Færslur: 2011 Mars

18.03.2011 00:00

2. hl. Grænlandsferðar með Valþóri NS 123


                              Frá Grænlandi © myndir Jón Steinar í ágúst 2009

17.03.2011 23:00

Þerney RE 101


    2203. Þerney RE 101, sennilega á sjómannadag 1995 © mynd Magnús Þór Hafsteinsson

17.03.2011 22:00

Goðafoss


        Goðafoss, á strandstað á dögunum © eigandi myndar Einar Örn Einarsson

17.03.2011 21:00

Víðir AK 95


           149. Víðir AK 95 © mynd í eigu Magnúsar Þórs Hafsteinssonar

Smíðaður á Akranesi 1943. 104 tonn að stærð. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 1965.

Nöfn: Víðir MB 35, Víðir AK 95, Víðir SU 95 og Mánatindur SU 95.

17.03.2011 20:00

Vörður TH 4
     912. Vörður TH 4 © eigandi mynda Magnús Þór Hafsteinsson

Smíðaður í Landssmiðjunni hf., Reykjavík, 1947 og mældist þá 67 tonna bátur.

Talinn ónýtur og tekinn af skrá 13. maí 1976. Rennt á land í Flatey á Breiðafirði og þar má enn sjá skrokk bátsins.

Nöfn: Vörður TH 4, Vörður ÞH 3, Guðfinnur Guðmundsson VE 445 og Gísli Magnússon SH 101

17.03.2011 19:00

Álfsfell selur bát og aflaheimildir

bb.is

Lúkas ÍS-71.
Lúkas ÍS-71.
Hallgrímur Kjartansson.
Hallgrímur Kjartansson.
Útgerðarfélagið Álfsfell ehf., á Ísafirði hefur gengið frá sölu á bátnum Lúkasi ÍS-71 ásamt öllum aflaheimildum. Hallgrímur Kjartansson, framkvæmdastjóri Álfsfells, segir að salan hafi verið gerð til að lækka skuldir félagsins við lánadrottna. "Þegar okkur var ljóst að samningar myndu ekki nást við bankann var ákveðið að leita að kaupanda hér á svæðinu," segir Hallgrímur. Kaupandi bátsins er nýtt félag, Sigurbjörg ehf., á Ísafirði, sem Ísfirðingurinn Gunnar Torfason er í forsvari fyrir. Félagið hyggst gera Lúkas áfram út frá Ísafirði og munu því bæði áhöfn og beitningarfólk halda vinnu sinni eftir söluna.

Samkvæmt skipaskrá eru rúm 550 þorskígildistonn skráð á Lúkas ÍS, rúm 450 tonn af þorski og tæplega 120 tonna ýsukvóti. Álfsfell var stofnað árið 2002 og hafði keypt til sín aflaheimildir á árunum fram að bankahruninu. Félagið hefur einnig verið með áframeldi á þorski í Skutulsfirði og notað til þess bátinn Bjargey ÍS. Hallgrímur segir Álfsfell ætla að reka áfram þorskeldið. "Áframeldið er nú í raun eini hluti Álfsfells sem enn er í rekstri. Rekstrarskilyrði eru hins vegar erfið í þessu, eins og í öðrum greinum nú um stundir, en vonandi tekst að tryggja reksturinn áfram," segir Hallgrímur.

17.03.2011 18:00

Tankskip rak á land

skipini.fo

Tangskip rikið á land
Skrivað hevur Kiran Jóanesarson   
hósdagur, 17. marts 2011 16:34


Mikudagin 16. mars var nógvur vindur á vesturstrondini í Marokko, skip í lógu til akkers komu í trupuleikar av nógva vindinum.

168 metur langa farmaskipið Inspiration 1 fór at dríva, og hóvast bæði akkerini vóru úti rak tað á land, danska tangaskipi Robert Mærsk lá eisini
til akkers fór eisini at dríva, men har eydnaðist at fáa akkerið upp, og halda til havs, í morgun er aftur av fagrasta veðri á leiðini út fyri Jorf Lasfar í Marokko.
Inspiration 1 er flagga í Panama, og manningin kemur øll frá Filipinunum.
Myndin er tilvildarlig vald.

