Færslur: 2011 Mars

14.03.2011 19:00

Hrafn GK 111, Barði NK 120 og Arnar HU 1
      
      1628. Hrafn GK 111 (sá blái sem er næst okkur), 2265. Arnar HU 1 (sá græni sem er aðeins lengra frá okkur) og síðan er það 1976,. Barði NK 120 sem er lengst frá © myndir Emil Páll, 14. mars 2011

14.03.2011 18:00

Kristín ÞH 157
            972. Kristín ÞH 157, í Keflavík í dag © myndir Emil Páll, 14. mars 2011

14.03.2011 17:31

Ætlaði Arnar HU í Grófina?

Í morgun voru stanslausar hringingar til mín til að segja mér að togarinn Arnar HU væri nánast kominn að innsiglingunni í Grófina. Þar sem ég var upptekin við annað komst ég ekki strax á staðinn og ekki fyrr en togarinn var aðeins kominn frá Grófinni, en engu að síður inni á Keflavíkinni og tók ég myndir af því.
Erindi togarans var að senda tuðru frá sér inn í Gróf til að ná í viðgerðarmann sem fór um borð og síðdegis sótti síðan lóðsbáturinn Auðunn manninn frá borði.

Birti ég nú myndasyrpu af togaranum á Keflavíkinni og svo einni mynd af því þegar Auðunn er á leið út í togarann að sækja manninn.


           2265. Arnar HU 1, inni á Keflavíkinni í mogun og er Hólmsbergið í baksýn


     2043.  Auðunn á leið út í 2265. Arnar HU 1, síðdegis í dag © myndir Emil Páll, 14. mars 2011

14.03.2011 17:04

Fjölnir SU 57, Sóley Sigurjóns GK 200 og Berglín GK 300


      237. Fjölnir SU 57, 2262. Sóley Sigurjóns GK 200 og 1905. Berglín GK 300 um kl. 8 í morgun í Njarðvikurhöfn © mynd Emil Páll, 14. mars 2011

14.03.2011 14:40

Eldur í Fylki KE 102

Þann 8. mars sl. sagði ég frá því að eldur hafi kviknað þá um nóttina um borð í Sturlu GK 12 fið bryggju Í grindavík og ekki hafi neinn orðið eldsins var fyrr en komið var um borð að morgni. Nú er komið í ljós að þessa sömu nótt kom upp eldur í öðru skipi við bryggju á Suðurnesjum, en þar var um að ræða Fylki KE 102, sem lá í Grófinni. Eins og með Sturlu varð enginn var við eldinn um nóttina og slokknaði hann að sjáfum sér, sökum súrefnisskorts og því var slökkvilið aldrei kallað á vettvang.

Eldurinn í Fylki uppgötvaðist er eigandi bátsins kom um borð morguninn eftir og er ljóst að hann hefur komið upp við reykrörið og eru töluverðar skemmdir á bátnum. Hafa tækin verið flutt í land þar sem verið er að skoða hvort hægt er að bjarga þeim, eða hvort kaupa verði ný. Þá hafa í allan dag unnið hreingerningaflokkur við að þrífa bátinn, en stefnt er að koma honum sem fyrst á grásleppuveiðar og munu frekari viðgerðir því bíða, en þó verður að þrifa og gera við tækin.

Eigandi bátsins Gísli Garðarsson hefur lánað mér myndir sem hann tók af skemmdunum og birti ég þær hér með, auk mynda sem ég tók í morgun af bátnum og bílaflota hreingerningahópsins í Grófinni.
    Eins og sést á þessum myndum er bæði um að ræða bruna- og sótskemmdir í bátnum © myndir Gísli Garðarsson


                                      1914. Fylkir KE 102, í Grófinni í morgun


             Þrír af fjórum bílum hreingerningafyrirtækisins,sem voru í Grófinni í morgun © myndir Emil Páll, 14. mars 2011

