Færslur: 2011 Mars

20.03.2011 18:20

Bergvík KE 55


                 323. Bergvík KE 55 © mynd Snorrason


             323. Bergvík KE 55 © mynd Snorrason

Smíðaður í Nyborg, Danmörku 1960, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar og kom til Keflavíkur 2. mars 1960.

Úreldur 30. des. 1992 og lá við bryggju í Reykjavík þar til að hann var endurskráður í júlí 1994 sem skemmtibátur og siglt frá Reykjavík 29. júlí 1994  til Englands þar sem setja átti á bátinn siglutré og breyta í tveggja metra skútu og sigla þaðan til Karabíska-hafsins.  
 
Hef engar upplýsingar um hann eftir að hann fór frá Reykjavík sem Sædís, nema hvað hann var afskráður úr íslenskri skipaskrá 25. júní 1998.

Nöfn: Bergvík KE 55, Jóhanna ÁR 206, Njörður ÁR 38, Jóhanna ÁR 38, Sædís ÁR 38 og Sædís.

20.03.2011 17:00

Sæbjörg


                               229. Sæbjörg © mynd Snorrason

Smíðanúmer 107 hjá Aalborg Værft, Aalborg, Danmörku 1951.

Skipið var varðskip, síðar skóla- og björgunarskip, en eftir það hófst furðulegur þáttur með skipið. Raunar hófst þetta áður en það varð skólaskip, því einstaklingar eignuðust ksipið og ætluðu að græða á endursölu þess, en fenguð það þó í raun aldrei í hendurnar. Ríkissjóður seldi síðan Slysavarnafélaginu skipið á 1000 kr.
Eftir að það hætt sem skólaskip stóð til að gera úr því fljótandi hótel og veitingahús, staðsett í Húsavíkurhöfn, en vegna aðstöðuleysis á Húsavík var það fært til Hafnarfjarðar 11. nóv. 1999 og síðan til Reykjavíkur 27. júní 2001.
Þá var tekin ákvörðun um að nota það sem diskótek við Ibiza og síðar sem safn um þorskastríðið í Skotlandi.
Skipið er það fyrsta í heiminum sem hlýtur gyllingu með vörubílalakki, en það var gert í Reykjavíkurhöfn 2002.
Ekkert varð úr þessum áformum og síðar var það notað í kvikmyndagerð í Hvalfirði og að lokum lagt við bryggjuna í Gufunesi, þar sem lítil prýði er af þessu fræga skipi.

Nöfn: Þór, Sæbjörg og Thor og leikaranafnið Hrefna

20.03.2011 16:00

Albert Ólafsson KE 39


                      256. Albert Ólafsson KE 39 © mynd Pétur Waldorff Karlsson


         256. Albert Ólafsson KE 39, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll

Smíðanúmer 76 hjá Flekkefjord Slipp & Maskifabrikk A/S, Flekkifjord, Noregi 1964, eftir teikningu Sig. Þór.  Yfirbyggður við bryggju í Sandgerði 1976 og var þó fyrsta skipið sem Vélsmiðjan Hörður byggði yfir. Breytt og lengdur í Dröfn, Hafnarfirði 1992.

Eigendur Alberts Ólafssonar KE 39 skráðu bátinn um tíma með HF númeri og heimahöfn í Hafnarfirði í mótmælaskyni við Kristján Gunnarsson formann VSFK og aðra ráðamenn í Keflavík.

Nöfn:  Ólafur Friðbertsson ÍS 34, Albert Ólafsson KE 39, Albert Ólafsson HF 39 og aftur Albert Ólafsson KE 39, Kristrún RE 177 og núverandi nafn er Kristrún II RE 477

20.03.2011 15:00

Stjarnan RE 3 / Jón Bjarnason SF 3


                         202. Stjarnan RE 3 © mynd Snorrason


              202. Jón Bjarnason SF 3 © mynd Snorrason

Smíðaður í Hallevikstrand, Svíþjóð 1947, eftir teikningu Þorsteins Daníelssonar.

Strandaði og sökk 13. okt. 1982 við Papey.

Nöfn: Stjarnan RE 3, Svalan RE 3 og Jón Bjarnason SF 3

20.03.2011 14:00

Erlingur GK 212


               78. Erlingur GK 212 © mynd Snorrason

Einn hinna svo nefndu tappatogara frá Stralsundi, Austur-Þýskalandi 1959. Var fyrst fiskiskip, síðar hafrannsóknarskip og aftur fiskiskip.

Þetta skip er sá eini af þeim 12 systurskipum sem enn er til hér á landi.

Smíðanúmer 410 hjá V.E.B. Volkswert Stralsund. Yfirbyggður 1979. Endurbyggður á Ísafirði 1986.

Komst á spjöld sögunnar er hann í janúar 1999 var gerður út kvótalaust til þess eins að fá á sig dóm.

Seldur úr landi til niðurrifs í Esbjerg Danmörku í júní 2008, en fór aldrei.

