Færslur: 2011 Mars
06.03.2011 17:22
Sóley Sigurjóns, Aðalsteinn J.. Jóna E., og Poleisie
Núna síðdegis tók ég myndasyrpu af Sóleyju Sigurjóns er hún öslað inn Stakksfjörðinn og hér birtast myndir er hún sigldi í skotlínu fram hjá þremur skipum þ.e. Aðalsteini Jónssyni, Jónu Eðvalds og Poleisie, auk þess sem ég tók nýja og betri mynd af Jónu Eðvalds er hún var nánast alveg uppi í Hólmsbergi, fyrir neðan Hólmsbergsvita.

2699. Aðalsteinn Jónsson SU 11 og 2262. Sóley Sigurjóns GK 200

2618. Jóna Eðvalds SF 200 og 2262. Sóley Sigurjóns GK 200

2618. Jóna Eðvalds SF 200, framan við Hólmsbergsvita

Polesie og 2262. Sóley Sigurjóns GK 200, úti af Vatnsnesvita í Keflavík © myndir Emil Páll, 6. mars 2011 - Fleiri myndir af Sóleyju Sigurjóns sem ég tók í dag birtast síðar í kvöld.

2699. Aðalsteinn Jónsson SU 11 og 2262. Sóley Sigurjóns GK 200

2618. Jóna Eðvalds SF 200 og 2262. Sóley Sigurjóns GK 200

2618. Jóna Eðvalds SF 200, framan við Hólmsbergsvita

Polesie og 2262. Sóley Sigurjóns GK 200, úti af Vatnsnesvita í Keflavík © myndir Emil Páll, 6. mars 2011 - Fleiri myndir af Sóleyju Sigurjóns sem ég tók í dag birtast síðar í kvöld.
Skrifað af Emil Páli
06.03.2011 17:00
Ásgrimur Halldórsson SF 250



2780. Ásgrímur Halldórsson SF 250 á Stakksfirði


2780. Ásgrímur Halldórsson SF 250 í Helguvík © myndir Emil Páll, 6. mars 2011
Skrifað af Emil Páli
06.03.2011 16:00
Aðalsteinn Jónsson SU 11



2699. Aðalsteinn Jónsson SU 11, í Keflavík í hádeginu. Fleiri myndir og frásögn birtist á miðnætti í nótt © myndir Emil Páll, 6. mars 2011
Skrifað af Emil Páli
06.03.2011 15:26
Jóna Eðvalds SF 200


2618. Jóna Eðvalds SF 200, í vari framan við golfvöllinn í Leiru. Síðan mun hún færa sig í Helguvíkina, en þar á hún löndun í nótt eða í fyrramálið © myndir Emil Páll, 6. mars 2011
Skrifað af Emil Páli
06.03.2011 14:01
Einn, tveir og þrír í Helguvík
Fyrst í morgun var Erika, ein í Helguvík síðan bættist Vilhelm Þorsteinsson og loksins Ásgrímur Halldórsson

Erika GR -119

Erika GR 18-119 og 2411. Vilhelm Þorsteinsson EA 11

Erika GR 18-119, 2411. Vilhelm Þorsteinsson EA 11 og 2780. Ásgrímur Halldórsson SF 250 í Helguvík í morgun © myndir Emil Páll, 6. mars 2011

Erika GR -119

Erika GR 18-119 og 2411. Vilhelm Þorsteinsson EA 11

Erika GR 18-119, 2411. Vilhelm Þorsteinsson EA 11 og 2780. Ásgrímur Halldórsson SF 250 í Helguvík í morgun © myndir Emil Páll, 6. mars 2011
Skrifað af Emil Páli
06.03.2011 13:04
Myndaveisla frá Stakksfirði, Leiru og Helguvík
Áhugamenn um skip og báta í Keflavík og nágrenni fengu sannarlega eitthvað til að gleðjast yfir í morgun. Því sökum brælunnar þá voru óvenjumörg skip nálægt landi, svo og önnur að landa eða gera eitthvað annað í landi. Þarna mátti sjá loðnuveiðiskipin Eriku, Vilhelm Þorsteinsson, Ásgrím Halldórsson, Aðalstein Jónsson, Jónu Eðvalds og flutningaskipin Hav sund og Polesie
Erika var að landa í Helguvík og fljótlega kom Vilhelm Þorsteinsson þangað líka og síðan bættist Ásgrímur Halldórsson við í víkina, hvort sem hann var að sækja vatn eða landa veit ég ekki. Aðalsteinn Jónsson skaust með mann inn í Keflavík og þar var Hav sund við bryggju. Úti á Stakkfirðinum liggur Polesie, sem virðist vera tómt eftir að hafa losað á Grundartanga. Utar mátti sjá Jónu Eðvalds, en svo er nær dró hádegin kom hún upp að landinu neðan við golfvöllinn í Leiru.
Myndir af öllum þessum skipum mun ég birta í dag, í bland við aðrar myndir, kvöld og eins eftir miðnætti.

