Færslur: 2010 Desember
21.12.2010 11:50
Vogin SU 51, Von RE 3 og Guðdís KE 9

2240. Vogin SU 51, 1857. Von RE 3 og 1621. Guðdís KE 9, í Reykjavíkurhöfn © mynd Ragnar Emilsson, 2008
21.12.2010 09:44
Löndun úr Mána ÁR 70


Löndun úr 1829. Mána ÁR 70 í Þorlákshöfn © myndir Ragnar Emilsson, í jan. 2009
21.12.2010 08:02
Herdís SH 173

1771. Herdís SH 173, á Rifi (báturinn sem ég og fleiri sóttum til Reykjavíkur um árið) © mynd Ragnar Emilsson, 2008
21.12.2010 00:00
Netalögn á Klængi ÁR 2




Netalögn á 163. Klængi ÁR 2 © myndir Ragnar Emilsson
20.12.2010 23:00
Lucas og Thor

Lucas

Thor og Lucas mætast

Thor © myndir Ragnar Emilsson, 2008
20.12.2010 22:00
Aida

Aida, úti á Faxaflóa, fyrr á árinu © mynd Gísli Aðalsteinn Jónasson, 2010
20.12.2010 21:31
Meira um Málmey og ísbirnina
Af feykir.is:
feykir.is | Skagafjörður | 20.12.10 | 14:47
Þetta verður geymt - en ekki gleymt
"Ef einhver gleymir fésbókinni opinni þá er hann í vondum málum, segir Björn Jónasson skipstjóri á Máleynni en skipsverjar á Málmeynni komust í fésbók Björns í nótt með þeim afleiðingum að viðbúnaðarstig var sett í gang í landi þar sem álitið var að þrír ísbirnir væru á sundi norðan af landinu.
"Menn eru hrekkjóttir hér um borð og með húmorinn í lagi en ég held að mönnum hafi ekki grunað að hrekkurinn næði út fyrir borðstokkinn, sagði Björn þegar Feykir náði í hann nú eftir hádegið.
Málmeyin er væntanleg í land á miðvikudagskvöld og tekur þá við jólafrí til 2. janúar. Björn ætti því að fá tíma til þess að huga að hefndum því eins og hann sagði þá verður þessi hrekkur skipsfélaganna geymdur en ekki gleymdur.
20.12.2010 21:08
Brettingur stoppaði ekki lengi
Togarinn Brettingur KE 50 stoppaði ekki lengi í Njarðvíkurhöfn í dag, því nú í þessum orðum sögðum er hann að nálgast Snæfellsnesið með stefnu trúlega til Siglufjarðar. Eins og áður hefur komið fram var hann að fiska kvóta fyrir Þormóð - Ramma og fór aflinn þangað. Eru togarinn búinn að vera í um 50 daga á sjó í þessari lotu. - Samkvæmt fréttum sem ég fékk áðan á Facebook, er stefnan á Siglufjörð til að landa og verður hann þar yfir jólin.
1279. Brettingur KE 50, í Njarðvík í dag © mynd Emil Páll, 20. des. 2010
20.12.2010 21:00
Einar Örn og Arines Lord

Einar Örn Einarsson, framan við Airnes Lord, í dokk í Fredrikshavn
© mynd í eigu Einars Arnar
20.12.2010 19:03
Guðmundur ST. kominn með nýja síðu
Guðmundur var áður með síðu á blogcentral, eins og ég með MOLANNA mína. Eigum við það báðir sameiginlegt að vera ósáttir þar og hefur hann nú tekið þetta skref. Ég hef hinsvegar að mestu látið vera að setja inn nýjar færslur á bloggið vegna óánægju með síðuna. Tengill á síðu Guðmundar er hér til hliðar á síðunni.
Eftirfarandi mynd stalst ég til að taka af síðu Guðmundar og vona ég að hann fyrirgefi mér það.
Guðmundur St. Valdimarsson, öðru nafni SKIPPERINN
20.12.2010 18:00
Kári GK 333


1761. Kári GK 333, í Reykjavíkurhöfn © mynd Ragnar Emilsson, 2008
20.12.2010 17:15
Ingimar Magnússon ÍS 650 / Ásrún AK 72 og Golan ÍS 35

1524. Ingimar Magnússon ÍS 650 ( sá sem er nær bryggjunni) og 7414. Golan ÍS 35 © mynd Ragnar Emilsson, 2008

1524. Ásrún AK 72, á Akranesi © mynd Sigurbrandur Jakobsson, 21. júlí 2010



