Höfrungakálfurinn var nær dauða en lífi þegar hann fannst. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd: Reuters
Ungum höfrungakálfi var bjargað af hrísgrjónaakri í Japan í byrjun þessarar viku. Kálfurinn barst að öllum líkindum þangað með flóðbylgjunni sem fylgdi í kjölfar risa jarðskjálftans sem reið yfir Japan þann 11. mars síðastliðinn.
Gæludýrabúðareigandinn, Ryo Taira, sem vinnur hörðum höndum að því að bjarga dýrum eftir flóðbylgjuna sagði í samtali við Reuters fréttastofuna að kálfurinn hefði barist um í mjög grunnu vatni á akrinum í um tveggja kílómetra fjarlægð frá sjónum. Hann var orðinn mjög máttvana og nær dauða en lífi þegar hann fannst.
Taira og félagar vöfðu kálfinum inn í blaut handklæði og keyrðu með hann að sjónum þar sem þau slepptu honum. Að sögna Taira tók kálfurinn allur við sér þegar hann komst í sjóinn á nýjan leik. "Ég veit ekki hvort hann lifir, en það er allavega mannúðlegra að hann deyji í sjónum heldur en á hrísgrjónaakri," sagði Taira





























