Færslur: 2010 Janúar

28.01.2010 13:14

Bryggjuspjall

Þessir þrír voru fangaðir með myndavélinni á bryggjuspjalli í Njarðvíkurhöfn í hádeginu í dag.


  BRYGGJUSPJALL Í NJARÐVIKURHÖFN  f.v. Magnús Magnússon, Markús Karl Valsson, Halldór Magnússon og Helgi Guðmundsson © mynd Emil Páll  28. janúar 2010

28.01.2010 13:03

Perla

Sanddæluskipið Perla kom til Njarðvíkur í hádeginu í dag, og lagðist að slippbryggjunni. Fer því ekkert á milli mála að skipið er á leið upp í slipp hjá Skipasmíðastöð Njarðvikur
       1402. Perla, kemur til Njarðvíkur í hádeginu í dag © myndir Emil Páll 28. jan. 2010

Sanddælu- og dýpkunarskip smíðað hjá Husumer Schiffswerft í Husum, Þýskalandi 1964.

Nöfn: Annesöby, Jörpeland, Grjótjötunn og núverandi nafn (síðan 1976): Perla.

28.01.2010 12:58

Sæljós GK 185 frá Djúpavogi

Eins og fram kom á flestum skipasíðunum á síðasta vetri var Sæljós GK 185 keypt til Djúpavogs og hér kemur mynd af skipinu í hinni nýju heimahöfn, en skipið hefur enn ekki verið umskráð og er því með GK númerinu.


              1068. Sæljós GK 185, í heimahöfn sinni Djúpavogi © mynd Þór Jónsson

Smíðanúmer 1 hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar, Seyðisfirði 1968. Eftir teikningu Ólafs Jónssonar og Stefáns Jóhannssonar.  Lengdur 1990 og 1998. Ný yfirbygging 1998.

Fyrsti stálbáturinn sem smíðaður var á Austurlandi.

Nöfn: Valur NK 108, Arnþór EA 16, Fossbor ÁR 31, Helguvík ÁR 213, Sæmundur ÁR 213, Sæmundur HF 85, Sæmundur GK 83, Sæmundur HF 85, Sæmundur SF 85, Sæmundur GK 185 og núverandi nafn: Sæljós GK 185

28.01.2010 12:56

Lára Magg og Aníta


      419. Lára Magg ÍS 86 og 399. Aníta, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll 28. jan. 2010

28.01.2010 12:52

Perla og Gandí VE 171

Þessi tvö skip voru á sama tíma að koma til Njarðvíkur í morgun, rétt fyrir hádegi, annað var á leið í slipp, en hitt var að prufukeyra eitthvað eftir að hafa komið í gær úr slipp í Njarðvík. Tók ég smá syrpu með bátum skipnum saman.


              84. Gandí VE 171 og 1402  Perla © myndir Emil Páll 28. janúar 2010

28.01.2010 08:49

Guðbjörg ÍS 46 kemur ný til Ísafjarðar

Ég birti nú eina mynd af komu Guðbjargar IS 46 til Ísafjarðar á sínum tíma, fleiri myndir, munu birtast  þegar birt verður myndasería um þetta skip.


   1579. Guðbjörg ÍS 46, er hún kom ný til Ísafjarðar á sínum tíma © mynd í eigu Bjarna Ben

28.01.2010 08:42

Elín Þorbjarnardóttir ÍS 700 kemur ný til Suðureyrar

Bjarni Ben, er einn af þessu duglegu sem sendir myndir til birtingar á síðunni. Í síðustu sendingunni gerðist það að nánast hver einasta mynd frá honum smellpassar við þær myndaseríur sem gerðar eru við báta, þ.e. að eiga mynd af nánast hverju nafni sem viðkomandi bátur hefur borið. Slíkar myndir birtast því með seríunum þegar þær koma fyrir augu lesenda. Ein og ein stök mynd birtist þar fyrir utan eins og núna er ég birti frá honum litla syrpu af komu togarans Elínar Þorbjarnardóttur til Suðureyrar á sínum tíma.


     1482. Elín Þorbjarnardóttir ÍS 700, þegar hún kom ný til Suðureyrar © myndir í eigu Bjarna Ben.

28.01.2010 00:04

Árni Sigurður AK 370 / Höfrungur AK 91 / Arnþór EA 16 / Harpa VE 25

Hér kemur sería af myndum af fjórum nöfnum sem báturinn bar og eru nokkrar myndir af sama nafninu, svona til gaman gert. Raunar vantar aðeins myndir af tveimur skráningum.


