Færslur: 2010 Október
15.10.2010 17:55
Áhugamenn um varðveislu Arnarins?
Í sumar eða vor varð mikil umræða hér á síðunni um varðveislu á þjóðargjöf norðmanna til Íslendinga, er hefur síðan verið íslensku þjóðinni til skammar. En það gerðist árið 1974 á 1100 ára afmæli íslandsbyggðar að norðmenn smíðuðu og sigldu hingað til lands tveimur bátum er engu engöngu fyrir seglum og áralagi. Bátar þessir hétu Örninn og Hrafninn. Fyrst framan af lágu þeir í reiðileysi í Reykjavík, en síðan tóku Húsvíkingar við Hrafninum og hafa sé sóma sinn á að halda honum við og eiga þakkir skildar fyrir það. Örninn lenti á flakki um Reykjavík og var síðan komið í fóstur hjá Reykjanesbæ, en þá tók ekki betra við. Hann fauk um koll í óveðri og fékk að vera þar sem hann stoppaði eftir rokið, svo áratugum skipti og allt þar til eftir skrifin hér að hann var tekinn af Byggðasafni Reykjanesbæjar og settur á vagninn sem hann kom á hingað suður og fluttur geymsluhúsnæði safnsins á Fitjum í Njarðvík.
Í framhaldi af skrifunum töluðu menn um að leggja því málefni lið að bjarga bátnum og varðveita. Gekk það m.a. svo langt að einn þeirra sem hafði áhyggjur af málinu skoraði á hina að hafa samband við sig í síma eða tölvupósti svo eitthvað væri hægt að gera. Í dag hafði síðan samband við mig maður sem þekkir mjög inn á varðveislu gamalla muna og hvernig hægt er að fá styrk til að standa straum á slíkum þáttum og í samráði við hann legg ég nú til að þeir sem hafa áhuga á það leggja málinu lið að hafa samband við mig annað hvort í gegn um símann 845 0919 eða með því að senda mér tölvupóst á netfangið epj@epj.is

Örninn, framan við geymsluhús Byggðasafns Reykjanesbæjar á Fitjum
© mynd Emil Páll, 15. okt. 2010
Í framhaldi af skrifunum töluðu menn um að leggja því málefni lið að bjarga bátnum og varðveita. Gekk það m.a. svo langt að einn þeirra sem hafði áhyggjur af málinu skoraði á hina að hafa samband við sig í síma eða tölvupósti svo eitthvað væri hægt að gera. Í dag hafði síðan samband við mig maður sem þekkir mjög inn á varðveislu gamalla muna og hvernig hægt er að fá styrk til að standa straum á slíkum þáttum og í samráði við hann legg ég nú til að þeir sem hafa áhuga á það leggja málinu lið að hafa samband við mig annað hvort í gegn um símann 845 0919 eða með því að senda mér tölvupóst á netfangið epj@epj.is

Örninn, framan við geymsluhús Byggðasafns Reykjanesbæjar á Fitjum
© mynd Emil Páll, 15. okt. 2010
Skrifað af Emil Páli
15.10.2010 16:40
Hagbarður KE 115
Þessi fallega mynd er í eigu Kaffi Duus, en ljósmyndari er trúlega Heimir heitinn Stígsson.

538. Hagbarður KE 115 © mynd í eigu Kaffi Duus, ljósmyndari trúlega
Heimir heitinn Stígsson, Keflavík

538. Hagbarður KE 115 © mynd í eigu Kaffi Duus, ljósmyndari trúlega
Heimir heitinn Stígsson, Keflavík
Skrifað af Emil Páli
15.10.2010 14:49
Er Birta farin norður?
Að sögn sjónarvotta lét Birta VE 8 úr höfn í Keflavík nú rétt fyrir hádegi, en ekki er vitað hvert hún var að fara. Undanfarið hefur verið beðið eftir færi til að sigla bátnum til Akureyrar til viðgerðar og endurbóta, en varla er verið að fara með svona lasakaðan bát þangað núna, þegar slæm spá er.
Skrifað af Emil Páli
15.10.2010 14:41
Á miðunum: Siggi Bjarna GK 5
Þessa mynd tók Þorgrímur Ómar Tavsen frá Sægrími GK er þeir mættu Sigga Bjarna GK 5 á miðunum núna fyrir stundu.

2454. Siggi Bjarna GK 5, á miðunum nú fyrir stundu © símamynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 15. okt. 2010

2454. Siggi Bjarna GK 5, á miðunum nú fyrir stundu © símamynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 15. okt. 2010
Skrifað af Emil Páli
15.10.2010 00:00
Pétur Jónsson RE / Sighvatur Bjarnason VE / Sólfell VE / Kambaröst SU / Birtingur NK
Hér er á ferðinni íslensk smíði frá Stálvík, sem endaði í pottinum rétt áður en báturinn náði 40 ára afmæli sínu.

