28.01.2010 13:38

Skafti HF 48 farinn í pottinn

Á a.m.k. tveimur skipasíðum kom fram nú fyrir skemmstu að togarinn Skafti HF 48 væri að veiða fyrir siglingatúr, sem hann kæmi ekki til baka úr, heldur færi beint í pottinn. Á síðu Grétars Þórs er það staðfest með tilvísun í Fiskifréttir, en skipið seldi afla sinn erlendis fyrr í þessum mánuði.
                                      1337. Skafti, hér sem SK 3 © mynd Þór Jónsson