Færslur: 2010 Janúar

16.01.2010 17:34

Kristján í Sólplasti og Hörður Óskars

Hér birtast myndir er sýna Stjána í Sólplasti eins og hann er oftast kallaður, en hans rétta nafn er Kristján Nielsen og Hörð Óskarsson, eiganda Vins GK 96 sem er í viðgerð hjá Sólplasti eftir bruna í Grófinni í Keflavík á síðasta sumri.


     Þetta er ekki grímubúningur, heldur er þetta Kristján Nielsen í Sólplasti í fullum herklæðum manns sem starfar við viðgerðir, endurbætur og/eða nýsmíði plastbáta


    F.v. Kristján Nielsen í Sólplasti og Hörður Óskarsson, eignandi á Vini GK 96 fram við bátinn © myndir Emil Páll 16. janúar 2009

16.01.2010 16:19

Kristján ÍS 110


                2783. Kristján ÍS 110, í Hafnarfirði í gær © mynd Emil Páll 15. janúar 2010

16.01.2010 14:39

Sindri RE 46

Hér birtast tvær myndir af einum Reykvískum koma til hafnar í höfuðborginni í gær.
   1500. Sindri RE 46, kemur til hafnar í Reykjavík í gær © myndir Emil Páll,  15. janúar 2010

16.01.2010 11:15

Stórglæsileg kvöldmynd úr Reykjavíkurhöfn

Menn hafa að undanförnu gert þó nokkuð að því að taka kvöldmyndir af skipum og fleiru, með misjöfnum árangri. Þessi mynd Þórarins Inga Ingasonar, er með þeirri glæsilegustu sem ég hef séð að kvöldmyndum. Sendi ég honum kærar þakkir fyrir myndaafnotin.


      2686. Magni og nágrenni í Reykjavíkurhöfn © mynd Þórarinn Ingi Ingason í jan 2010

16.01.2010 10:59

Óskar RE 157 og Kambaröst RE 120 í Hafnarfirði

Þessir liggja saman við bryggju í Hafnarfirði, Óskar RE 157 og Kambaröst RE 120


   962. Óskar RE 157 og 120. Kambaröst RE 120, í Hafnarfirði © mynd Emil Páll 15. janúar 2010

16.01.2010 10:27

Ársæll Sigurðsson HF 80 / Grindavíking GK 606 / Kristinn SH 112


2468. Ársæll Sigurðsson HF 80
© mynd skip.vb.is


                       2468. Grindavíking GK 606 © grindavik.is
 

                   
                      2468. Kristinn SH 112, í Ólafsvík © mynd Emil Páll í ágúst 2009

Smíðaður hjá Dalian Shipyard í Dalian, Kína 2001 og var einn af níu raðsmíðaskipum sem smíður voru í Norður-Kína fyrir Íslendinga, hjá sömu skipasmíðastöðinni. Öll skipin komu saman til landsins með þýska vöruflutningaskipinu Wievke til Hafnarfjarðar 10. júlí 2001, eftir 80 daga siglingu frá Kína.

Breytt í Skipavík í Stykkishólmi úr netabáti í að vera sérhæfður neta- og linubátur, 2008.

Kom í fyrsta sinn til Grindavíkur sem Grindavíkin, þriðjudaginn 3. apríl 2007 og til Ólafsvíkur í eftir breytingar, laugardaginn 19. apríl 2008.

