Færslur: 2011 Mars

02.03.2011 21:00

Reykjavíkurhöfn


                           Reykjavíkurhöfn © mynd Magnús Þór Hafsteinsson

02.03.2011 20:09

Loðnuskip o.fl. utan við Hellissand um kl. 18 í dag

Sigurbrandur sendi mér þessa myndasyrpu sem hann tók um kl. 18 í dag og sýnir Seyðfirðingana 1458. Gulltopp GK 24 og 1426. Guðmund Jensson SH 717 mætast utan við Hellissand.

Fyrir utan þá lónar svo 2411. Huginn VE 55, og nú þegar farið var að skyggja kom svo Fagrabergið frá Færeyjum lónandi á eftir Huginn
                Utan við Hellissand um kl. 18 í dag © myndir Sigurbrandur 2. mars 2011

02.03.2011 19:01

Endurbygging Maríu Júlíu tefst

bb.is:

María Júlía.
María Júlía.


Endurbygging fyrstu björgunarskútu Vestfirðinga, Maríu Júlíu, hefur tafist vegna þess að fjárstreymi til Byggðasafns Vestfjarða hefur stöðvast tímabundið. Í bréfi frá Herði Sigtryggssyni, stálskipasmið á Þingeyri sem annast endurbæturnar, til bæjaryfirvalda í Ísafjarðarbæ, er bent á að öll tæring og önnur hrörnun heldur áfram meðan ekki er gert við skipið. Einnig verði að athuga að skipið fer í rekstur þegar endurbyggingu er að fullu lokið og því geta tapast tekjur eftir því sem endurbyggingartíminn lengist. "Öllum má ljóst vera að tjón getur skapast af bið, þar sem endurbygging er komin vel af stað, frárif í framskipi er að mestu lokið, skýli hefur verið byggt yfir framskip til að þurrka það, en allir viðir þess voru mjög vatnssósa. Búið er að leggja mikla peninga í kaup á vinnu efni og raforku, skýlið gæti fokið, þannig gæti stór hluti þess fjár sem þegar er komið í verkið tapast. Síðast en ekki síst er verkið atvinnuskapandi á svæðinu," segir í bréfinu.

"Taka þarf höndum saman, þvert á pólitík og vinna að því að loforð samgönguráðherra um fjármagn í endurbygginguna, frá Ríkissjóði, verði efnt. Það loforð gaf hann þegar María Júlía BA 36 sknr. 151 var afhent núverandi eigendum árið 2005," segir jafnframt í bréfinu þar sem óskað er eftir stuðningi Ísafjarðarbæjar. Þá hefur verið hafist handa við koma á fót hollvinafélagi fyrir Maríu Júlíu en það mun leita eftir frjálsum fjárframlögum í endurbygginguna bæði hjá fyrirtækjum og einstaklingum. "Nokkur bjartsýni ríkir um framlög því þetta sögufræga skip á sér marga velunnara," segir í bréfinu.

María Júlía á sér glæsta sögu sem björgunarskip Vestfirðinga, en ekki síður úr landhelgisstríðinu 1958 sem einn af varðbátunum í baráttu um yfirráð Íslendinga yfir fiskinum í sjónum í kringum landið. Skipið var síðan notað sem hafrannsóknarskip á milli stríða og björgunaraðgerða. Skipið er nátengt sögu Vestfirðinga. Það er 137 brúttósmálestir að stærð og 27,5 m að lengd, smíðað í Danmörku og kom hingað til lands snemma vors 1950. Auk þess að vera útbúið til björgunarstarfa var það hannað til að gegna fjölþættu hlutverki á sviði hafrannsókna og strandgæslu.

