Færslur: 2010 Janúar
30.01.2010 10:23
Áskell EA 48
1807. Áskell EA 48 © mynd Þór Jónsson
Smíðanúmer 205 hjá Ulstein Hatlö A/S, Ulsteinsvik, Noregi 1987. Kom fyrst til Reykjavíkur 18. desember 1987. Seldur til Grænlands í sept. 2009.
Nöfn: Hákon ÞH 250, Áskell EA 48, Birtingur NK 119 og núverandi nafn: Erica GR-18-119
30.01.2010 06:25
Sjósetning Heiðrúnar ÍS 4 og Heiðrún ÍS 4 / SKúmur HF 177
Myndir þær sem nú koma eru raunar tvískiptar, þ.e. í fyrrihlutanum sést sjósetning Heiðrúnar ÍS 4 á 'Isafirði og í seinni hlutanum saga skipsins.








1506. Heiðrún ÍS 4, sjósett á Ísafirði © myndir í eigu Bjarna Sv. Benediktssonar
1506. Heiðrún ÍS 4 © mynd Þór Jónsson
1506. Skúmur HF 177 © mynd Álasund
1506. Skúmur HF 177 © Shipspotting
1506. Skúmur HF 177 © mynd Álasund
Smíðanúmer 50 hjá M. Bernhardssyni hf., Ísafirði 1978. Afhentur 7. janúar 1978. Seldur út landi til
Rússlands í mars 2006.
Sem Ingimundur SH strandaði togarinn við Vesturboða í Grundarfirði 12. mars 2004, er það var á leið til Njarðvíkur í slipp, þar sem búið var að selja það. Losnaði skipið strax og kom til Njarðvikurhafnar kl. 9.30 morguninn efir.
Sleginn Skipasmíðastöð Njarðvíkur á nauðungaruppboði i des. 2005 og síðan annaðist skipasalan Álasund sölu á skipinu úr landi.
Nöfn: Heiðrún ÍS 4, Heiðrún GK 505, Ingimundur SH 335, Skúmur HF 177 og núverandi nafn: Skumur M-0266.
29.01.2010 19:38
Máni II ÁR 7 kemur að landi í dag


1887. Máni II ÁR 7, kemur að landi í Þorlákshöfn í dag © myndir Ástrós Werner 29. janúar 2010
29.01.2010 18:33
Þekkingaleysi eða brandari
Sjávarútvegur | 29. janúar 2010 | 09:04:19
Óskin aflahæst
Ósk KE og Erling KE eru efst á lista aflafretta.com yfir aflahæstu netabátana í janúar. Ósk hefur landað í Keflavík og Erling í Njarðvík. Ósk hefur landað samtals 157,5 tonnum í einum róðri og þar af 14 tonnum í einum róðri sem verður að teljast harla gott. Afli Erling nemur rétt rúmum 144 tonnum eftir 15 róðra.
Ósk KE er fyrsti netabáturinn til að komast yfir 100 tonnin á þessari vertíð
--
Já samkvæmt fréttinni landaði Óskin 157,5 tonnum í einum róðri. Ansi er ég hræddur um að slíkt magn hefði ekki komist í bátinn, jafnvel þó fiskur hefði verið settur í lúkarinn og vélarúmið líka. Ekki bara það, báturinn er ekki nógu stór til að bera þetta magn.
Hið rétta er að hann fékk þetta magn í 19 róðrum.
29.01.2010 17:58
Stokksey ÁR 50
1245. Stokksey ÁR 50, á Höfn © mynd Þór Jónsson
Smíðanúmer 38 hjá Slippstöðinni hf., Akureyri 1972., eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Yfirbyggðr hjá Skipasmiðjunni Herði hf., Njarðvík 1979. Seldur til Skotlands 14. mars 1996. Sökk fljótlega eftir söluna til Skotlands.
Var nr. 5 af 14 raðsmíðaskipum í flokki 105-140 tonna stálskipa frá Slippstöðinni hf.
Úreldingastyrkur samþykktur í des. 1994, en hætti við að nota hann þann 31. mars 1995.
Nöfn: Surtsey VE 2, Stokksey ÁR 50, Aldey ÞH 110 og Temacia FR 331.
29.01.2010 16:00
Ásta GK 262
Sá bátur sem nú birtist mynd af rær yfirleitt frá Suðurnesjum, enda úr Garðinum, en er Þór Jónsson tók myndina var hann að róa frá Djúpavogi.
1231. Ásta GK 262, á Djúpavogi © mynd Þór Jónsson
29.01.2010 13:10
Svanur RE 45
1029. Svanur RE 45, í höfn á Djúpavogi
1029. Svanur RE 45, í slipp í Reykjavík © myndir Þór Jónsson
29.01.2010 11:46
Hólmatindur SU 220
Hér er það togari sem farin er fyrir margt löngu úr skipastól okkar. Þá er af honum mynd er hann fór á hliðina í höfn erlendis, eftir að hafa verið seldur úr landi.