Nöfn:  Hafþór NK 76, Hafþór RE 75, Haffari SH 275, Haffari GK 240, Haffari ÍS 430, Haffari SF 430, Erlingur GK 212,  Vatneyri BA 328 og núverandi nafn: Ísborg ÍS 250

20.03.2011 13:00

Jón Trausti ÞH 52


                76. Jón Trausti ÞH 52 © mynd Snorrason

Einn hinna svonefndu Tappatogar sem smíðaðir voru í Stralsund, Austur-Þýskalandi 1959. Stækkaður 1966. Endur- og yfirbyggður hjá Slippstöðinni 1982.

Sökk austur af Aberdeen 27. nóv. 2008, en þá var verið að draga hann til niðurrifs erlendis. Hafði hann þá legið sem árum skiptir í Hafnarfirði.

Nöfn:  Jón Trausti ÞH 52, Hafrún ÍS 400, Hinrik KÓ 7, Danni Péturs KÓ 7, Danni Péturs KE 175, Frigg BA 4, Helgi S. KE 7, Einir HF 202, Einir GK 475, Mummi GK 120, Særún GK 120, Særún HF 4, Kristján ÓF 51, Njarðvík GK 275, Tjaldur RE 272

20.03.2011 12:00

Guðmundur Þórðarson RE 70


                      66. Guðmundur Þórðarson RE 70 © mynd Snorri Snorrason


      66. Guðmundur Þórðarson RE 70 - mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness


            66. Guðmundur Þórðarson RE 70 í höfn í Keflavík © mynd Emil Páll

Smíðanúmer 10 hjá Haugsdal, í Stusshamn, Noregi 1957. Dæmdur ónýtur í okt. 1979 og dregin erlendis til niðurrifs.

Nöfn: Guðmundur Þórðarson RE 70, Valafell SH 227 og aftur Guðmundur Þórðarson RE 70

20.03.2011 11:00

Berghildur SK 137


     Góð veiði, á ýmsum veiðarfærum hjá 1581. Berghildi SK 137 © myndir í eigu Þorgríms Ómars Tavsen

20.03.2011 10:00

Stuðlafoss ex Hofsjökull


      1494. Stulafoss, í Hafnarfjarðarhöfn annað hvort 1997 eða ' 98 © mynd Magnús Þór Hafsteinsson

Smíðanúmer 176 hjá Kanda Shipbulding Co Ltd, Kure, Japan 1973 og var afhent í sept. 1973.

Var talið hraðskreiðasta kaupskip ísl. flotans, gekk 21 mílu.

Selt úr landi til Noregs í mars 1998. Skipið var rifið 16. júní 2005

Nöfn: Satsu Maru No.58, Maco Viking, Hofsjökull, Stuðlafoss, Northern Reefer, Saint Anthony og Horny

20.03.2011 09:26

Þjótur hjálpar Oratank

Danska lýssiskipið Oratank var frá Greena, en saga Þjóts kemur fram undir myndunum, svo og umsögn um togarana tvo sem sjást einnig á myndinni.


    Danska lýsisskipið Oratank, 2052. Þjótur, 1471. Ólafur Jónsson GK 404 og 1342. Sveinn Jónsson KE 9, á Akranesi vorið 2000


         2052. Þjótur dregur Oratank út höfnina © myndir Magnús Þór Hafsteinsson

Báðir togararnir og hafnsögubáturinn eru enn til, en saga þeirra kemur fram hér:

1342. Sveinn Jónsson KE 9
Smíðanúmer 53 hjá Storviks,  Mek. Verksted A/S, Kristjansund, Noregi 1973. Var komið með nafn þegar það var keypt hingað til lands.
Selt til Cape Town í Suður-Afríku í júní 2006 og er þar til ennþá.
Nöfn: Afford, Dagstjarnan KE 9, Sveinn Jónsson KE 9 og núverandi nafn: Sveinn Jónsson OTA-747-D  (Stutt er síðan ég birti hér nákvæmari og meiri sögu þessa togara, hér á síðunni)


1471. Ólafur Jónsson GK 404
Smíðanúmer B/402/1 hjá Stocznia im. Komuny, Paryskiney,  Gdynia Póllandi 1976. Lengdur í Póllandi 1989.
Seldur út landi til Rússlands í ágúst 1998 með heimahöfn í Murmansk, en landar þó reglulega í Hafnarfirði.
Nöfn: Ólafur Jónsson GK 404 og Viking

2052. Þjótur
Smíðaður á Akranesi 1990 og hefur alltaf borið sama nafnið.

20.03.2011 00:00

4. hl. Grænlandsferðar með Valþóri NS 123


                            4. hl. frá Grænlandi © myndir Jón Steinar, í ágúst 2009

19.03.2011 23:00

Blámi


                 6266. Blámi, í Keflavík í dag © mynd Emil Páll, 19. mars 2011

19.03.2011 22:00

Snót SH 96
             7055. Snót SH 96, í Keflavík í dag © myndir Emil Páll, 19. mars 2011

19.03.2011 21:00

Muggur KE 57


         2771. Muggur KE 57, í Sandgerðishöfn í dag © mynd Emil Páll, 19. mars 2011

19.03.2011 20:00

Særif SH 25

Eins og áður hefur komið fram hér á síðunni hafa þrír SH bátar, Hamar, Kristinn og Tryggvi Eðvarðs landað í Sandgerði undanfarna daga og nú hefur Særif bæst i hópinn.
         2657. Særif SH 25, í Sandgerði í dag © myndir Emil Páll, 19. mars 2011