Polesie og 2780. Ásgrímur Halldórsson SF 250 © mynd Emil Páll, 6. mars 2011
Erika var að landa í Helguvík og fljótlega kom Vilhelm Þorsteinsson þangað líka og síðan bættist Ásgrímur Halldórsson við í víkina, hvort sem hann var að sækja vatn eða landa veit ég ekki. Aðalsteinn Jónsson skaust með mann inn í Keflavík og þar var Hav sund við bryggju. Úti á Stakkfirðinum liggur Polesie, sem virðist vera tómt eftir að hafa losað á Grundartanga. Utar mátti sjá Jónu Eðvalds, en svo er nær dró hádegin kom hún upp að landinu neðan við golfvöllinn í Leiru.
Myndir af öllum þessum skipum mun ég birta í dag, í bland við aðrar myndir, kvöld og eins eftir miðnætti.

Polesie og 2780. Ásgrímur Halldórsson SF 250 © mynd Emil Páll, 6. mars 2011
Skrifað af Emil Páli
06.03.2011 10:30
Sæfari SU 85

7401. Sæfari SU 85, á Fáskrúðsfirði © mynd Óðinn Magnason
Skrifað af Emil Páli
06.03.2011 00:00
Grín, gles og alvara
Sú myndasyrpa sem birtist hér er tengdar Hoffelli SU 80 og eru ljósmyndararnir ýmist Óðinn Magnason og/eða skipverjar á Hoffelli. Smá léttleiki í bland við alvöruna.

Smá fylla

Allt á kafi

Tækifærið notað

Það er kalt þarna

Mottukeppnin

Hárflutningur
© myndir skipverjar á Hoffelli SU 80 og/eða Óðinn Magnason

Smá fylla

Allt á kafi

Tækifærið notað

Það er kalt þarna

Mottukeppnin

Hárflutningur
© myndir skipverjar á Hoffelli SU 80 og/eða Óðinn Magnason
Skrifað af Emil Páli
05.03.2011 23:09
Samphire ex Brettingur NS, nú Brettingur KE
Togarinn Brettingur KE 50, sem þar áður hét Samphire með heimahöfn í Belize og þar áður Brettingur NS, hefur frá því um jól verið í leigu hjá Þormóði-Ramma, en þeim leigusamningi lýkur nú 20. mars og samkvæmt því sem ég hef hlerað stendur til að hann fari þá á ný til veiða á Flæmska Hattinum eins og var í haust.

Séð frá 1279. Brettingi KE 50 á heimleiðinni frá Flæmska í des. 2010

Samphire ex 1279. Brettingur NS 50 og nú 1279. Brettingur KE 50
© myndir af heimasíðu Brettings KE 50

Séð frá 1279. Brettingi KE 50 á heimleiðinni frá Flæmska í des. 2010

Samphire ex 1279. Brettingur NS 50 og nú 1279. Brettingur KE 50
© myndir af heimasíðu Brettings KE 50
Skrifað af Emil Páli
05.03.2011 23:00
Þorri SU 402

1077. Þorri SU 402 að koma úr breytingum © mynd Óðinn Magnason
Skrifað af Emil Páli
05.03.2011 22:43
Hav sund

Flutningaskipið Hav sund, í Keflavík í kvöld © mynd Emil Páll, 5. mars 2011
Skrifað af Emil Páli
05.03.2011 22:00
Sænes SU 44


1068. Sænes SU 44, á Fáskrúðsfirði © myndir Óðinn Magnason
Skrifað af Emil Páli
05.03.2011 21:00
Spegilmynd

1275. Hoffell SU 80 (- Spegilmynd.) Sá eini af Japanstogurunum sem fór í breytingar til Póllands og fékk ekki nýja brú © mynd Óðinn Magnason
Skrifað af Emil Páli
05.03.2011 20:26
Fyrrum Högaberg og Háberg
skipini.fo:
| Gamli Høgaberg landar í Fuglafirði |
Skrifað af Emil Páli
05.03.2011 20:00
Ásgrímur Halldórsson SF 250 og Vilhelm Þorsteinsson EA 11
2780. Ásgrímur Halldórsson SF 250 og 2410. Vilhelm Þorsteinsson, á loðnumiðunum, 25. feb. 2011 © mynd Faxagengið
Skrifað af Emil Páli
