi, áleiðis í verkefni í Færeyjum. Áhöfn bátsins hefur ekki enn tekist að koma böndum á lausa prammann og er í athugun að senda honum aðstoð annaðhvort frá Íslandi eða Færeyjum. Skipum á ekki að stafa hætta af prammanum því svonefndur AIS búnaður er þar um borð , sem stöðugt gefur upp staðsetningu hans.

Það sem ekki kemur fram í þessari frétt Vísis, er að hér er á ferðinni pramminn Selur, sem var í togi ásamt 2255. Svavari, hjá Thor Goliath, en þeir fóru frá Njarðvík sl. föstudagskvöl á leið til Færeyja. Birti ég hér myndir sem ég tók af Sel þegar hann var nýkominn úr Njarðvíkurslipp í síðustu viku svo og af dráttarbátnum er hann kom til Njarðvikur sl. föstudag og eins mynd af honum ásamt Svavari.

Endurbirti ég þetta hér þar sem fyrri grein sem ég setti inn kl. 12.16 féll út af síðunni einhverjum klukkutímum síðar og eftir stóð fyrirsögnin, meira segja í tvíriti. Vonandi tollir þetta inni nú.


                  5935. Selur, í Njarðvíkurhöfn í síðustu viku, nýkominn úr slipp


                  Thor Goliath, kemur til Njarðvíkur sl. föstudagskvöld


        Thor Goliath, framan við 2255. Svavar í Njarðvíkurhöfn, rétt fyrir brottför sl. föstudagskvöld. En röðin var sú að Thor Goliath, var fremstur, síðan Svavar og Selur í endanum, þar sem þar um borð var AIS tæki  © myndir Emil Páll

28.03.2011 15:27

Óþolandi bilun

Nú í þrígang hef ég orðið fyrir furðulegri bilun hér varðandi síðuna. Bilunin er fólgin í því að grein með myndum týnast af síðunni, eftir að hafa staðið þar í einhvern tíma, en aðeins fyrirsögnin stendur eftir. Í hinum telfellunum hef ég getað sett greinina upp að nýju, og mun sennilega gera það í öðru tilfellinu núna, en kl. 12:16 í morgun skrifaði ég frétt og birti fjórar myndir og stóð það í nokkurn tíma, en nú stendur fyrirsögnin ein eftir. Sama er á undirsíðunni, þar er bara fyrirsögn, en bæði greinin og myndirnar eru týndar. Mér tókst að taka afrit af þessu og setja inn á Facebookið en baka við það þar stendur ekki neitt. Það sem er þó enn furðulegra er að það eru tvær fyrirsagnir eins á síðunni, en engin grein, eða myndir
Önnur grein um gamlan bát sem er til sölu skrifaði ég núna áðan  og tók aftir og setti á Fésið, þar sem það stendur en bæði hér á síðunni og undirsíðunni er það horfið með  öllu.

Í fyrri skiptin hafði ég samband við þjónustuna hjá 123.is, en þeir gátu ekkert gert, þar sem ég var búinn að setja inn nýjar greinar. Nú hef ég ekki sett nýjar greinar og eftir stendur tóm fyrirsögn, en mun þó trúlega setja inn nýja grein um prammann sem sökk. Spurningin er svo hvort 123.is geti gert við þessa bilun, eða fundið út hvað sé að.

Auðvitað getur þetta verið bilun í tölvunni hjá mér, en það á þá eftir að koma í ljós.28.03.2011 14:08

Vélavana skemmtibátur við Voga


              6654. Hnoss,sem dró þann vélavana að landi,  við bryggju í Vogum © mynd Emil Páll, 4. okt. 2010

Landhelgisgæslunni barst kl. 12:09 aðstoðarbeiðni frá skemmtibáti, sem var vélarvana norðan við hafnargarðinn í Vogum. Skipverjum á fiskibáti tóku bátinn í tog og drógu hann til lands.

