Færslur: 2011 Mars

13.03.2011 09:00

Enginn smá kraftur

Jarðskjálftinn í Japan varð þess valdandi að stærsta eyja Japans færðist um 2,4 metra. Ekki nóg með það heldur hnikaði skjálftinn möndulhalla jarðarinnar um tíu sentímetra. Það er því ekki að undra þó flutningaskip og önnur skip hafi skolast langt upp á land. Hér fyrir neðan birti ég tvær myndir sem sýnir skip eftir að flóðaldan sem kom í kjölfar skjálftans færði þau á land. Myndirnar eru frá Reuters

            © myndir dv.is/Reuters

13.03.2011 08:40

Vilhelm Þorsteinsson EA 11
                2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11 © myndir Svafar Gestsson, í feb. 2011

13.03.2011 08:06

Vf. menn á undan sannleikanum

Eitthver fljótfærni hefur hlaupið í þá hjá Víkurfréttum því á vef þeirra sl. föstudag var þessi frétt, sem hér birtist fyrir neðan. Sannleikurinn er hinsvegar sá að síðan hefur Hákon landað og í nótt landaði Vilhelm Þorsteinsson, einhverju því honun var brugðið er hann kom eftir miðnætti í nótt og er þar ennþá. Þá er ekki ólíklegt að Hákon komi aftur, en hann var í nótt að vinna loðnu hér úti á Stakksfirði.

En fréttin á vf.is var svohljóðandi:Fréttir | 11. mars 2011 | 20:35:02
20.000 tonn brædd í Helguvík

Samtals voru 20.000 tonn af loðnu brædd í Helguvík á loðnuvertíðinni sem kláraðist í dag. Þá voru 1500 tonn af loðnuhrognum unnin til frystingar í Helguvík. 1400 tonn voru fryst hjá Saltveri en 100 tonn fóru annað til frystingar.


- Já það er svona stundum þegar menn vilja vera fyrstir með fréttirnar, en vita ekki allar staðreyndir

13.03.2011 00:00

Erika GR 18-119

Hér er það eini grænlenski báturinn sem verið hefur á loðnuveiðum þetta árið hér við land. Hann er þó gerður út frá landinu okkar og var fram að því að hann fékk grænlenska nafnið, með íslensk nöfn. Yfirmenn skipsins eru íslenskir en undirmenn grænlenskir.
Myndirnar sem birtast nú eru tvískiptar, þ.e. frá loðnuveiðum út af Reykjanesi í febrúar sl. og hins vegar myndir teknar af bátnum í Neskaupstað, eftir löndun og þrif, 12. mars 2011


          Erika GR 18-119 ex 1807. Birtingur NK 119, ex Áskell EA 48 ex Hákon ÞH 250, á loðnuveiðum út af Reykjanesi © myndir Svafar Gestsson, 2011
         Erika GR 18-119 á Neskaupstað © myndir Bjarni Guðmundsson, 12. mars 2011

Erika að koma í höfn á Neskaupstað í gær (laugardag) eftir að búið var að þrífa skipið en löndun kláraðist í fyrrinótt og er kvótinn búinn.

12.03.2011 23:06

Bergur Vigfús GK 43


           2746. Bergur Vigfús GK 43, í Sandgerði í dag © mynd Emil Páll, 12. mars 2011

12.03.2011 23:00

Líf GK 67


                7463. Líf GK 67, í Sandgerði í dag © mynd Emil Páll, 12. mars 2011

12.03.2011 22:20

Svala Dís KE 29
             1666. Svala Dís KE 29, í Sandgerði í dag © myndir Emil Páll, 12. mars 2011

12.03.2011 22:00

Höfn og nágrenni

Svafar Gestsson sendi mér þessa myndasyrpu og henni fylgdi eftirfarandi umsögn:

Ég stóðst ekki mátið núna þegar sólin var að detta niður bakvið fjallahringinn og skaut nokkrum myndum. Hér er einstök veðurblíða en frekar kalt.
            Höfn og nágrenni í dag © mynd Svafar Gestsson, 12. mars 2011

12.03.2011 21:22

Addi afi GK 97


              2106. Addi afi GK 97, í Sandgerði í dag © mynd Emil Páll, 12. mars 2011
Vonandi helst þetta í lagi með síðuna í kvöld og á morgun, þó við getum átt von á bilun á ný

12.03.2011 21:12

Enn ein biluninn á síðunni

Í kvöld stöðvaðist það hjá mér að geta sett inn  myndir. Að sögn stjórnenda 123 kerfisins er eitthvað stykki farið, en óvist er að það komi til landsins fyrr en á mánudag og á meðan má búast við að þessi bilun verði. Vonandi komast þó einhverjar myndir inn og mun ég athuga reglulega með það.

12.03.2011 20:30

Tryggvi Eðvarðs SH 2
         2800. Tryggvi Eðvarðs SH 2, í Sandgerði í dag © myndir Emil Páll, 12. mars 2011

12.03.2011 20:00

Kristinn SH 712 og Skjöldur RE 57


    2712. Kristinn SH 712 ( sá aftari) og 2545. Skjöldur RE 57, komu nánast samtímis inn í Sandgerðishöfn í dag


                                                   2712. Krisinn SH 712


                                              2545. Skjöldur RE 57


      2545. Skjöldur RE 57 og 2712. Kristinn SH 712, við bryggju í Sandgerðishöfn í dag
                                       © myndir Emil Páll, 12. mars 2011

12.03.2011 19:30

Erika bæði á miðunum og eins eftir að löndun var lokið í dag

Eftir miðnætti í nótt birtist skemmtileg myndasyrpa af bátnum bæði teknar á loðnumiðunum í febrúar sli. út af Reykjanesi og svo myndir af honum teknar í dag í Neskaupstað eftir að búið var að landa og þrífa bátinn. Hér er á ferðinni samspil tveggja ljósmyndara síðunnar, sem gera þetta að verkum að hægt er að birta þetta svona. Kemur þetta fyrir augu lesenda síðunnar á miðnætti í nótt.


     Erika GR 18-119 á veiðum út af Reykjanesi © mynd Svafar Gestsson, í feb. 2011


      Erika í Neskaupstað í dag, eftir að löndun og þrifum var lokið © mynd Bjarni Guðmundsson, 12. mars 2011
                  - Nánar í myndasyrpu, hér á miðnætti í kvöld -

12.03.2011 19:00

Hamar SH 224 í Sandgerði

Nú og síðar í kvöld birti ég myndir af þremur SH bátum sem lönduðu í gær í Sandgerði. Fyrst er það góð syrpa af þeim stærsta.
            253. Hamar SH 224, í Sandgerði í dag © myndir Emil Páll, 12. mars 2011
 Myndirnar sýna bátinn kom inn í höfnina og síðan eftir að hann færði sig á annan stað eftir löndun

12.03.2011 18:24

Vilhelm Þorsteinsson EA 11 og Aðalsteinn Jónsson SU 11


        2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11 og 2699. Aðalsteinn Jónsson SU 11 © myndir Svafar Gestsson, í feb. 2011