Færslur: 2011 Mars

21.03.2011 10:05

Sigurður Ólafsson SF 44 og Skinney SF 20


          173. Sigurður Ólafsson SF 44 og 2732. Skinney SF 20 © mynd Hilmar Bragason

Sá aftari er nýr þ.e. frá því í nóv. 2008 og var hann smíðaður í Taiwan. Sá fremri er hinsvegar rúmlega fimmtugur, smíðaður í Noregi 1960 og hefur borið nöfnin: Runólfur SH 35, Sigurvon AK 56, Sigurvon SH 35, Sigurður Sveinsson SH 36 og núverandi nafn: Sigurður Ólafsson SF 44.

21.03.2011 09:19

Sourhern Actor frá Sandefjord

  Southern Actor frá Sandefjord í Fredrikstad © mynd Guðjón Ólafsson 25. sept. 2010

Þetta hvalveiðiskip  rakst Guðjón á,  í Gamlebyen í Fredrikstad  og það var til sýnis og  fór um borð og tók myndir. Einhver sagði honum að þetta sé systur -skip Hvals-8  heima

Einhvert kvöldið í vikunni mun ég birta myndasyrpu frá Guðjóni af skipinu og sendi honum kærar þakkir fyrir.

21.03.2011 09:00

Siggi Bessa SF 97


                         2739. Siggi Bessa SF 97 © mynd Hilmar Bragason

21.03.2011 08:40

Dóri GK: Eitt skrúfublað skemmt

Eins og ég sagði frá á laugardag tók Dóri GK 42 niðri í Sandgerðishöfn þá um morguninn. Í framhaldi af skoðun kafara var báturinn tekinn upp í slipp í Njarðvík í morgun. Mun eitt skrúfublað hafa skemmst, þannig að báturinn nær ekki fullum gangi. Hér birti ég myndir sem teknar voru rétt fyrir kl. 8 í morgun af bátnum er hann beið fyrir utan slippinn og síðan af honum kominn upp í slipp, rúmlega 8 i morgun
     2622. Dóri GK 42. Tvær efri myndirnar eru teknar fyrir kl. 8 í morgun er hann beið eftir að verða tekinn upp og hinar skömmu eftir 8, en þeir voru fljótir að taka hann upp © myndir Emil Páll, 21. mars 2011

21.03.2011 08:07

Falleg kyrrðarmynd


                                  Falleg kyrrðarmynd © mynd Guðni Ölversson

21.03.2011 07:05

Fredrikstad 2010
                               Frá Fredrikstad © myndir Guðni Ölversson, 2010

21.03.2011 00:00

5. hl. Grænlandsferðar með Valþóri NS 123


                               Frá Grænlandi © myndir Jón Steinar, í ágúst 2009

20.03.2011 23:00

Magnús Þór í stafni Kristínar


  Þessa mynd hef ég að vísu birt áður, en þá fékk ég hana senda um leið og kynning fór fram á bátnum. Hér sjáum við Magnús Þór Hafsteinsson standa í stafni á 6196. Kristínu AK 30 © mynd í eigu Magnúsar Þórs Hafsteinssonar

20.03.2011 22:03

Vill þjóðaratkvæði um róttækt kvótafrumvarp

visir.is:


20.03.2011 22:00

Tveir gamlir á skemmtilegri mynd


    Þessa skemmtilega mynd var tekin í Hvalfirði og sýnir gamlan Volvo við Hval 9 © mynd Magnús Þór Hafsteinsson

20.03.2011 21:06

Flóðbylgjan nálgast skipið óðfluga

dv.is:

Hér er myndband af flóðbylgju sem skall á strönd Japans eftir jarðskjálftann mikla fyrir rúmri viku. Hér sést hvernig skip siglir yfir flóðbylgjuna en fyrsta flóðbylgjan hafði þá skollið á strandlengju Japans. Það er vægast sagt magnað að sjá flóðbylgjuna með augum áhafnar þessa skips og er myndbandið með eitt mesta áhorfið á vef YouTube.


20.03.2011 21:00

Hvalur 9 RE 399


  997. Hvalur 9 RE 399, í Hvalfirði © mynd Magnús Þór Hafsteinsson

20.03.2011 20:15

Tvær alnöfnur: Freyja GK 364


     426. Freyja GK 364 og 1209. Freyja GK 364 í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, í maí 1982. Hér er sá stærri að taka við hlutverki eikarbátsins, en ekki er búið að umskrá þann minni. Raunar fékk sá litli nafnið Pólstjarnar KE 3, en sá stærri bar það sama nafn áður.

Saga beggja bátanna er þessi:

426.:
Smíðaður í Gilleleje, Danmörku árið 1958.

Brann og sökk út af Meðallandi 25. maí 1982.

Nöfn: Freyja ÍS 364, Freyja GK 364, Pólstjarnan KE 3 og Jóhanna Magnúsdóttir RE 74

1209.:
Smíðanúmer 45 hjá Skipasmíðastöð Marsellíusar Bernhardssonar, á Ísafirði, árið 1972. Kom í fyrsta sinn til heimahafnar í Keflavík 2. mars 1972. Yfirbyggður hjá Vélsmiðjunni Stál hf., á Seyðisfirði 1988.

Úrelding samþykkt í sept. 1994. Seldur úr landi til Írlands 20. des. 1994 og þaðan seldur 2004 til Króatíu.

Nöfn: Ólafur Sólimann KE 3, Pólstjarnan KE 3, Freyja GK 364, Freyja SO ??? (Írland), Kelly J. (Írland) og Keli (Króatíu)

20.03.2011 19:00

Freyja KE 42


                  421. Freyja KE 42 © mynd Snorrason

Smíðaður í Frederikssund, Danmörku 1930.

Úreldingasjóður 25. okt. 1982.

Nöfn: Sigurður Gunnarsson GK 525, Freyja RE 225, Freyja GK 275, Freyja SH 140, Freyja BA 272, Freyja RE 307, Freyja KE 42, Freyja ÞH 125, Freyja VE 125 og Sigurður Þorkelsson ÍS 200

20.03.2011 18:27

Grásleppunetin stífluð af þorski

ruv.is

Óvenjumikill þorskur á grunnslóð fyrir Norðausturlandi veldur miklum vandræðum hjá grásleppukörlum í upphafi vertíðar. Dæmi eru um allt að tvö tonn af þorski í grásleppunetin á dag en margir hafa ekki veiðiheimildir fyrir svo miklum þorski.

Einar Magni Jónsson, grásleppukarl á Þórshöfn, segir sjómenn þar hafa verið að veiða grásleppu í Þistilfirði og þar hefur verið mikill þorskur - netin nánast stífluð af þorski. Þeir séu að fá frá 500 kílóum á dag upp í tvö tonn. Hann býr svo vel að vera með þorskkvóta á sínum bát en svo er ekki með alla. Leyfilegt er að landa einhverjum meðafla með grásleppunni og þá sem hlutfall af hrognaþyngd. Einar segir þær heimildir engan veginn duga þegar svo mikill þorskur er í netunum. Menn verði að leigja sér kvóta ef þeir ætli sér að landa fiski. Hann segist vona að fiskurinn hverfi þegar loðnan hverfi. Hann sé í loðnuæti núna og fari væntanlega þegar loðnan hverfur.