17.03.2011 17:00

Engersy Lord


                Engersy Lord ex Lord Supplin © mynd í eigu Einars Arnar Einarssonar

17.03.2011 15:07

Grímur AK 11


        6562. Grímur AK 11 og Elliði GK 445, í Akraneshöfn © mynd Magnús Þór Hafsteinsson, 1996

17.03.2011 15:00

Fiskistofa greip nokkra glóðvolga í Sandgerði

Nú fyrir örfáum dögum greip Fiskistofa nokkra brotlega í Sandgerðishöfn og með aðstoð lögreglu voru mennirnir kærðir. Samkvæmt heimildum mínum, voru hinir brotlegu öruggir um að Fiskistofa væri enn með ákveðna báta í einelti í Keflavík og Njarðvík, eins og ég sagði frá fyrir stuttu og tóku því áhættu., Eftir viðkomandi skrif hér á síðunni um einelti stofunarinnar slökuðu eftirlitmennirnir á eineltinu og skoðuðu fleiri hafnir og gripu þá þess í Sandgerði glóðvolga. Nánar um málið síðar.

17.03.2011 14:45

Bjarni Ólafsson AK 70


                           2287. Bjarni Ólafsson AK 70 © mynd Faxagengið

17.03.2011 10:54

Aðrir en skipstjóri og útgerðarmaður mega taka afla fram hjá vigt

Óvæntur dómur féll rétt fyrir jól varðandi það þegar menn eru að taka sér í soðið eða fara með afla í land, án þess að vigta hann. Eins og sést í dómi þessi gildir bann við þessu aðeins þegar í hlut eiga skipstjóri eða útgerðarmaður, en ekki aðrir skipshafnarmeðlimir. Annars er dómurinnn svohljóðandi:


D Ó M U R

Héraðsdóms Norðurlands vestra 16. desember 2010 í máli nr. S-117/2010:

  Ákæruvaldið
(Björn Hrafnkelsson fulltrúi)

gegn

Erni Steinar Viggóssyni og
X
(Guðmundur Ágústsson hrl.)

 A

Mál þetta, sem þingfest var og dómtekið 1. desember sl., er höfðað af lögreglustjóranum á Blönduósi með ákæru 11. nóvember 2010 á hendur Erni Steinari Viggóssyni, fæddum 10. desember 1983, til heimilis að Brekkubyggð 23, Blönduósi og X

  1. Á hendur Erni Steinari:

,,fyrir brot á lögum um nytjastofna sjávar með því að hafa laugardaginn  29. maí 2010, sem háseti á fiskiskipinu Stefáni HU-38, sk.nr. 616, selt Jóhannesi Þórðarsyni, kt. 020545-3219, a.m.k. 150 kg. af skarkola fyrir 20.000 kr., án þess að búið væri að vega aflann á löggilta hafnarvog, en með þessu var umræddum afla sem landað var þennan dag, skotið undan vigtun á hafnarvog.

Telst þetta varða við 1. mgr. 6. gr. laga nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, sbr. 1. mgr. 6. gr. reglugerðar nr. 224/2006, um vigtun og skráningu sjávarafla.

  1. Á hendur X fyrir brot [...]

Þess er krafist að ákærðu verði dæmdir til refsingar samkvæmt 1. mgr. 23. gr. laga nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofan sjávar, sbr. 1. mgr. 63. gr. reglugerðar nr. 224/2006, um vigtun og skráningu sjávarafla.

Þá er þess krafist að ákærðu verði dæmdir til greiðslu alls sakarkostnaðar."

B

Ákærði X sótti þing og neitaði sök þegar málið var þingfest 1. þessa mánaðar. Örn Steinar sótti hins vegar ekki þing og boðaði ekki forföll. Dómari ákvað þá að kljúfa þátt ákærða [...] frá þætti ákærða Arnar Steinars. Hér er því eingöngu til umfjöllunar brot ákærða Arnars Steinars. Þar sem ákærði Örn Steinar sótti ekki þing og boðaði ekki forföll þegar málið var þingfest er farið með þátt hans í samræmi við ákvæði 1. mgr. 161. gr. laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála enda er þess getið í fyrirkalli sem birt var fyrir ákærða sjálfum á lögmætan hátt 19. nóvember sl. að svo mætti fara með málið.

