Færslur: 2011 Mars

12.03.2011 16:00

Kap VE 4
                      2363. Kap VE 4 © myndir Svafar Gestsson, í feb. 2011

12.03.2011 15:00

Hvanney SF 51
                    2403. Hvanney SF 51 © myndir Svafar Gestsson, feb. 2011

12.03.2011 14:00

Karlinn á Reykjanesi


             Reykjanestáin, og Karlinn lengst til hægri © mynd Svafar Gestsson, 2011

12.03.2011 13:00

Týr og þyrla út af Reykjanesi


    Á tveimur efri myndunum sést þyrla fyrir ofan 1421. Tý, en á þeirri neðstu er hún að koma að skipinu. Á þeirri mynd sést líka í einhvern bát, í þessu tilfelli Eriku GR 18-119, en á miðnætti í nótt kemur myndasyrpa af þeim báti, hér á síðunni © myndir Svafar Gestsson, út af Reykjanesi 2011

12.03.2011 10:00

Friðrik Sigurðsson ÁR 17 á veiðum og Öræfajökull/ Hvannadalshnúkur í gær

Eins og flest loðnuskipin hafa þeir á Jónu Eðvalds lokið vertíð sinni að þessu sinni og á leið þeirra austur  til heimahafnar tóku þeir smá hring í kringum Friðrik Sigurðsson þar sem hann var á dragnótaveiðum í blíðuni suður af Öræfajökli og sendi Svafar Gestsson mér þessa skemmtilegu myndasyrpu af því.


                          1084. Friðrik Sigurðsson ÁR 17, á dragnótaveiðum í gær


                                                  Jón Árni í glugganum


      Öræfajökull / Hvannadalshnúkur © myndir Svafar Gestsson, í gær 11. mars 2011

12.03.2011 09:45

Rússneskur ísbrjótur
    Rússneskur ísbrjótur við bryggju í Longyearbyen á Svalbarða © myndir Magnús Þór Hafsteinsson

12.03.2011 00:25

Beitir NK 123


                                                  Barkinn gerður klár


                                                Barkinn sendur yfir


                                                  Dælt yfir í Beiti


                                                  Flekkifjord smíði


           2730. Beitir NK 123 © myndir Svafar Gestsson, á loðnumiðunum í feb. 2011

11.03.2011 23:00

Höfrungur AK 91
                    1413. Höfrungur AK 91 © myndir Magnús Þór Hafsteinsson

Smíðanúmer 620 hjá Baatservise Verft A/S, Mandal Noregi 1975. Átti að verða sá síðasti í röðinni af fjórum raðsmíðaskipum fyrir íslendinga, en hin voru Skarðsvík SH, Gullberg VE og Huginn VE. Þrátt fyrir smíðanúmer fór svo að þetta skip kom á undan Skarðsvíkinni hingað til lands.

Kom í fyrsta sinn til Akraness 20. feb. 1975 og landaði sínum fyrsta farmi (síld) í Reykjavík 26. sama mánaðar.

Yfirbyggður og lengdur 1977. Lengdur aftur 1988.

Nöfn: Árni Sigurður AK 370, Sigurfari AK 95, Höfrungur AK 91, Arnþór EA 116, Arnþór EA 16 og Harpa VE 25.

Seldur til Danmerkur í brotajárn í júní 2005.

11.03.2011 22:00

Fallegur bátur með sál

Ummæli Guðna Ölverssonar, eða Dunna eins og hann er kallaður meðal vina sinna, eru þessi á síðu hans: ,,Danirnir eru duglegir við að gera upp gamla fiskibáta og breyta þeim í fljótandi sumarbústaði. Þetta er einn slíkur. Sérlega vel hirtur og "fallegur" bátur með sál"


                                             © mynd Guðni Ölversson

11.03.2011 21:30

Reykjanesið


                             Reykjanesviti fyrir miðju og Karlinn lengst til hægri


              Reykjanes, Reykjanesvirkjun fyrir miðju © myndir Svafar Gestsson, í feb. 2011

11.03.2011 21:20

Kaffi DUUS

Kaffi Duus

Býður upp á alla daga:

Hádegseðill4-5 fiskréttir, súpa og kaffi fylgir4 kjötréttir, súpa og kaffi fylgir

Sértilboð alla daga: Í hádegi 1 fiskréttur eða 1 kjötréttur verð kr 1.200. Kaffi fylgir með .

Skyndibitaseðill alla daga Hamborgarar ,Samlokur, Steikarlokur ,Kjúklingaborgarar, Pizzur og fleira .

Alla daga Kaffi ,Kakó , Tertur.

Helgartilboð í Mars ForrétturHumarsúpa DuusAðalrétturGrillaður lambahryggsvöðvi m/ ristuðum sveppum og bakaðri kartöflu.Eftirréttur.Volg Súkkulaðiterta m/ rjóma og kaffi Kr 4.550.

Og

ForrétturNauta CarpaccioAðalretturSjávarréttatvenna að hætti Duus m/ ristuðu grænmeti og krydduðum kartöflum.EftirrétturVolg súkkulaðiterta m/ rjóma og kaffiKr.3.550.

Leigjum út sal fyrir hópa, fermingarafmæli , fermingar og fleira. Veisluþjónusta.

Kaffi Duus með alvöru útsýni

duus@duus.is Sími 4217080

11.03.2011 21:16

Frá DUUS húsi

Jæja þá er komið að FYRSTA OG FLOTTASTA B&B matarhittingi og BALLI...í samvinnu við einhleypa á suðurnesjum og félagsvist fyrir einhleypa.

Dyrnar á Duus Hus Keflavík opna kl 19.00 fyrir matargesti þar sem boðið verður upp á indverskt þema, og svo mun ballið byrjar á fullu trukki kl 23.00 þar sem hljómsveit hússins leikur af fingrum fram fram eftir nóttu.

Verð fyrir mat og ball er 2500 krónur (náttúrulega bara djók) og fyrir ballgesti (sem koma þá svangir) 1500 krónur.
Ef áhugi er fyrir hendi væri hægt að ath með taxa á góðu verði fyrir grúbbur/vinahópa sem ætla ekki að klikka á þessu frábæra kvöldi..

Allar nánari uppl. er hægt að fá hjá hinni frábæru Margréti Óskarsdóttur sem er orkuboltinn sem kom með þessa hugmynd og hrinti henni í framkvæmd.
Þið finnið hana hér á síðunni....

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.. með bros á vör.

11.03.2011 20:56

Una SU 3 seld ?

Tók þessar myndir í dag af Unu SU, en ég heyrði í dag að það væri verið að selja hann en veit ekki hvert. Kv Bjarni G
                    1890. Una SU 3 © myndir Bjarni Guðmundsson, 11. mars 2011            
 

11.03.2011 20:04

Reykjanes - Húllið


                            Reykjanes - Húllið © mynd Svafar Gestsson, í feb. 2011

11.03.2011 19:00

Eldey
                           Eldey © myndir Svafar Gestsson, í feb. 2011