Færslur: 2011 Mars

08.03.2011 16:00

Loðnuveiðar við Snæfellsjökul
    Loðnuflotinn að veiðum undan Snæfellsjökli © myndir Svafar Gestsson, 4. mars 2011

08.03.2011 15:00

Kap VE 4 á loðnuveiðum
         2363. Kap VE 4 á loðnuveiðum undan Snæfellsnesi © myndir Svafar Gestsson, 4. mars 2011

08.03.2011 14:35

Sighvatur Bjarnason VE 81


                              2281.Sighvatur Bjarnason VE 81 fremstur á myndinni


         2281. Sighvatur Bjarnason VE 81 o.fl. ónefndir á loðnuveiðum undan Snæfellsjökli © myndir Svafar Gestsson, 4. mars 2011

08.03.2011 09:03

Ekki glæsilegur


        Það er ekki hægt að hrósa þessum fyrir glæsileika © mynd Guðni Ölversson

08.03.2011 08:00

Mia-Malene S 567 frá Skagen


         Mie-Malene  S 567, frá Skagen. Skutur Cristina E, sést ofan við bátinn © mynd Guðni Ölversson, 2011

08.03.2011 07:09

Cristina E frá Fosnavåg, í Noregi


          Cristina E frá Fosnavåg í Noregi, nýsmíði í Skagen © mynd Guðni Ölversson, 2011

08.03.2011 00:28

Ekki svo slæmt

                                          Svona smá grobb

Það getur varla talist slæmt að vera kominn með rúma milljón flettingar og 211 þúsund gesti á aðeins 17 mánuðum.


Skrifa þetta þó ég viti að það hlaupi þá hland fyrir brjóstið á einhverjum öfundsverðum, sem þá sendir mér örugglega tóninn á einhverri síðunni.

08.03.2011 00:00

Einn túr eftir


Óðinn Magnason tók nokkrar myndir af Hoffellinu á leið til Fáskrúðsfjarðar þann 6. mars sl. þe. á sunnudag
                             Öslandi milli land og Skrúðs.

                                                    Aðeins niður að aftan.

                                    Og stinga sér smá.

                             Kominn inn á fjörð.
                      Kemur að bryggju smá bið þar.

                                Aðeins verið að skola Allana.

      Þessir þurfa að færa að sig kannski bara inn á Sumarlínu.

                                                Og pabbi kominn heim jíbbí.

                                      © myndir Óðinn Magnason, 6. mars 2011

07.03.2011 23:00

Afli og veiðarfæri


    Tekið um borð í Jónu Eðvalds SF 200, á loðnuveiðum 2011 © myndir Svafar Gestsson

07.03.2011 22:00

Um borð í Jónu Eðvalds SF

Eins og ég sagði frá fyrr í dag, lét Svafar Gestsson mig hafa mikinn slatta af myndum, er ég heimsótti hann um borð í morgun. Myndir þessar eru frá lífinu um borð, af öðrum skipum, landslagi o.fl. allt mjög skemmtilegar myndir þó hver á sinn máta.
Núna í kvöld birti ég myndir teknar um borð í Jónu Eðvalds, fyrst að skipsfélögunum við ýmis störf og síðan af veiðarfærum og loðnu.
Þessar 8 myndir sem birtast nú af mannskapnum, eru langt í frá tæmandi, því fleiri myndir eiga eftir að birtast, en af þessum 8 myndum nú eru aðeins þrjá nafngreindar, en hinar ekki. Gjörið þið svo vel, nú hefst veisla sú sem Svafar hefur boðið okkur upp á og verður til sýnist nú um tíma í bland við annað efni.


                                                                Stebbi


                                                  Drammerinn


                                                         Jökull og Kiddi


             Um borð í 2618. Jónu Eðvalds SF 200 © myndir Svafar Gestsson, 2011

07.03.2011 21:00

Anna og Polesie

Sökum veðurs hafa þrjú flutningaskip verið ýmist í Keflavíkurhöfn eða fyrir utan hana og samkvæmt því sem sagt er frá á AIS eru þau í raun bara í Keflavík veður síns vegna, en hvorki taka þar farm né losa.
Við bryggju er Hav sund sem á að fara að Reykhólum, þá hefur Polesie legið í nokkra daga, en það var að losa á Grundartanga og fór eftir hádegi í dag áleiðis til Noregs. Í nótt bættist við Anna, sem samkvæmt AIS var á leið yfir Faxaflóa þegar því var snúið við og mun eiga að fara á Hornafjörð.
Síðdegis í dag  fóru bæði Anna og Hav sund úr Stakksfirði og yfir á næsta áfangastað.


                                                              Anna


           Anna og Polesie, á Stakksfirði í morgun © myndir Emil Páll, 7. mars 2011

07.03.2011 20:00

Ásgrímur Halldórsson SF 250


   2780. Ásgrímur Halldórsson SF 250, í Helguvík í dag © mynd Emil Páll, 7. mars 2011

07.03.2011 19:00

Sóley Sigurjóns GK 200 og Berglin GK 300

Þessir tveir togarar frá Nesfiski voru í dag við sömu bryggjuna í Njarðvíkurhöfn. Sóley Sigurjóns GK 200 og Berglín GK 300 og þó ótrúlegt sé þá var stutt í þann þriðja, Baldvin Njálsson GK 400, en hann var í vari úti í Garðsjó, fram undir hádegi.
            2262. Sóley Sigurjóns GK 200 og 1905. Berglín GK 300, í Njarðvíkurhöfn í dag © myndir Emil Páll, 7. mars 2011

07.03.2011 18:00

Hornfirðingar í Helguvík

Það er nú frekar sjaldgæf sjón nú til dags að sjá hornfirsk skip landa í Helguvík, en nú eru í dag tvö hornfirsk skip og bæði frá sömu útgerðinni þar að landa, eða bíða eftir löndun


    Hornfirsku skipin í Helguvík í dag: 2618. Jóna Eðvalds SF 200 og 2780. Ásgrímur Halldórsson SF 250 © mynd Emil Páll, 7. mars 2011

07.03.2011 17:00

Flott syrpa af Hoffelli SU 80

Myndasyrpa sú sem Óðinn Magnason tók í gær af Hoffelli SU 80 og ég birti myndir af í gærkvöldi er mjög flott svo ekki sé meira sagt. Á miðnætti birti ég hluta úr syrpunni og nú birtast enn aðrar einnig.
            2345. Hoffell SU 80, á leið inn til Fáskrúðsfjarðar í gær © myndir Óðinn Magnason, 6. mars 2011