Færslur: 2010 Janúar

27.01.2010 09:40

Dóri á Býja GK 101

Þegar ég birti myndasyrpuna um bát með skipaskrárnúmerið 62, vantaði aðeins eina mynd í seríuna en það var að bátnum er hann hét Dóri á Býja GK 101. Nú hefur Gunnlaugur Torfason, sem er dóttursonur Gunnlaugs Karlssonar, (Gulla á Voninni) bjargað mér og sent mér tvær myndir af bátnum undir þessi nafni, en hann var skipverji á honum 1994. Svo skemmtilega vill til að á annarri myndinni sést vinur minn Árni heitinn Vikarsson í brúarglugganum. - Sendi ég Gunnlaugi kærar þakkir fyrir þetta.


                      62. Dóri á Býja GK 101, kemur inn til Sandgerðis


          Árni heitinn Vikarsson í brúarglugganum á Dóra á Býja © myndir Gunnlaugur Torfason 1994

27.01.2010 09:31

Þorsteinn EA 810 og Oddeyrir EA 210

Hér koma myndir af tveimur Samherja-skipum í höfn á Djúpavogi fyrir allmörgum árum. Sem fyrr er ljósmyndari Þór Jónsson


                                                   1903. Þorsteinn EA 810


                                 1903. Þorsteinn EA 810 og 1046. Oddeyrin EA 210


                                             1046. Oddeyrin  EA 210


                              1046. Oddeyrin EA 210 © myndir Þór Jónsson

27.01.2010 00:00

Plastbátar - þilfarsbátar og opnir bátar

Áfram höldum við með bátamyndir frá Þór Jónssyn á Djúpavogi og nú eru það plastbátar, bæði þilafarsbátar sem opnir og síðan höldum við áfram á morgun með fleiri báta af öllum stærðum og gerðum sem hann hefur myndað og sendi mér til birtingar.


                         1901. Höfrungur SU 68


                                                          1910. Glaður SU 97


                                                         1915. Tjálfi SU 63


                                              7057. Birna SU 147


                                                      7104. Már SU 145


                                                  Arnar


                                                     Orri © myndir Þór Jónsson

26.01.2010 22:00

Björn lóðs

Lítill lóðsbátur, sem endaði með því að farast er hann var að bjarga öðrum báti, en nánar um það fyrir neðan myndina.


                                        1007. Björn lóðs © mynd Þór Jónsson

Smíðaður hjá Skipasmíðastöð Jóhanns L. Gíslasonar, í Hafnarfirði 1966 eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Kom til heimahafnar í fyrsta sinn 12. maí 1966. Rak upp austan við Þinganessker 8. febrúar 1990 og brotnaði í spón.

Þegar báturinn fórst var verið að ljúka við að aðstoða ms. Keflvíking KE 100 út út Hornafjarðarhöfn. Þrátt fyrir að Keflvíkingur veitti bátnum skjól fyrir brotum tókst það ekki þar sem vélin Björns Lóðs stoppaði. Var þá eina skipverjanum bjargað um borð í Keflavíking, en lóðsbáturinn brotnaði í spón.

Báturinn bar aðeins þetta eina nafn.

26.01.2010 20:09

Æskan SF 140

Hér er á ferðinni eikarbátur smiðaður í Danmörku 1963 og sökk síðar er hann var á leiðinni til nýrra eigenda á Patreksfirði.


                                    936. Æskan SF 140 © mynd Þór Jónsson

Smíðaður hjá Odense Træskibswærft, í Odense, Danmörku 1963. Nýtt stýrishús frá Daníelsslipp í Reykjavík sett á skipið á áttunda áratugnum. Var á leið frá Grindavík til nýrra eigenda á Patreksfirði er hann sökk rétt sunnan við Látrabjarg 15. júlí 2000.

Nöfn: Æskan SI 140, Æskan SF 140, Æskan II SF 141, Drangavík VE 555, Friðrik Bergmann SH 240, Bervík SH 342 og Æskan SH 342.

26.01.2010 20:01

Bragi SU 210

Hér er á ferðinni einn gamall sem smíðaður var fyrir Íslendinga í New York á lýðveldisári okkar 1944.


 355. Bragi SU 210 © mynd  tekin á Breiðdalsvík á árunum 67-70 og er hún skönnuð af litskyggnu úr stóru safni sem Sigurður Þorleifsson tengdarfaðir Þórs Jónssonar tók og gaf honum.

Smíðaður í Brooklyn, New York, USA 1944, eftir teikningu Bárðar Tómassonar, Ísafirði. Stækkaður 1966. Talinn ónýtur 1971. Sökkt undan Dalatanga 15. sept. 1971.

Fyrsti báturinn sem smíðaður hefur verið fyrir íslendinga í Bandarríkjunum.

Nöfn: Bragi GK 415, Bragi RE 250, Bragi SI 44, og Bragi SU 210.

26.01.2010 16:56

Skinney SF 30


                                               250. Skinney SF 30 © mynd Þór Jónsson

Smíðanúmer 31 hjá Örens Mek. Verksted A/S sem skelveiðiskip. Yfirbyggt 1981 og 1982. Seldur til Noregs 22. apríl 2008 og fór síðan í brotajárn í apríl ári síðar.