Þar sem ákærði hefur ekki látið málið til sín taka verður með vísan til þess sem að framan er rakið að líta svo á að hann viðurkenni háttsemi þá sem honum er í ákæru gefin að sök.

Í máli þessu er ákærða gefið að sök brot gegn lögum um umgengni um nytjastofna sjávar nr. 57/1996 og reglugerð nr. 224/1996 um vigtun og skráningu sjávarafla eins og nánar er lýst í ákæru. Í 1. mgr. 6. gr. áðurnefndra laga um vigtun og skráningu sjávarafla er m.a. mælt fyrir um að allur afli skuli veginn á hafnarvog í löndunarhöfn þegar við löndun aflans án þess að tilgreint sé hver beri ábyrgð á því að afli sé veginn. Þá segir í 1. mgr. 9. gr. laganna að skipstjóra fiskiskips sé skylt að halda afla um borð í skipi sínu aðgreindum eftir tegundum. Þá er þar lögð sú skylda á skipstjóra fiskiskips að láta vigta hverja tegund sérstaklega. Í 2. gr. reglugerðar um vigtun og skráningu sjávarafla nr. 224/2006 segir að skipstjóri fiskiskips beri ábyrgð á að afli skipsins sé veginn samkvæmt ákvæðum reglugerðarinnar. Ákvæði eru í 10. gr. nefndra laga nr. 57/1996 um að ökumanni sem flytur óveginn afla skuli aka rakleiðis frá skipshlið að hafnarvog. Í 12. gr. laganna segir að kaupandi afla skuli ganga úr skugga um að afli sem hann tekur við hafi verið veginn samkvæmt gildandi reglum um vigtun sjávarafla. Þá eru í 24. gr. laganna ákvæði er heimila að lögaðila sé gert að greiða sekt fyrir brot gegn lögunum.

Af gögnum málsins verður ekki annað ráðið en ákærði hafi tekið það upp hjá sjálfum sér, án samráðs við skipstjóra, útgerðaraðila eða aðra, að selja nafngreindum manni a.m.k. 150 kg af skarkola. Sló hann þannig eign sinni á fiskinn og fénýtti sér án nokkurrar heimildar frá skipstjóra eða útgerðarmanni. Að framan eru í aðalatriðum rakin þau ákvæði laga um umgengni nytjastofna sjávar sem mæla fyrir um hverjir hafi skyldum að gegna þegar kemur að vigtun sjávarafla. Með vísan til þess verður ekki ráðið að það hafi verið í verkahring ákærða eða á hans ábyrgð að sjá til þess að afli Stefáns HU-38 sem komið var með að landi 29. maí 2010 yrði veginn við löndun. Sú háttsemi hans að selja fiskinn án nokkurrar heimildar varðar ekki við þau lagaákvæði sem vísað er til í ákæru. Honum er ekki gefið að sök að hafa með ólögmætum hætti slegið eign sinni á fiskinn og verður því ekki hjá því komist með vísan til 180. gr. laga um meðferð sakamála að sýkna hann af kröfum ákæruvaldsins.

Sakarkostnaður hefur ekki fallið til við meðferð málsins.
Af hálfu ákæruvaldsins sótti málið Björn Hrafnkelsson fulltrúi lögreglustjórans á Blönduósi.
Halldór Halldórsson dómstjóri kveður upp dóm þennan.

Dómsorð:

Ákærði, Örn Steinar Viggósson, er sýkn af kröfum ákæruvaldsins í máli þessu.  

 

17.03.2011 10:00

Birtingur NK 119 / Erika GR 18-119
                                                 1807. Birtingur NK 119


                Erika GR 18-119 ex 1807. Birtingur NK 119 © myndir Faxagengið

17.03.2011 09:00

Víkingur AK 100


                           220. Víkingur AK 100 © mynd Faxagengið, 25. feb. 2011