Færslur: 2011 Febrúar
18.02.2011 21:00
Gígja VE 300


1011. Gígja VE 340 © myndir Magnús Þór Hafsteinsson
18.02.2011 20:00
Freyfaxi

1003. Freyfaxi, á Akranesi © mynd Magnús Þór Hafsteinsson
18.02.2011 19:00
Glófaxi VE 300

968. Glófaxi VE 300, ber ennþá þetta nafn © mynd Magnús Þór Hafsteinsson
18.02.2011 18:28
Ákvörðun tekin um Goðafoss á morgun
Ákvörðun um hvað verður gert við Goðafoss sem strandaður er í Noregi verður tekin í fyrramálið. Þá verður björgunaráætlun lögð fyrir strandgæslu og sérfræðinga Eimskips. Ekkert verður hreyft við skipinu þar til norsk strandgæsla og yfirvöld gefa heimild til þess.
"Það
gæti verið á morgun og það gæti verið á hinn. Við vitum ekkert
nákvæmlega hvað kemur út úr þessu, hvort við tæmum olíuna úr skipinu og
tökum síðan gámana eða hvort við drögum skipið með gámunum. Það eru alls
kyns möguleikar í stöðunni og við vitum í raun og veru ekkert um það
fyrr en við fáum þessa skýrslu," segir Ólafur William Hand,
forstöðumanns kynningar- og markaðsmála hjá Eimskipum.
"Dagurinn í dag hefur farið í það að skoða aðstæður á svæðinu og stilla saman strengi strandgæslunnar, okkar og okkar sérfræðinga erlendis. Veðurfarið er þannig að menn eru ekki að ana að neinu. Það er gott veður og spáir því áfram," segir Ólafur William Hand,
Hann segir kuldann vinna með mönnum því olían sé þykkari og þar af leiðandi sé ekki eins mikil hætta á mengun og fyrst var talið.
Orsakir slyssins eru ekki kunnar og bíða sjóprófs segir Ólafur en ljóst sé að slysið hafi farið af leið. Skipstjórinn hefur verið í skýrslutökum í dag eins og venja sé þegar slys verða. "Við treystum áhöfnum okkar 100% og stöndum að baka skipstjóranum," segir Ólafur.
18.02.2011 18:25
Loðnukvótinn aukinn
Jón Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, hefur gefið út reglugerðir sem fela það í sér að loðnukvótinn verður aukinn um 65 þúsund tonn. Er þetta í samræmi við nýja ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar.
Aukningin fer nær öll til íslenskra fiskiskipa eða 64,4 þúsund tonn.
Heimild: mbl.is.
18.02.2011 18:06
Rífandi gangur
Annars má lesa þetta á Áhafnasíðu Hákons EA 148, skrifað fyrir um 40 mínútum:
18.02.2011 17:30
Ástæða fyrir strandinu og kafarar kanna skemmdir
Ástæða fyrir strandinu
Skipstjóri Goðafoss segir við norska útvarpið, að það sé ástæða fyrir því að skipið strandaði við Hvaler í Óslóarfirði í gærkvöldi. Hann vilji hins vegar ekki tjá sig um það að svo stöddu. Norska lögreglan mun yfirheyra skipstjórann síðar í dag.
Skipstjórinn staðfesti við vef NRK að hann hefði verið í brúnni þegar skipið strandaði í gærkvöldi en vildi að öðru leyti lítið tjá sig um málið.
Fjórtan manna áhöfn er um borð í Goðafossi og sakaði engan þegar skipið strandaði. Haft er eftir Elise Rusten, starfsmanni norsku siglingastofnunarinnar, að íslenski skipstjórinn þekki vel aðstæður á þessum slóðum enda sigli skipið hálfsmánaðarlega þessa leið.
visir.is
Kafarar kanna skemmdir á Goðafossi
Ólafur William Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips segir að fyrirtækið vinni að rannsókn málsins og björgun á slysstað í nánu samstarfi við norsk stjórnvöld, strandgæslu og yfirstjórn umhverfismála samkvæmt þeim upplýsingum sem tiltækar frá strandsstað.
"Um 800 tonn af olíu eru um borð í Goðafossi. Tvær flotgirðingar hafa verið settar upp í kringum strandstaðinn og er sænska strandgæslan á leiðinni á staðinn með þriðju girðinguna til að hindra enn frekar dreifingu olíu," segir ennfremur.
Norska strandgæslan hefur yfirumsjón með aðgerðum sem snúa að verndun náttúrunnar á staðnum. Um 430 gámar eru um borð í Goðafossi og verið er að meta hvort og hvernær gámarnir verða fluttir frá borði.
18.02.2011 17:15
Keflvíkingur KE 100

967. Keflvíkingur KE 100 © mynd Magnús Þór Hafsteinsson
18.02.2011 11:34
Olían úr Goðafossi hefur náð landi
Öll áhersla er nú lögð á að koma í veg fyrir mengunarslys. Sænska strandgæslan leggur nú þeirri norsku lið við björgunarstarfið, en svæðið er friðaður þjóðgarður.
Gat rifnaði á báða olíugeyma skipsins og hefur svartolía lekið úr því síðan. Hátt í 800 tonn voru af brennsluolíu um borð þegar skipiið strandaði, en ekki er vitað hversu mikið hefur lekið út. Tvöföld flotgirðing er nú umvherfis skipið til að hefta útgreiðslu olíunnar og er verið að setja þá þriðju til öryggis. Þá er olíu stöðugt dælt upp í þartilgerða báta, en ekki er ljóst hvort olía hefur náð til strandar.
18.02.2011 11:27
Óli Óskars RE 175

226. Óli Óskars RE 175 © mynd Magnús Þór Hafsteinsson
18.02.2011 09:00
Sigurður Ólafsson SF 44


173. Sigurður Ólafsson SF 44 © myndir Magnús Þór Hafsteinsson
18.02.2011 08:31
Goðagoss ógnar einstökum sjávarþjóðgarði
Kemur þetta saman við það sem Guðni Ölversson í Noregi segir um strandið á vefsíðu sinni í morgun:
Ólafur William hjá Eimskip gerir afskaplega lítið úr afleiðingum strands Goðafoss. Staðreyndin er sú að olíflekkurinn nær orðið 2,5 sjómílur frá skipinu og það sem verra er að að svæðið þar sem Goðafoss strandaði er friðlýstur þjóðgarður. Reyndar er Hvaler eyjaklasinn eini hluti norsku strandarinnar sem er friðlýst. Sem betur fer eru vindátt og straumar hægstæðar aðstæðum og olíuna rekur á haf út núna. En það fer ekkert á milli
18.02.2011 08:19
Klara Sveinsdóttir SU 50

2234. Klara Sveinsdóttir SU 50 © mynd af Trawler history, Ægir Kristinsson



