Færslur: 2011 Mars

19.03.2011 19:00

Dóri GK 42 tók niðri

Dóri GK 42 tók niðri í nótt eða morgun í Sandgerðishöfn rétt áður en hann fór til veiða. Óttast er að einhverjar skemmdir hafi orðið á skrúfu bátsins. Síðast er ég frétti stóð til að kafari myndi skoða bátinn, eftir að hann kom í land aftur.
       2622.  Dóri GK 42, eftir að hafa landað síðdegis í Sandgerði í dag og var að færa sig til í höfninni © mynd Emil Páll, 19. mars 2011

19.03.2011 18:00

Baldur KE - 50 ára

Í dag eru liðin 50 ár frá því að Baldur KE 97 sigldi nýr inn til Keflavíkur í fyrsta sinn, en það var 19. mars 1961.


                                         311. Baldur KE 97, í Grófinni Keflavík


                                         Afmælisfáninn sem blakti í dag á bátnum
                                             © myndir Emil Páll, 19. mars 2011

19.03.2011 17:00

Mikið hugsi

Ekki veit ég hvort ég hafi mátt taka þessa mynd úr albúminu, en í prakkaraskap gerði ég það þó


               Þorgrímur Ómar Tavsen, mikið hugsi, hehhe © mynd úr safni hans

19.03.2011 16:00

Svalan SK 37
                        6806. Svalan SK 37 © myndir Þorgrímur Ómar Tavsen


19.03.2011 15:00

Svalan SK 37 á rassgatinu

Hér sjáum við þegar Svalan SK 37 kom bókstaflega á rassgatinu til hafnar, enda með 5 tonn afla um borð. Fiskinn sótti hún út á Skagagrunn og að venju er hægt að sigla bátnum á 20 mílna hraða, en sökum hleðslunnar var hraðinn í þessari ferð aðeins 5-6 mílur.

Í næstu færslu á eftir koma fleiri myndir frá bátnum, en þó við annað tækifæri.
                      6807. Svalan SK 37 © myndir í eigu Þorgríms Ómars Tavsen.

19.03.2011 14:30

Bergey SK 7

Þessi bátur er til ennþá, að vísu undir öðru nafni, en hér sjáum við hann þegar nýbúið var að lengja hann og hann var gerður út frá Hofsósi. Síðan var hann styttur aftur, svo hægt væri að gera hann út á grásleppu og ef ég man rétt þá hefur hann aftur verið lengdur.
                         2018. Bergey SK 7 © myndir Þorgrímur Ómar Tavsen

19.03.2011 13:00

Hafrún / Straumey og að innan

Hér sjáum við farþegabát sem bar nafnið Hafrún, meðan hann var gerður út í ferðaþjónustu í Stykkishólmi, en eftir að hafa verið seldur í Skagafjörðinn fékk báturinn nafnið Straumey. Einnig eru nokkrar myndir sem sýna bátinn að innan.


                                    1919. Hafrún, í Stykkishólmi


                                                       1919. Hafrún


                                          1919. Straumey, á Hofsósi


                   Sama mynd og fyrir ofan, bara svolítið stækkuð


                           1919. Straumey, með fjölda ferðalanga, á Hofsósi


                 Séð inn í 1919. Straumey © myndir Þorgrímur Ómar Tavsen

19.03.2011 12:00

Sjöfn SK 7


       6823. Sjöfn SK 7 ex RE 29 © mynd Þorgrímur Ómar Tavsen, fyrir mörgum árum, eins og allar þær 72 myndir sem koma nú, eða hafa komið síðan í gærkvöldi og eru úr myndaalbúmi Þorgríms Ómars

19.03.2011 11:00

Faxavík GK 727 / Berghildur SK 137


                   1564. Faxavík GK 727


       1564. Faxavík GK 727, með mikinn fisk á dekki


                        Góður rækjuafli á 1564.


     Þorgrímur Hermannsson við hliðina á 1564. Berghildi SK 137
                © myndir í eigu Þorgríms Ómars Tavsen

19.03.2011 10:00

Þórey ÞH 11


                          1432. Þórey ÞH 11 © mynd Þorgrímur Ómar Tavsen

19.03.2011 09:42

Arnar HU 38 / Arnar SK 237


                                                 528. Arnar HU 38


                                     528. Arnar HU 38


                                                    528. Arnar SK 237


     528. Arnar SK 237 © myndir Þorgrímur Ómar Tavsen

19.03.2011 00:00

3. hl. Grænlandsferðar með Valþóri NS 123


                     Frá Grænlandi 3. hl. © myndir Jón Steinar, í ágúst 2009

18.03.2011 23:00

Halldór NS 302 og Sjöfn NS 123


         1928. Halldór NS 302 og 2004. Sjöfn NS 123, á Bakkafirði fyrir þó nokkrum árum © mynd Þorgrímur Ómar Tavsen

18.03.2011 22:00

Fram ÞH 62
        1999. Fram ÞH 62 ex Sigurvin GK 51 © myndir í eigu Þorgríms Ómars Tavsen

18.03.2011 21:00

P 960 sást ekki í ratsjá

Þetta skip sem hafði viðkomu i Reykjavík á árinu 2001 var smíðað með það fyrir augum að það kæmi ekki fram á ratsjá og gæti því ferðast án þess að aðrir sæju það. Ekki bara að það var í felulitum, heldur eitthvað annað sem olli þessu.

Varðandi myndir þær sem nú birtast í kvöld og a.m.k. á morgun og eru merktar Þorgrími Ómari Tavsen, eru allar nokkra ára gamlar og koma úr safni hans og eru ýmist teknar af honum eða öðrum.
                P 960, í Reykjavíkurhöfn © myndir Þorgrímur Ómar Tavsen, árið 2001

Á Facebookinu benti Guðmundur ST. Valdimarsson á eftirfarandi um skip þetta: Ef ég man rétt þá heitir þessi bátur KNM Skjold P-960 og er norskur í húð og hár KNM stendur fyrir Kongelig Norsk Marine