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF GNA var kölluð út auk þess sem björgunarskip og bátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á svæðinu, sem og nærstaddir bátar voru beðnir um að fara til aðstoðar Tilkynning barst til stjórnstöðvar kl. 12:44 um að fiskibáturinn Hnoss væri kominn með bátinn í tog og sigldi með hann til Voga. Einnig var Jón-Oddgeir,  björgunarbátur Slysavarnarfélagsins Landsbjargar  á staðnum. Skömmu síðar var þyrla Landhelgisgæslunnar komin á staðinn en snéri fljótlega til baka þar sem ekki var talin þörf á frekari aðstoð.

28.03.2011 13:50

Engey RE 1 / Kristína EA


                2662.  Engey RE 1 í Reykjavík © mynd Hilmar Snorrason, 23. maí 2005


                    2662. Engey RE 1, í Reykjavík © mynd Hilmar Snorrason, í des. 2006


         Kristina, í Las Palmas, í eigu Katla Seafood Group © mynd Shipspotting, Patalacaca, 15. nóv. 2009


               Kristina, í Las Palmas © mynd Shipspotting, Patalacaca, 17. nóv. 2010

28.03.2011 12:16

Dýpkunarpramminn Selur á reki


28.03.2011 12:16

Dýpkunarpramminn Selur á reki


28.03.2011 10:30

Eros / Júpiter ÞH 363


             Eros, í Alesund © mynd Shipspotting, Aage, 1997


     2643. Júpiter ÞH 363 ex Eros, í Reykjavík © mynd Hilmar Snorrason, 15. mars 2005


              2643. Júpiter ÞH 363, í Reykjavík © mynd Hilmar Snorrason, 31. nóv. 2009

28.03.2011 09:10

Guðmundur VE 29


        2600. Guðmundur VE 29, í Vestmannaeyjum © mynd Hilmar Snorrason, 15. júní 2005


                     2600. Guðmundur VE 29 © mynd Hilmar Snorrason í okt. 2005


           2600. Guðmundur VE 29 © mynd Hilmar Snorrason, 27. maí 2009

28.03.2011 08:02

Háberg GK 299


                          2644. Háberg GK 299 © mynd Hilmar Snorrason, 29. apríl 2005

28.03.2011 07:40

Nýsmíði á Patró og grásleppubátar á Brjánslæk í gær

Sigurður Stefánsson hjá Köfunarþjónustu Sigurðar tók þessar myndir í gær og sendi mér  og sýna þær þegar bátur að gerðinni Sómi er nefnist Fönix var tekinn út.  Skrokkurinn var keyptur af Bátasmíði Guðmundar rétt áður en hún lokaði, en ekki byrjað á frágangi og vélaniðursetningu á Patreksfirði, fyrr en í haust. Eigandi bátsins heitir Hafþór G. Jónsson, plastaði hann og kláraði bátinn sjálfur með sínu starfsfólki.

Hinir bátarnir eru grásleppubátar sem voru staðsettir á Brjánslæk í gær                              -                                   Sendi ég Sigurði kærar þakkir fyrir
     2811. Fönix BA 1, af gerðinni Sómi 1200 tekin út úr húsi á Patreksfirði í gær
                    Grásleppubáturinn 2438. Eldey BA 96, á Brjánslæk í gær
                           2352. Húni BA 707, sem mun veiða grásleppu frá Brjánslæk 
                                     © myndir Sigurður Stefánsson, 27. mars 2011

28.03.2011 07:31

Brennholm / Svanur RE 45 / Prowess GY 720


                        Brennholm í Alesundi © mynd Shipspotting, Aage, 2000


     2530. Svanur RE 45 ex Brennholm, í Reykjavík © mynd Hilmar Snorrason 15. mars 2005


            2530. Svanur RE 45, í Reykjavík © mynd Hilmar Snorrason, 19. mars 2005


                  2530. Svanur RE 45, í Reykjavík © mynd Hilmar Snorrason


         Prowess GY 720 ex 2530. Svanur Re, í Las Palmas © mynd Shipspotting, Angel Luis Godan Moreira, 2. júlí 2009