Færslur: 2011 Mars
22.03.2011 00:00
6. og síðasti hluti Grænlandsferðar með Valþóri NS 123




















Þar með er lokið birtingu á 95 myndum úr Grænlandsferð 1081. Valþórs NS 123 í ágúst 2009 © myndir Jón Steinar Árnason
21.03.2011 23:00
Björn lóðs

2042. Björn lóðs © mynd Hilmar Bragason
Smíðaður á Seyðisfirði 1991 og hefur alltaf borið þetta eina nafn: Björn lóðs.
21.03.2011 22:29
HAFBORG SK ekki Berghildur SK

Um borð í 625. Hafborgu SK 50 © mynd í eigu Þorgríms Ómars Tavsen, en mér sýnist hann vera einmitt þessi lengst til vinstri á myndinni
21.03.2011 22:21
Mottu-mars í fullum gangi
Mottu-mars er yfirskrift mánaðarlangs átaks Krabbameinsfélags Íslands um karlmenn og krabbamein sem hófst formlega 1. mars þegar úrvalslið allra helstu sérsambanda landsins í boltaíþróttum skoruðu á hvert annað í mottukeppni - söfnun yfirvaraskeggs. Í Grindavík eru aðeins skráð þrjú lið til leiks. Áhöfnin á Gísla Súrssyni lætur ekki sitt eftir liggja en hún hefur safnað hvorki meira né minna en 131.000 kr.
Áhöfnin á Gísla Súrssyni © mynd af vefnum grindavik.is
Frekar hafa fáar fréttir birts af áhöfnum sem tekið hafa þátt í átaki þessu, þó var búið að biðja mig um að mynda eina áhöfn, er einn skipverja lét skyndilega raka sig og því féll þetta um sjálft sig.
21.03.2011 22:00
Gullver NS 12

1661. Gullver NS 12 © mynd Hilmar Bragason
Smíðaður í Flekkefjord, Noregi 1983 og hefur aðeins borið þetta eina nafn og er enn í fullri útgerð.
21.03.2011 21:00
Ársæll Sigurðsson GK 320 - saga 4ra alnafna
Síðdegis í dag lofaði ég Guðni Ölverssyni í Noregi að finna þá báta sem borið hafa nafnið Ársæll Sigurðsson GK 320 og hér koma þeir, þ.e. saga þeirra og myndir af þeim á einhverju stigi, hverjum fyrir sig.
332. Hallur SU 508 © mynd Guðrún og Ragnar, Hallgrímshúsi
Smíðaður í Reykjavík 1926. Talinn ónýtur 31. des. 1965.
Síðustu árin sem báturinn var í gangi, var hann í umsjón og notkun fyrir Karl Friðriksson, Akureyri. Báturinn var um tíma uppi á landi í Sandgerðisbót á Akureyri, en síðan dreginn í fjöruna við Litla Hvamm á Svalbarðsströnd. Ætlunin var að báturinn gæti þjónað sem bryggja og skjólgarður. Skrokkur bátsins var ótrúlega heill og Caterpillar vélin var enn í honum í ágúst 2007.
Nöfn: Síðuhallur VE 235, Hallur SU 508, Ársæll Sigurðsson GK 320 (1943 - 1946) og Bjarni Jónsson SK 59

885. Víkingur RE 240 © myndir Snorrason
Smíðaður í Innri-Njarðvík 1946. Sökk í Faxaflóa 14. júlí 1978.
Nöfn: Ársæll Sigurðsson GK 320 ( 1946 - 1958), Hrafn Sveinbjarnarson II GK 205, Víkingur RE 240, Gullfaxi VE 102 og Gullfaxi SH 125

290. Ársæll Sigurðsson GK 320 © myndir Snorrason
Smíðaður í Rödvig, Danmörku 1946
Talinn ónýtur og tekinn af skrá 26. sept. 1985. Sökkt í Halldórsgjá, NV af Stóra-Enni við Vestmannaeyjar
Nöfn: Dagur RE 71, Ársæll Sigurðsson GK 320 (1955 - 1964), Sigurjón Arnlaugsson GK 16 og Þórir VE 16
1014. Ársæll Sigurðsson GK 320 © mynd Snorrason
1014. Ársæll Sigurðsson GK 320, nýkominn til Hafnarfjarðar © mynd Jón Páll
1014. Ársæll Sigurðsson GK 320, í Njarðvík © mynd Emil Páll
Þessi bar nafnið Ársæll Sigurðsson GK 320 á árunum 1966 - 1970. Saga hans var birt hér á síðunni í dag undir nafninu Ársæll ÁR 66.
21.03.2011 20:00
Hvanney SF 51 og Skinney SF 20