Nöfn: Ársæll Sigurðsson HF 80, Önundur RE 78, Grindavíkin GK 606 og núverandi nafn: Kristinn SH 112

16.01.2010 00:15

Hardhaus og Hardhaus H-160-AV / Grindvíkingur GK 606 / Guðmundur VE 29


Þó skipið hafi verið keypt hingað til lands fyrir Grindvíkinga stóð sú útgerð aðeins í nokkra mánuði og þá var hlutafélagið með skipinu selt til Vestmannaeyja og úr varð Guðmundur VE 29. Á undan birtist mynd af Hardhaus sem tók við af nafna sínum sem varð Grindvíkingur / Guðmundur


                         Hardhaus H-160-AV,  sá nýrri © mynd Karmsundet.com


                                      Hardhaus H-160-AV © mynd Álasund


   2600. Grindvíkingur GK 606, er það kom í fyrsta sinn til Grindavíkur 26. sept. 2003 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Grindavíkur


                       2600. Guðmundur VE 29 © mynd af sjooghaf.blogcentral.is


                2600. Guðmundur VE 29, í Reykjavíkurslipp © mynd Emil Páll 2009

Smíðanúmer 137 hjá Mjellers & Karlsen A/S, Bergen, Noregi 1987. Endurbyggður 1997. Fór 6. mars 2006 til Póllands í lengingu upp á 12.5 metra, auk endurbóta og átti að koma til baka á sjómannadag 2006, en vegna bruna í skipinu í Póllandi, seinkaði heimkomu þess til 5. janúar 2007.

Skipið kom fyrst til Grindavíkur 26. sept. 2003 og til Vestmannaeyja kom það sem Guðmundur VE 29, laugardaginn 24. apríl 2004.

Nöfn: Hardhaus H-16-AV, Hardhaus II H-160-AV, Grindvíkingur GK 606 og núverandi nafn: Guðmundur VE 29.

15.01.2010 21:17

Íslenska flutningaskipið Björgvin / Orion

Fyrir nokkrum árum keypti útgerðarfélag í Garðinum lítið flutningaskip, en setti fljótlega á norska skipaskrá og eftir að hafa átt það stutt var það selt öðru íslensku fyrirtæki sem rak það með heimahöfn í Belize. Tilgangur með kaupunum á skipinu var að flytja út ferskan fisk og koma með heim fiskhausa til þurrkunar hjá fyrirtækinu hér heima.


                                      2566. Björgvin í höfn í Sandgerði


   Orion, í Las Palmas á Kanaríeyjum  2007 © mynd Joaquin Ojeda / Skipspotting


  Orion, í Las Palmas á Kanaríeyjum 21. júlí 2007 © mynd Luis G. Herrera, Shipspotting

Smíðanúmer 21 hjá Kragerö Verft & Dokk A/S, Noregi 1978. Kom í fyrsta sinn hingað til lands undir Björgvinsnafninu, laugardagskvöldið 7. desember 2002 og þá til Sandgerðis.

Keyptur hingað til lands í nóv. 2002 til fiskflutninga milli Íslands, Færeyja og Skotlands. Settur á norska alþjóðlega skipaskrá 10. apríl 2003, með heimahöfn í Bergen. Heimahöfn færð síðan yfir til Belize 2007, eftir að það var selt öðru innlentu fyrirtæki.

Lagt í Njarðvíkurhöfn 9. ágúst 2004 og var þar til síðari hlutar janúar 2005 að það var tekið upp í Njarðvíkurslipp vegna sölunnar.

Nöfn: Ringvoll, Lars Hagenrup, Björgvin og Orion

15.01.2010 19:07

Söguleg heimild - þó myndin sé ekki gömul

Sigurður Bergþórsson sendi þessi skemmtilegu mynd, sem er í raun söguleg heimild, þó myndin sé alls ekki gömul. En bæði skip, hús við höfina og skipulagning Reykjavíkurhafnar hefur breyst ótrúlega mikið á fáum árum samkvæmt mynd þessari


                              Reykjavíkurhöfn   © mynd frá Sigurði Bergþórssyni

15.01.2010 17:25

Gunnar GK 501

Fyrir nokkrum árum var stofnsett fyrirtæki í Sandgerði með þeim tilgangi að skrásetja hérlendis norska báta, sem myndu fá síðan kvóta til að veiða í íslenskri lögsögu. Keypti þetta fyrirtæki þrjú skip og komu tvö þeirra til landsins, áður en lokað var fyrir þessa leið. Hér sjáum við annað skipanna.