02.03.2011 19:00

Hvítanes


               Hvítanes, í Hafnarfjarðarhöfn © mynd Magnús Þór Hafsteinsson

02.03.2011 18:00

Hafnarfjarðarhöfn


                           Hafnarfjarðarhöfn © mynd Magnús Þór Hafsteinsson

02.03.2011 17:00

Eru að framleiða a.m.k. 7 nýja báta auk lítilla báta

Þeir kvarta ekki yfir verkefnaskorti hjá Bláfelli á Ásbrú. Því þar eru nú í smíðum eða hafa verið pantaðir einir sjö bátar, auk þess sem svonefndar jullur eru einnig í framleiðslu. Jullurnar eru í raun Sómi 600, en hinir bátarnir eru af gerðinni Sómi 700-990 og eiga þrír þeirra að verða tilbúnir fyrir upphaf strandveiðitímabilsins í vor, auk þess sem í gær kom vél og annar tækjabúnaður í bát sem búið er að steypa að mestu upp.


    Ein snjóug Julla, sem í raun er Sómi 600 og er búinn þ.e. tilbúinn til afhendingar en gert er ráð fyrir utanborðsmótor á þessum bátum


          Nú verður hafist handa við að setja niður vélina og annan tækjabúnað svo og að ganga frá þessum báti


   Þrátt fyrir að búið sé að stækka við húsnæðið, hefur verið fjölgað í starfsliðinu enda nánast unnið um allt hús © myndir Emil Páll, 2. mars 2011

02.03.2011 16:00

Þröstur kominn með þilfar og Norðurljósið með nýja vél

Þeir hjá Bláfelli á Ásbrú, hafa lokið við að setja þilfar á Þröst SH auk þess að breyta vélarúminu og skipta um afturstykki á bátnum. Þá hafa farið fram vélaskipti í Norðurljósi RE
    7410. Þröstur SH 19, kominn í tölu þilfarsbáta, auk fleiri breytinga unnar hjá Bláfelli


          Vélaskipti hafa verið framkvæmd á 7317. Norðurljósi RE 161, hjá Bláfelli ehf.
                                               © myndir Emil Páll, 2. mars 2011

02.03.2011 15:00

Vörður fer milli hafna

Fylgdist í morgun með því þegar Vörður EA 748 sem legið hefur í Keflavíkurhöfn síðan fyrir helgi var færður yfir í Njarðvíkurhöfn. Kemur myndasyrpa sem ég tók milli élja í morgun, af skipinu, á miðnætti í nótt.


                     Fleiri myndir af 2740. Verði EA 748 birtast á miðnætti í nótt

02.03.2011 14:13

Börkur NK 122 í Helguvík í morgun


           1293. Börkur NK 122, í Helguvík í morgun © mynd Emil Páll, 2. mars 2011

02.03.2011 13:30

Andrea

   
                                2241. Andrea © mynd Magnús Þór Hafsteinsson

Smíaður hjá Asiverken Amal í Amal, Svíþjóð 1956 sem ferja og skemmtibátur. Innflutt 1995.

Strandaði skammt frá Lundey við Reykjavík 15. júli 2009 með 10 farþega um borð, en náð út fljótlega og enginn slasaðist.

Nöfn: Denena, Andrea, Carlsberg, aftur Andrea, Eydís VE 17, Andrea II og núverandi nafn: Christina.

02.03.2011 09:24

Súlan EA 300


        1060. Súlan EA 300, á Neskaupstað © mynd Magnús Þór Hafsteinsson, í júní 1996

Smíðaður í Fredrikstand 1967. Lendt, settur bakki að framan, ný brú hækkuð upp og nýr vindubúnaður 1996. Yfirbyggt 1975. Lengt 1974,

Fór í pottinn á síðasta hausti, en fram að því eða í 43 ár hafði skipið alltaf borið sama nafnið, Súlan EA 300.