                                  1413. Árni Sigurður AK 370 © mynd Jón Páll


                 1413. Höfrungur AK 91 © mynd Snorrason


                           1413. Höfrungur AK 91 © mynd Þór Jónsson


                                 1413. Arnþór EA 16 © mynd Þór Jónsson


                                   1413. Arnþór EA 16 © mynd Þór Jónsson


                           1413. Harpa VE 25 © mynd Þór Jónsson


                            1413. Harpa VE 25 © mynd Þorgeir Baldursson


                         1413. Harpa VE 25 ©  mynd Tryggvi Sig.


                                  1413. Harpa VE 25 © mynd sjooghaf

Smíðanúmer 619 hjá Baatservise Verft A/S, Mandal, Noregi 1975. Kom í fyrsta sinn til Akraness 20. febrúar 1975 og landaði sínum fyrsta farmi (síld) í Reykjavík 26. sama mán. Yfirbyggður og lengdur 1977. Lengdur aftur 1988. Seldur til Danmerkur í brotajárn í júní 2005.

Var þriðja skipið af 4 systurskipum sem voru raðsmíðaverkefni fyrir íslenska aðila. Hin voru Skarðsvík SH., Gullberg VE. og Huginn VE.

Nöfn:  Árni Sigurður AK 370, Sigurfari AK 95, Höfrungur AK 91, Arnþór EA 116, Arnþór EA 16 og Harpa VE 25.


27.01.2010 22:30

Geir ÞH 150


                                        2408. Geir ÞH 150 © mynd Þór Jónsson

27.01.2010 21:07

Björg SU 3
                                       1935. Björg SU 3 © myndir Þór Jónsson

27.01.2010 19:30

Ottó Wathne NS 90

Skip það sem nú birtist mynd var byggt sem fiskiskip, varð síðan hafrannsóknarskip og er  nú aftur orðið fiskiskip, en gegnir þó hafrannsóknarskip sem verktaki.


                              1574. Ottó Wathne NS 90 © mynd Þór Jónsson

27.01.2010 17:51

Hvanney SF 51

Þá sjáum við einn Hornfirðinginn, en þeir hafa ekki verið mjög mikið hér á síðunum, fyrir utan nýju bátanna á síðasta ári og þeir sem verið hafa á myndum Þórs Jónssonar og birtst hafa hér á síðunni á undanförnum dögum.


                                     1426. Hvanney SF 51 © mynd Þór Jónsson

27.01.2010 16:42

Blíða KE 17 - nýtt skipsnafn í Keflavík

Gæfa VE 11 kom úr slipp í Njarðvík nú eftir hádegið í dag, með nýju nafni og skráður í Keflavík. Tók ég af bátnum smá myndasyrpu eftir að hann var kominn til heimahafnar.


     1178. Blíða KE 17 ex Gæfa VE 11, í Keflavík í dag og loksins kemur eitthvað annað en blár bátur úr slipp í Njarðvík © myndir Emil Páll 27. janúar 2010

27.01.2010 16:34

Gandi VE 171

Vestmannaeyjabáturinn Gandi VE 171, rann í sjó fram nú síðdegis eftir að hafa farið í mikla skveringu í Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Birt ég þrjár myndir af honum sem teknar voru í dag, sú fyrsta er þegar hann var við slippbryggjuna en hinar þegar hann var að færa sig að bryggju í Njarðvik. Ef mönnum finnst síðustu myndirnar ekki nógu góðar, er ástæðan sú að það var að slökkna á batteríunu í myndavélinni einmitt á þessum tíma.


        84. Gandi VE 171 í sleðanum og nánast kominn alveg niður á brautarenda


                             84. Gandi VE 171 siglir í átt að bryggjunni


                       84. Gandi VE 171 © myndir Emil Páll 27. janúar 2010

27.01.2010 12:32

Björg Jónsdóttir ÞH 321 - kjaftfullur bátur

Hér eru það tvær myndir sem sýna Björg Jónsdóttir ÞH 321 þar sem hún er orðin drekkhlaðin. Myndasmiðurinn að þessu sinni er Svafar Gestsson
            1030. Björg Jónsdóttir ÞH 321 að veiðum © myndir Svafar Gestsson