1567. Hólmatindur SU 220 © myndir Þór Jónsson
--ö"ö--

Hólmatindur eftir að hann valt í höfn erlendis © mynd af google, ljósm: ókunnur
29.01.2010 00:00
Arnarnúpur ÞH 272 - síldveiði o.fl

Séð aftur eftir skipinu, Arnarnúpi ÞH 272

Dæling

Síld

Helgi heitinn skipstjóri og Gestur vélstjóri

Kast

Gott kast

Og Hágangur

Slippur

Vélarúmið

Wichmann aðalvél

Nú sprautuð

1002. Arnarnúpur ÞH 272 © myndir Svafar Gestsson
Þó stutt sé síðan að saga hans var sögð, læt ég hana fylgja hér með:
Smíðanúmer 49 hjá Kaarbös Mek Verksted A/S, Harstad, Noregi 1965. Hljóp af stokkum 10. des. 1965, afhentur í mars 1966. Yfirbyggður að hluta 1973, Lengdur Noregi 1973. Lokið við yfirbyggingu 1977. Lengdur aftur 1980. Sett á hann ný brú í Skipasmíðastöð Njarðvikur, sem flutt hafði verið notuð inn frá Noregi 1992. Seldur til Nýfundalands 10. feb. 2004.
Eggert Gíslason, eigandi og skipstjóri á Gísla Árna RE 375 setti 1966 Íslandsmet á skipið, sem stóð allt til ársins 1994.
Nöfn: Gísli Árni RE 375, Sunnuberg GK 199, Sunnuberg NS 199, Arnarnúpur ÞH 272 og Sikuk.
28.01.2010 19:46
Sæljón SU 104

1398. Sæljón SU 104 © mynd Þór Jónsson

1398. Sæljón SU 104 © mynd af google, ljósm.: ókunnur

1398. Sæljón SU 104 © mynd af google, ljósm.: ókunnur
28.01.2010 16:46
Gunni RE 51

1319. Gunni RE 51, í Reykjavíkurhöfn © mynd Emil Páll
Smíðanúmer 416 hjá Bátalóni hf., Hafnarfirði 1973. Breytt í frambyggðan bát síðar. Fórst 14. febrúar 2000, 4 sm. SV af Akranesi og með honum einn maður.
Nöfn: Stefán Rögnvaldsson EA 345, Nunni EA 87, Nunni GK 161 og Gunni RE 51.
28.01.2010 13:38
Skafti HF 48 farinn í pottinn
Á a.m.k. tveimur skipasíðum kom fram nú fyrir skemmstu að togarinn Skafti HF 48 væri að veiða fyrir siglingatúr, sem hann kæmi ekki til baka úr, heldur færi beint í pottinn. Á síðu Grétars Þórs er það staðfest með tilvísun í Fiskifréttir, en skipið seldi afla sinn erlendis fyrr í þessum mánuði.
1337. Skafti, hér sem SK 3 © mynd Þór Jónsson
28.01.2010 13:18
Sandafell SU 210 / Freyr GK 157 og Örn KE 13
Efri myndin er ein af skemmtilegu perlunum sem Þór Jónsson hefur tekið í áranarás á Djúpavogi og sent okkur og síðan fylgir með mynd af sama skipi undir öðru nafni sem Þór hefur einnig tekið.
1012. Örn KE 13 og 11. Freyr GK 157, á Djúpavogi
11. Sandafell SU 210 © mynd Þór Jónsson
