29.01.2010 17:58

Stokksey ÁR 50

Nú er það einn af raðsmíðabátunum frá Akureyri sem gerður var út hér á landi í 24 ár og þá seldur erlendis, en sökk fljótlega eftir þá sölu.


                               1245. Stokksey ÁR 50, á Höfn © mynd Þór Jónsson

Smíðanúmer 38 hjá Slippstöðinni hf., Akureyri 1972., eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Yfirbyggðr hjá Skipasmiðjunni Herði hf., Njarðvík 1979. Seldur til Skotlands 14. mars 1996. Sökk fljótlega eftir söluna til Skotlands.

Var nr. 5 af 14 raðsmíðaskipum í flokki 105-140 tonna stálskipa frá Slippstöðinni hf.

Úreldingastyrkur samþykktur í des. 1994, en hætti við að nota hann þann 31. mars 1995.

Nöfn: Surtsey VE 2, Stokksey ÁR 50, Aldey ÞH 110 og Temacia FR 331.