Færslur: 2011 Mars
09.03.2011 09:00
Lordinn í hæglætisveðri

Lordinn í hæglætisveðri í Norðursjó © mynd Einar Örn, 28. feb. 2011
09.03.2011 08:40
Þyrlan fann draugaprammann
09.03.2011 08:00
Havila Jupiter og Voldstad Supplyer í Norðursjó

Havila Jupiter og Voldstad Supplyer © mynd Einar Örn Einarsson, 2011
09.03.2011 07:16
Hoffell SU 80, á loðnumiðunum við Snæfellsnes



2345. Hoffell SU 80, á loðnuveiðum við Snæfellsnes © myndir Svafar Gestsson, 4. mars 2011
09.03.2011 00:00
Álsey VE 2 á loðnumiðunum út af Snæfellsnesi









2772. Álsey VE 2 o.fl., á loðnumiðunum út af Snæfellsnesi © myndir Svafar Gestsson, 4. mars 2011
08.03.2011 23:00
Vilhelm Þorsteinsson EA 11 á veiðisvæðinu

2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11 (fyrir miðju) ásamt fleiri loðnuveiðiskipum á miðunum út af Snæfellsnesi © mynd Svafar Gestsson, 4. mars 2011
08.03.2011 22:00
Lóndrangar

Lóndrangar, á Snæfelssnesi © mynd Svafar Gestsson, 4. mars 2011
08.03.2011 21:38
2,2 milljarðar hvíla á fimmtán tonna netabát
Samkvæmt þinglýsingarvottorði eru 10 veðbönd á bátnum. Fjögur þeirra voru gefin út í lok júlí 2007. Þar af eru 950 milljónir króna í íslenskum krónum og rúmar 4 milljónir evra. Veðbönd sem eru dagsett í 24. júlí 2008 upp á samtals 625 milljónir króna, eru einnig skráð á bátinn.
Gunnlaugur Hreinsson framkvæmdastjóri GPG Fiskverkunar vildi ekki veita DV upplýsingar um ástæðu skuldanna en nefndi krossveð í aðrar eignir fyrirtækisins svo sem kvóta. "Það vita það allir landsmenn að erlendar skulir hækkuðu um meira en helming við fall krónunnar. Skuldir í sjávarútvegi jafnvel tvöfölduðust og þrefölduðust hjá þeim sem fóru verst." Aðspurður um hvort skuldirnar séu viðráðanlegar, svarar hann: "Skuldirnar eru miklar, en tíminn vinnur eitthvað með mönnum."
Háey II hefur áður komist í fréttirnar síðasta haust þegar báturinn strandaði við Hólshöfða skammt innan við Raufarhöfn í september á síðasta ári.
08.03.2011 21:12
Stálprammi á reki út af Snæfellsnesi
Þyrla Landhelgisgæslunnar fann stálpramma á reki út af Dritvík á Snæfellsnesi í gær eftir ábendingu frá skipi sem þar átti leið um síðdegis í gær. Vísir.is greinir frá því að varðskip sé nú á leiðinni á staðinn til að taka prammann í tog. Ekki er vitað hvaðan pramminn kemur en sjófarendum stafar mikil hætta af honum þar sem hann marar nánast hálfur í kafi. Aðeins 30 til 50 sentímetrar eru ofan sjávarmáls þannig að pramminn sést illa í ratsjá. Fyrir nokkrum mánuðum sást til óþekkts pramma suður af Vestmannaeyjum og kann þetta að vera sá sami. Þykir mildi að skip eða bátar skuli ekki hafa siglt á hann á rekinu vestur fyrir landið.
08.03.2011 21:00
Ásgrímur Halldórsson SF 250


2780. Ásgrímur Halldórsson SF 250, á veiðisvæðinu út af Snæfellsnesi © myndir Svafar Gestsson, 4. mars 2011
08.03.2011 20:00
Færeyski Júpiter FD 42


Júpiter FD 42 (færeyski) á loðnumiðunum út af Snæfellsjökli © myndir Svafar Gestsson, 4. mars 2011
08.03.2011 19:42
Eldur um borð í Sturlu GK
Eldur kviknaði í nótt um borð í Sturlu GK 12 sem Þorbjörn hf. gerir út þar sem báturinn lá við Viðlagabryggjuna. Ekki varð eldsins vart fyrr en skipverjar komu í morgun um borð þegar átti að fara að landa úr bátnum en hann kom til hafnar í gærkvöldi. Eldurinn kviknaði í gangi á milli vélar og íbúða í skipinu en slökknaði af sjálfu sér en tjón er töluvert.
Slökkviliðið var því aldrei kallað á vettvang. Talið er að skipið verði einhvern tíma frá veiðum vegna þessa.
1272. Sturla GK 12 © mynd af vefsíðunni grindavik.is
08.03.2011 19:00
Snæfellsjökull





Snæfellsjökull © myndir Svafar Gestsson, 4. mars 2011
08.03.2011 18:00
Um borð í Jónu Eðvalds SF

Um borð í 2618. Jónu Eðvalds SF 200, á loðnumiðunum við Snæfellsnes © mynd Svafar Gestsson, 4. mars 2011
08.03.2011 17:36
Fagraberg FD




Færeyska loðnuveiðiskipið Fagraberg á veiðum út af Snæfellsnesi © myndir Svafar Gestsson, 4. mars 2011