2403. Hvanney SF 51 og 2732. Skinney SF 20 © mynd Hilmar Bragason
Skinney er systurskip Þóris og smíðaðir fyrir fáum árum í Taiwan
2403. er smíaður hjá Huaqpu Shipyard í Gunanqzhou, Kína árið 2001. Smíðasamningur var undirritaður í október 1999. Skipið var sjósett í nóvemberlok 2000 og kom til heimahafnar í Keflavík 7. september 2001 og þar gefið formlegt nafn 8. september 2001. Vegna bilanna og endurbóta hófst útgerð hans þó ekki fyrr en 15. október 2001.
Gerður út sem Happasæll fram að sjómannadegi 5. júní 2004 og þá tekinn upp í Njarðvikurslipp á mánudeginum 7. júní og kom niður þann 20. undir nýju nafni Hvanney og fór frá Njarðvik til Hafnarfjarðar 29. júní 2004 þar sem skipinu var breytt fyrir troll- og dragnótaveiðar, auk netaveiða. Kom í fyrsta sinn til heimahafnar á Hornafirði, þriðjudaginn 5. október 2004
Nöfn Happasæll KE 94 og núverandi nafn: Hvanney SF 51
21.03.2011 19:00
Friðrik Sigurðsson ÁR 17

1084. Friðrik Sigurðsson ÁR 17 © mynd Hilmar Bragason
Smíðaður hjá Stálvík hf., Garðabæ 1969. Lengdur 1974.
Nöfn: Halldór Sigurðsson SK 3, Friðrik Sigurðsson ÁR 17, Jóhann Friðrik ÁR 17 og síðan aftur og þá núverandi nafn: Friðrik Sigurðsson ÁR 17.
21.03.2011 18:00
Jón á Hofi ÁR 42

1645. Jón á Hofi ÁR 42 © mynd Hilmar Bragason
Smíðað sem skuttogari og sérstaklega búið til togveiða, en einnig gert ráð fyrir búnaði til línu- og netaveiða
Smíðanúmer 36 hjá Þorgeir & Ellert hf., Akranesi 1983 og var svonefnt raðsmíðaskip. Afhentur 10. mars 1983. Lengdur 1992.
Nöfn: Hafnarey SU 110, Þuríður Halldórsdóttir GK 94 og núverandi nafn: Jón á Hofi
21.03.2011 17:00
Erlingur SF 65

1379. Erlingur SF 65 © mynd Hilmar Bragason
Smíðanúmer 53 hjá Slippstöðinni hf., Akureyri, árið 1974. Yfirbyggður 1986 og lengdur 1994.
Báturinn var smíðaður fyrir Einhamar hf., Bíldudal, en vegna vanskila misstu þeir bátinn og því er systurfyrirtæki Mumma h.f, Sandgerði, Rafn hf, Sangerði fyrstu útgerðaraðilar bátsins. Báturinn var nr. 11 af 14 í raðsmíðaflokki 105-150 tonna stálsskipa hjá Slippstöðinni.
Báturinn hefur lengið á Hornafirði síðan á árinu 2009.
Nöfn: Kópanes BA 99, Mummi KE 120, Mummi GK 120, Ölduljón VE 130, Dala-Rafn VE 508, aftur Ölduljón VE 130, Haförn EA 955 og núverandi nafn Erlingur SF 65.
21.03.2011 16:04
Ársæll ÁR 66

1014. Ársæll ÁR 66 © mynd Hilmar Bragason
Smíðanúmer 21 hjá Brattvag Skipsinnredning A/S, Brattvaag, Noregi 1966, eftir teikningu Stefáns Jónssonar. Yfirbyggður hjá Slippstöðinni hf. Akureyri 1982.
Nöfn: Ársæll Sigurðsson GK 320, Arney KE 50, Auðunn ÍS 110, Nansen ÍS 16, Steinunn SF 10, Ársæll SH 88, Dúi ÍS 41 og núverandi nafn: Ársæll ÁR 66
21.03.2011 13:00
Glófaxi VE 300

968. Glófaxi VE 300 © mynd Hilmar Bragason
Smíðanúmer 404 hjá V.E.B. Elbe-werft G.m.b.H, Boizenburg, Austur-Þýskalandi 1964, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Yfirbyggður og lengdur í Danmörku 1977.
Nöfn: Krossanes SU 320, Hilmir KE 7, Bjarni Ásmundar ÞH 197, aftur Hilmir KE 7, Bergur II VE 144, Bergur VE 44, Arnþór EA 16 og Glófaxi VE 300
21.03.2011 12:35
Fjölnir SU 57

237. Fjölnir SU 57 © mynd Hilmar Bragason
Smíðanúmer 164 hjá Framnes Mek. Verksted A/S í Sandefjord, Noregi 1963. Kom til Dalvíkur 3. feb. 1964. Lengdur Noregi 1966.
Strandaði á Loftstaðafjöru austan Stokkseyrar 6. mars 1967. Náðist af strandstað rúmum þremur vikum síðar og var tekinn í slipp til viðgerðar. Var það Björgun h.f. sem bjargaði bátnum, en þegar þeir komu að verkinu var búið að lýsa því yfir að björgun væri vonlaus og ætluðu Samvinnutryggingar að borga bátinn út.
Aftur strandaði báturinn og nú á Hvalbak 29. jan. 1973 og náðist mikið skemmdur út og var endurbyggður í Dráttarbrautinni á Neskaupstað.
Yfirbyggður hjá Skipasmíðastöð Njarðvikur hf. 1983. Lengdur aftur 1990. Endurbættur síðan hjá Astilleros Pasajes, San Sebastian, Spáni , sumarið 1999. Veltutankur settur í skipið í Skipasmíðastöð Njarðvikur vorið 2007.
Nöfn: Bjarmi II EA 110, Reykjanes GK 50, Hrungnir GK 50, Fjölnir GK 50 og núverandi nafn: Fjölnir SU 57


