29.01.2010 19:38

Máni II ÁR 7 kemur að landi í dag

Ragnar Emilsson skipstjóri sendi mér áðan þessar myndir af Mána II ÁR 7 er hann kom að landi í blíðinnu í Þorlákshöfn í dag. Var það eiginkona Ragnars Ástrós Werner sem tók myndina. En eins og margir muna þá var mikið fjallað um þennan bát hér á síðunni, en hann var breikkaður, auk þess sem fleiri breytingar voru gerðar á honum í Sólplasti í Sandgerði og lauk því í október sl. og var báturinn því sjósettur í Sandgerði að nýju 3. nóv. 2009. Þakka ég kærlega fyrir sendinguna.
   1887. Máni II ÁR 7, kemur að landi í Þorlákshöfn í dag © myndir Ástrós Werner 29. janúar 2010