1061. Pétur Jónsson RE 69 © ljósm.: ókunnur

1061. Pétur Jónsson RE 69 © mynd Snorrason

1061. Sighvatur Bjarnason VE 81 © mynd Snorrason

1061. Sighvatur Bjarnason VE 81 © mynd vsv.is

1061. Sighvatur Bjarnason VE 81 © mynd Ísland 1990

1061. Sólfell VE 640 © mynd Snorrason

1061. Sólfell VE 640 © mynd Skerpla

1061. Kambaröst SU 200 © mynd Skerpla

1061. Birtingur NK 119 © mynd Skerpla

1061. Birtingur NK 119 © mynd Þorgeir Baldursson
Smíðanúmer 8 hjá Stálvík hf., Arnarvogi, Garðahreppi 1967-1968 eftir teikningu Ágústs G. Sigurðssonar. Hljóp af stokkum 2. des. 1967. Lengdur og yfirbyggður hjá Slippstöðinni hf., Akureyri 1976. Seldur til Danmerkur í niðurrif 2006.
Var eitt fyrsta skipið á Íslandi sem búið var Atlas fiskigeisla, en tækið var í mjög fáum íslenskum skipum 1981.
Njörður hf., Sandgerði stóð í samningum um kaup á skipinu í maí 1996, en upp úr þvi slitnaði.
Nöfn: Eldey KE 37, Pétur Jónsson KÓ 50, Pétur Jónsson RE 69, Haförn RE 69, Sighvatur Bjarnason VE 81, Sigfús Bjarnason VE 181, Sólfell VE 640, Kambaröst SU 200, Sólfell EA 314 og Birtingur NK 119.

1061. Pétur Jónsson RE 69 © ljósm.: ókunnur

1061. Pétur Jónsson RE 69 © mynd Snorrason

1061. Sighvatur Bjarnason VE 81 © mynd Snorrason

1061. Sighvatur Bjarnason VE 81 © mynd vsv.is

1061. Sighvatur Bjarnason VE 81 © mynd Ísland 1990

1061. Sólfell VE 640 © mynd Snorrason

1061. Sólfell VE 640 © mynd Skerpla

1061. Kambaröst SU 200 © mynd Skerpla

1061. Birtingur NK 119 © mynd Skerpla

1061. Birtingur NK 119 © mynd Þorgeir Baldursson
Smíðanúmer 8 hjá Stálvík hf., Arnarvogi, Garðahreppi 1967-1968 eftir teikningu Ágústs G. Sigurðssonar. Hljóp af stokkum 2. des. 1967. Lengdur og yfirbyggður hjá Slippstöðinni hf., Akureyri 1976. Seldur til Danmerkur í niðurrif 2006.
Var eitt fyrsta skipið á Íslandi sem búið var Atlas fiskigeisla, en tækið var í mjög fáum íslenskum skipum 1981.
Njörður hf., Sandgerði stóð í samningum um kaup á skipinu í maí 1996, en upp úr þvi slitnaði.
Nöfn: Eldey KE 37, Pétur Jónsson KÓ 50, Pétur Jónsson RE 69, Haförn RE 69, Sighvatur Bjarnason VE 81, Sigfús Bjarnason VE 181, Sólfell VE 640, Kambaröst SU 200, Sólfell EA 314 og Birtingur NK 119.
Skrifað af Emil Páli
14.10.2010 22:38
Amoníakleki við Njarðvíkurhöfn í kvöld
Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja og lögregla eru nú við fiskverkunarhús Saltvers við Njarðvikurhöfn og a sögn Þorgríms Ómars Tavsen sem kom þarna að og tók mynd þá sem hér fylgir með, er vart líft á bryggjunni vegna amoníakslofts.

Á vettvangi við Saltver sem stendur við syðri hafnargarðinn í Njarðvik, nú fyrir stundu © símamynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 14. okt. 2010

Á vettvangi við Saltver sem stendur við syðri hafnargarðinn í Njarðvik, nú fyrir stundu © símamynd Þorgrímur Ómar Tavsen, 14. okt. 2010
Skrifað af Emil Páli
14.10.2010 22:00
Ólafur Bjarnason SH 137

1304. Ólafur Bjarnason SH 137 © mynd Ísland 1990
Skrifað af Emil Páli
14.10.2010 21:00
Geiri Péturs ÞH 344

1207. Geiri Péturs ÞH 344 © mynd Ísland 1990
Skrifað af Emil Páli







