Færslur: 2011 Febrúar
04.02.2011 07:19
Ásberg RE, á loðnuveiðum

1041. Ásberg RE 22, á loðnuveiðum, vorið 1975 © mynd Guðni Ölversson
04.02.2011 00:00
Ýr ýmsum áttum

Hólmaborgin og Suðurfjöllin

Átta tonna karfahal og múkkinn bíður eftir bita

Það gefur á, á leiðinni yfir Atlandshafið, í mars 1969

Óþekktur Vestmannaeyjabátur

Gísli Jónsson, síðar skipstjóri á Páli Jónssyni, að benda eitthvað í mars 1969

Söguleg mynd
© myndir Guðni Ölversson
03.02.2011 23:24
Minningarathöfn í Baldri
Miðvikudagur 2. Febrúar 2011
Baldur, sjómælinga- og eftirlitsskip Landhelgisgæslunnar sigldi á mánudag með skildmenni farþega og áhafnar flugvélarinnar Glitfaxa, sem fórst fyrir 60 árum í aðflugi að Reykjavíkurflugvelli.
Séra Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur tók til máls og blessaði hina votu gröf, sem leynist í Faxaflóa. Áður en snúið var heim dreifðu ættingjarnir blómum yfir hafið til minningar um þau sem fórust í flugslysinu.
Hjálmar Jónsson, dómkirkjuprestur blessar hina votu gröf
Blómakrans til minningar um þau sem fórust með Glitfaxa
03.02.2011 23:00
Harpa RE 342

1033. Harpa RE 342. Þessi bátur bar nánast eingöngu sama nafnið þau 25 ár sem hann var til hérlendis, að undanskildum nokkrum mánuðum er hann bar nafnið Rauðanes ÞH. Að loknum aldarfjórðungnum var báturinn seldur Karabískahafsins og þaðan strax til Grænlands þar sem hann bar fimm skráningur og fór síðan í pottinn fræga nú í haust © mynd Guðni Ölversson
03.02.2011 22:00
Magnús NK 72

1031. Magnús NK 72, í dag Alpha HF 32, gerð út frá Marokko © mynd Guðni Ölversson
03.02.2011 21:01
Ársæll Sigurðsson GK 320

1014. Ársæll Sigurðsson GK 320 © mynd Guðni Ölversson. Þessi hefur borið þó nokkur nöfn og heitir í dag, Ársæll ÁR 66.
03.02.2011 20:00
Hrafn GK 12

1006. Hrafn GK 12, strandaður í Grindavík. Þessi er enn til og heitir í dag Tómas Þorvaldsson GK 10 © mynd Guðni Ölversson
03.02.2011 19:00
Seley SU 10 og farþeginn



1000. Seley SU 10. Á tveimur síðari myndunum sjáum við dúfu sem settist á skipið, sem farþegi og var með þeim alveg niður í Norðursjó að hún flaug burt, blessunin © myndir Guðni Ölversson
03.02.2011 18:00
Grímseyingur GK 666

975. Grímseyingur GK 666 © mynd Guðni Ölversson
03.02.2011 17:27
Verkfallið dæmt ólöglegt
Félagsdómur hefur dæmt boðað verkfall starfsmanna í loðnubræðslum ólöglegt. Verkfallið átti að hefjast 7. febrúar. Dómurinn taldi að ekki hefðu verið haldnir formlegir sáttafundir í deilunni áður en verkfallið var boðað.
Verkfallið var boðað af Afli á Austurlandi og Drífanda í Vestmannaeyjum. Það átti að ná til loðnubræðslna á Vopnafirði, Seyðisfirði, Norðfirði, Eskifirði, Fáskrúðsfirði, Hornafirði og í Vestmannaeyjum. Verkfallið átti í fyrstu að standa í þrjá daga og verða svo endurtekið 14. febrúar hafi samningar ekki tekist. Og hafi ekki samist 21. febrúar var boðað verkfall í ótilgreindan tíma.
Samtök atvinnulífsins fóru með málið fyrir félagsdóm þar sem samtökin töldu að svokallaður bræðslusamningur væri hluti af aðalkjarasamningi og ekki væri hægt að boða verkfall til að þrýst á um gerð samnings þegar ekki væri búið að ljúka gerð aðalkjarasamnings. Félagsdómur dæmdi hins vegar ekki verkfallið ólöglegt á þessari forsendu heldur að ekki hefðu verið haldnir formlegir sáttafundir áður en verkfallið var boðað.
03.02.2011 17:00
Ein gömul úr Skipasmíðastöð Njarðvíkur

Meðal skipa sem þarna sjást eru m.a. Stapavík SI 4, Magnús NK 72, Huginn VE 55 og Þórshamar GK 75 © mynd Guðni Ölversson
03.02.2011 16:00
Frá Akureyri

Frá Akureyri fyrir mörgum, mörgum árum og þarna má m.a. sjá eitthvert Fellið frá Sambandinu, Akraborg EA 50, Sæljón EA 55, Harðbak EA 3 o.fl. skip © mynd Guðni Ölversson
03.02.2011 15:00
Múlaberg SI 22 í Helguvík


1281. Múlaberg SI 22, í Helguvík © myndir Emil Páll, 3. feb. 2011
03.02.2011 14:00
Stakksfjörður og Helguvík: 3 togarar og 1 línuskip flúðu veðrið
Vegna óveðursins í nótt, sá ég a.m.k. þrjá togara og eitt línuskip sem flúðu undan veðrinu og voru þrjú skipanna í vari, ýmist í Garðsjó eða á Stakksfirði og eitt þeirra fór til hafnar í Helguvík.
Í Garðsjó var togarinn Þerney RE 101, sem í morgun fór síðan inn til Reykjavíkur til löndunar. Togarinn Gnúpur var á Stakksfirði rétt utan við sveitarfélagið Voga og utan við Keflavík/Njarðvík var línuskipið Kristín ÞH 157. Þá fór togarinn Múlaberg SI 22 til Helguvíkur.
Hér birti ég myndir af Grindavíkurskipunum Kristínu ÞH 157 og Gnúpi GK 11 og á eftir birti ég tvær myndir af Múlaberginu í Helguvík.
972. Kristín ÞH 157, utan við Keflavík/Njarðvík
1579. Gnúpur GK 11, utan við Vogana © myndir Emil Páll, 3. feb. 2011
03.02.2011 13:24
Þorbjörn GK 540 strandar og Farsæll fær á sig brot

914. Þorbjörn GK 540, strandaður í innsiglingunni til Grindavíkur © mynd Guðni Ölversson
Í gærkvöldi fékk Farsæll GK 162 á sig 3 brot í innsiglinunni og tók dragnótina út af bátnum og dró hann hana inn í höfnina til að ná henni aftur um borð. Á Facebooksíðunni minni birti ég í gærkvöldi myndband af þeim atburði