14.03.2011 14:14

Hrafn (föðurlausi) GK 111


    1628. Hrafn (föðurlausi) GK 111 utan við Njarðvik í morgun © mynd Emil Páll, 14. mars 2011

14.03.2011 13:06

Hætti við að sigla inn í höfnina

mbl.is:

Bjarni Sæmundsson treysti sér ekki að leggja að bryggju í Siglufirði í morgun. stækka

Bjarni Sæmundsson treysti sér ekki að leggja að bryggju í Siglufirði í morgun. mbl.is/Sigurður Ægisson

Rannsóknarskip Hafrannsóknarstofnunar, Bjarni Sæmundsson, neyddist til að hætta við að leggja að bryggju á Siglufirði í morgun vegna veðurs.

Skipið ætlaði að landa afla sem skipið hafði fengið í leiðangri norður af landinu. Skipið snéri hins vegar frá bryggju vegna veðurs og ölduhæðar og lónar nú úti fyrir ströndinni.

Mjög vont sjóveður hefur verið við landið síðan í gær og horfur eru á áframhaldandi brælu.

14.03.2011 12:58

Teppahreinsun í Grófinni

Þennan bílaflota frá hreingerningarfyrirtæki mátti sjá í Grófinni í Keflavik. En hvað voru þeir að gera og hversvegna? Allt um það síðar í dag, ásamt tilheyrandi myndasyrpu
           Fjórir merktir bílar frá viðkomandi hreinsunarfyrirtæki í Grófinni í morgun. Nánar síðar í dag © myndir Emil Páll, 14. mars 2011

14.03.2011 09:50

Arnar HU 1, Þerney RE 101 og ?

Nú fyrir stundu var Arnar HU kominn inn á Keflavíkina við Vatnsnesið og úti mátti grilla í tvo togara Þerney og síðan einn sem ég þekkti ekki. Birti ég þó myndir af þeim þremur núna.
                                                   2265. Arnar HU 1


                                                  2203. Þerney RE 101


              Alls ekki viss, hver þetta sé © myndir Emil Páll, 14. mars 2011

14.03.2011 09:25

Beitir NK 123


     2730. Beitir NK 123, á loðnumiðunum © mynd Svafar Gestsson, í lok janúar 2011

14.03.2011 09:00

Fjölnir SU 57 landar í Njarðvik


      237. Fjölnir SU 57, landaði í morgun í Njarðvik og var þessi mynd tekin upp úr kl. 8 © mynd Emil Páll, 14. mars 2011

14.03.2011 08:48

Kristbjörg ÍS 177 í Njarðvík


          239. Kristbjörn ÍS 177, í Njarðvíkurhöfn rétt upp úr kl. 8 í morgun © mynd Emil Páll, 14. mars 2011

14.03.2011 08:39

11-12 í vari á Stakksfirði, Garðsjó eða innar

Samkvæmt AIS voru í morgun 11 togarar í vari á Stakksfirði, í Garðsjó og einhverjir aðeins innar. Tólfta skipið var Hákon EA sem er hugsanlega enn í loðnuvinnslu.
Umrædd skip eru: Klefarberg, Hrafn, Frosti, Höfrungur III, Málmey, Freri, Arnar, Þerney, Barði, Örfirisey og Baldvin Njálsson, auk Hákonar.
Ekki var skyggni gott, þó hægt væri að sjá ljós sumra um kl. 8 í morgun er ég smellti af þessum tveimur myndum


      Gæti verið Hrafn GK, en er þó alls ekki viss um það. Þessi er á Stakksfirðinum


     2265. Arnar HU 1, nánast kominn inn á Keflavíkina © myndir Emil Páll, 14. mars 2011

14.03.2011 08:25

Júpiter ÞH 363


    2643. Júpiter ÞH 363, á loðnumiðunum í lok janúar 2011 © mynd Svafar Gestsson

14.03.2011 07:00

Vilhelm Þorsteinsson EA 11


            2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11, á loðnumiðunum © mynd Svafar Gestsson, í lok janúar 2011