                 2526. Gunnar GK 501, í höfn í Hafnarfirði © mynd Jón Páll

Smíðanr. 27 hjá Eidsvik Skipsbyggeri A/S, Eidsvik, Noregi 1971. Lengdur 1974, yfirbyggður, brú hækkuð o.fl. 1980.

Innfluttur 2001 og kom til Hafnarfjarðar fimmtudaginn 27. september 2001. Var hann keyptur til útgerðar sem línuveiðari, en var með öllu kvótalaus. Í lok janúar 2002 hélt skipið til Brasilíu til að veiða túnfisk og sverðfisk og síðan var því siglt um jólin 2002 til Úrugvæ og leigt þarlendum aðilum, en fyrri eigandi í Noregi átti skipið. Meðan skipið var í Úrugvæ og Sómalíu var því rænt af sjóræningjum, auk þess sem það lenti í flóðunum miklu um jólin og áramótin 2004 og sökk skipið undan strönd Sómalíu.

Nöfn: Værland SF 232-A, Varland M-58-H, Varlandi F-258-NK, Gunnar GK 501 og Marie.

15.01.2010 16:31

Havborg FD 1160 í Hafnarfirði


          Havborg FD 1160 í höfn í Hafnarfirði í dag © mynd Emil Páll 15. jan. 2010

15.01.2010 16:26

Vörður EA 748 í slipp í Reykjavík

Vörður EA 748 er í slipp í Reykjavík, þar sem m.a. er verið að gera við peru skipsins, en einhverjar skemmdir urðu á henni, er hann keyrði á hafnargarðinn í Njarðvík í fyrrakvöld.


                                          2740. Vörður EA 748 í slipp í Reykjavík


     Einhverjar skemmdir urðu á peru skipsins er hann keyrði á hafnargarðinn í Njarðvík í fyrrakvöld © myndir Emil Páll 15. janúar 2010

15.01.2010 16:24

Landað úr Sóley Sigurjóns í Njarðvík


    Landar var í morgun úr 2262. Sóley Sigurjóns GK 200 í Njarðvík © mynd Emil Páll 15. janúar 2010.

15.01.2010 10:25

Óli Gísla GK 112


                                  2714. Óli Gísla GK 112 © mynd Jón Páll

Af gerðinni Seigur 1300W, frá Seiglu í Reykjavík, 2007. Sérhannaður fyrir krókaafalmarkskerfi og sérstaklega ætlaður fyrir línubeitningavélar. Báturinn var hannaður upp úr stærsta plastbáti sem þá hafði verið smíðaður á Íslandi frá grunni, 2660, þá Happasæl KE, en var þó nokkrum metrum styttri.

Kom í fyrsta sinn til heimahafnar í Sandgerði laugardaginn 5. maí 2007.

Bátur þessi var síðasti Seiglubáturinn sem smíðaður var í Reykjavík, því á meðan á smíðinni stóð, flutti fyrirtækið til Akureyrar.


         2714. Óli Gísla GK 112, í heimahöfn sinni, Sandgerði © mynd Emil Páll 2008

15.01.2010 10:19

Von GK 113


                                               2733. Von GK 113

Af gerðinni Cleopatra 38 frá Trefjum ehf. Hafnarfirði 2007. Sjósettur í Hafnarfjarðarhöfn, þriðjudaginn 18. apríl 2007. Afhentur á sumardaginn fyrsta, 19, apríl það ár og kom sama dag til Sandgerðis.

Stór viðgerð frór fram á bátnum sumarið 2008 hjá Sólplasti ehf., Sandgerði, eftir að báturinn var nærri sokkinn, er hann keyrði á grjótgarðinn við innsiglinguna í Sandgerðishöfn 20. maí 2008 og skemmdist mikið að framan.

Hefur aðeins borið þetta eina nafn.