02.03.2011 08:09

Árni Friðriksson


       1055. Árni Friðriksson á Reyðarfirði í janúar 1993 og einnig sést í Bjarna Sæmundsson © mynd Magnús Þór Hafsteinsson

02.03.2011 00:46

Vertíðarmyndir úr Grindavík

Þorgrímur Aðalgeirsson á Húsavík, eða ÞA eins og hann merkir yfirleitt myndir sýnar sendi mér þessar skemmtilegu myndir úr Grindavík, sem hann tók á árum áður. Þó myndgæðin séu kannski ekki til að hrópa yfir eins og hann segir sjálfur, gera myndirnar tilætlaðann árangur og ylja örugglega mörgum að sjá vertíðarstemningu úr Grindavík.  - Sendi ég bestu kveðjur og þakkir, norður yfir heiðar.


       Þarna þekkjast margir bátar og vill ekki skemma fyrir mönnum stemminguna með að telja þá upp, né á næstu mynd, en segi nöfn þeirra sem koma á myndum þar á eftir
                                597. Harpa GK 111


                                        103. Hrafn Sveinbjarnarson III GK 11


                                                   233. Júlli Dan GK 197


      727. Hraunsvík GK 68, 1173. Sigrún GK 380, 733. Reynir GK 47 og til hliðar sést í 1636. Farsæl GK 162  © myndir Þorgrímur Aðalgeirsson.

02.03.2011 00:00

8 myndir af 6 togskipum

Hér sjáum við myndir af sex togskipum og eru þær allar teknar af Magnúsi Þór Hafsteinssyni


                                 1328. Snorri Sturluson RE 219, í Reykjavík


                               1609. Stakfell ÞH 360, í Reykjavík 25. júli 1996


                         1609. Stakfell ÞH 360, í Reykjavík  25. júlí 1996


                                 1880. Ýmir HF 343, í dokk í Hafnarfirði


                          2048. Drangavík VE 80, í Vestmannaeyjum


                             2048. Drangavík VE 80, í Vestmannaeyjum


   1585. Sturlaugur H. Böðvarsson AK 10, 1902. Höfrungur III AK 250 og 1833. Málmey SK 1


                              Hágangur II © myndir Magnús Þór Hafsteinsson

01.03.2011 23:00

Júpiter ÞH 61


    130. Júpiter ÞH 61, drekkhlaðinn á Akranesi © mynd Magnús Þór Hafsteinsson 1995

Smíðanúmer 819 hjá Ag Werk Seebeck Ltd, Bremerhaven, Vestur-Þýskalandi 1957 sem botnvörpungur (síðutogari). Kom nýr til Neskaupstaðar 16. janúar 1957.

Breytt úr botnvörpungi (síðutogara) í fiskiskip og þá aðallega nótaskip 1979. 

Hrólfur Gunnarsson eigandi skipsins ætlaði sér að flytja með til Keflavíkur 1982 og gerði það út þaðan vetrarvertíðina og var skipið þá stærstia togskip sem gert hefur verið út frá Suðurnesjum.

Miklar breytingarnar s.s. dýpkun nótakassa, komið fyrir nótaleggjara, íbúðum breyt tog skipt um innrétitngar, skipt um skut o.fl. hjá Slippstöðinni á Akureyri sumarið 2002, en áður en verkinu lauk var ákveðið að fresta hluta þeirra.

Er nýr Júpiter var keyptur til Þórshafnar var þessum Júpiter lagt þ.e. í október 2004 og þar til í jan 2005 að hann var gerður út sem loðnuflutningaskip fyrir Ísfélag Vestmannaeyja. Eftir loðnuflutningana átti að selja skipið í brotajárn til Danmerkur, en þar sem ástand skipsins var svo gott var hætti við það. Var því ákveðið að ljúka breytingum  og endurbæta skipið í Skipalyftunni, Vestmannaeyjum sumarið 2005.

Seldur til Esbjerg í Danmörku í brotajárn í mars 2008.

Nöfn: Gerpir NK 106, Júpiter RE 161, Júpiter ÞH 61, Suðurey VE 12, Bjarnarey VE 25 og Bjarnarey VE 21.