Fyrirtækið TC Offshore ehf., í Keflavík ætlaði að kaupa skipið og nota sem þjónustuskip fyrir oliuiðnaðinn í Norðursjó, en ekkert varð af því og fór það því í pottinn fræga.

Nöfn: Ísleifur IV 463, Ísleifur IV ÁR 66, Ísleifur IV Ár 463, Skinney SF 30 og Skinney.

26.01.2010 15:55

Garðey SF 22 og Skógey SF 53

Hér sjáum við tvo gamla Hornarfjarðarbáta, sem báðir eiga það sameiginlegt að vera ekki lengur til í skipstól Íslendinga. Sagan Skógeyjar var sögð hér á síðunni nýverið, en saga hins hefur ekki verið rakin hér.


                        126. Garðey SF 22 og 974. Skógey SF 53 © mynd Þór Jónsson

26.01.2010 14:11

Vörður EA 748 o.fl í myndasyrpu

Í hádeginu í dag tók ég meðfylgandi myndasyrpu af Verði EA 748, bæði við bryggju í Njarðvík og eins er hann lét úr höfn og sigldi út Stakksfjörðinn.


        2740. Vörður EA 748 og 2262. Sóley Sigurjóns GK 200 í Njarðvík í morgun


                                             Í Njarðvíkurhöfn rétt fyrir hádegi


                                           2740. Vörður EA 748


                                        Látið úr höfn í hádeginu í dag


                                            Beygjan fyrir hafnargarðinn


                                    Þá er komið út úr innsiglingamerkjunum


                                    Stefnan sett á fulla ferð út Stakksfjörðinn


  Út af Vatnsnesi mætast 1420. Keilir SI 145 og 2740. Vörður EA 748 © myndir Emil Páll 26. janúar 2010

26.01.2010 14:01

VS, VK, VE, GS eða GK?

Þó nóg sé nú sem bíður af myndum til birtingar, en framunda er algjör myndaveisla, þar sem ég hef nú úr að moða hátt í 1000 óbirtum myndum, þá verða alltaf teknar með tilfallandi myndir eins og sú sem hér birtist og erfitt er að sjá hver merking bátsins er. Það kemur þó í ljós á neðri myndinni, en þó furðulegt sé þá var báturinn í slipp í síðustu viku og þetta var þó ekki lagað - Þetta með myndaveisluna sem framundan er, þá eru velunnarar síðunnar æði duglegir að senda myndir og svo dæmi sé tekið þá hefur Þór Jónsson sent um og yfir 100 myndir, en birting þeirra hófst að alvöru í gær. Svavar Gestsson var að senda tæplega 200 myndir teknar hér á landi og á miðunum, í Færeyjum og mjög sérstakt dæmi frá Frakklandi. Þá hef ég að undanförnu safnað eitthvað yfir 600 myndum í seríumyndira af bátum, þ.e. mynd af hverju nafni eða nánast því. Auk þessa hafa margir aðrir sent myndir sem enn eru óbirtar, en nöfn þeirra koma fram með myndunum hverju sinni og sem fyrr segir verða alltaf með myndir sem eru nýjar og teknar oftast sama dag og þær birtast.


         Það er sjálfsagt erfitt að lesa úr þessu númeri, en nánar um það á næstu mynd


        Hér er á ferðinni 2101. Sægrímur GK 525 © myndir Emil Páll 26. janúar 2010

26.01.2010 13:17

Huginn VE 55
                                      1411. Huginn VE 55 © myndir Þór Jónsson

26.01.2010 13:14

Jón Kjartansson SU 111


                            155. Jón Kjartansson SU 111 © mynd Þór Jónsson

26.01.2010 13:10

Júpiter ÞH 61
                             130. Júpiter ÞH 61, á Djúpavogi © mynd Þór Jónsson

26.01.2010 11:35

Síldarflotinn - Djúpavogur og Húsavík

Hér koma þrjár byggðarmyndir, ein af síldarflotanum og er hún trúlega tekin á Hornafirði, þá mynd frá Djúpavogi og síðast er það mynd af trillu á Húsavík. Myndasmiðurinn er Þór Jónsson. Samkvæmt ábendingu Þórs hér fyrir neðan, er myndin tekin á Djúpavogi og sýnir reknetabáta sem voru á veiðum á Berufirði og eru á myndinni 6 bátar og eru 5 þeirra frá Hornafirði.


                                         Síldarflotinn © mynd Þór Jónsson


                                           Á Djúpavogi © mynd Þór Jónsson


                                             Á Húsavík © mynd Þór Jónsson

26.01.2010 00:00

Örn KE 13 - Freyr GK 157 - Fjölnir GK 7 - Beitir NK 123 - Krossanes SU 5

Þór hefur verið iðinn að senda mér myndir í allt kvöld og er hann kominn með yfir 100 myndir og eru sumar teknar á Djúpavogi, aðra á Hornafirði og víðar. Allt kemur þetta í ljós þegar myndirnar birtast. Allar þeir myndir sem birtast hér núna eru teknar á Djúpavogi nema myndin af Beiti NK, þar sem hann er með gamla laginu.


                                                   1012. Örn KE 13


                                                    1012. Örn KE 13


                                          1012. Örn KE 13 og 11. Freyr GK 157


                                                  1135. Fjölnir GK 7


                                                           226. Beitir NK 123


                                                      226. Beitir NK 123


                                   1020. Krossanes SU 5 © myndir Þór Jónsson