Færslur: 2010 Janúar

04.01.2010 11:33

Rafnkell GK 510

Eins og sagt var frá hér á síðunni í gær, eru í dag liðin 50 ár frá því að báturinn fórst ásamt 6 manna áhöfn og við það urðu 17 börn föðurlaus. Var þess minnst við messu í Safnaðarheimilinu í Sandgerði í gær.


                                                              Rafnkell GK 510

Smíðaður í Fustenb. Þýskalandi 1957, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Fórst í róðri í Miðnessjó 4. jan. 1960 ásamt 6 manna áhöfn.

Bar aðeins þetta eina nafn

04.01.2010 00:00

Úr skipastól Skinneyjar-Þinganess

Svona til að breyta aðeins til fór ég inn á Google og sló inn Þinganess og tók síðan nokkrar myndir sem nú birtast og eru frá ýmsum tímabilum í útgerð fyrirtækisins, eða fyrirtækjanna sem síðar urðu að einu fyrirtæki. Hér er ekki um tæmandi lista að ræða af skipastólnum, heldur lítið sýnishorn. Allar eru myndirnar sem sé teknar af Google, en þar sem ljóst var hver var ljósmyndarinn er nafn hans einnig birt, eða hvaðan myndin kom, ef ekki var ljóst hver ljósmyndarinn var.

                         91. Þórir SF 77 © mynd ríkivatnajökuls


                         250. Skinney SF 30 © mynd Hafþór Hreiðarsson


           566. Þinganes SF 25 © mynd Þorgeir Baldursson


                                2040. Þinganes SF 25 © mynd sverriralla


  Lunar Bow PD 265, síðar  Ásgrímur Halldórsson SF 250 © mynd af hornafjordur.is


                 Ásgrímur Halldórsson SF 250 © mynd skinney/þinganes


03.01.2010 22:12

Rex HF 24 til Eyja?

Samkvæmt frásögn á skipasíðu Tryggva Sig hefur fyrirtæki í Eyjum gert kauptilboð í Rex HF 24 - Nánar á síðu Tryggva (tengill hér til hliðar).


                            2702. Rex HF 24 © mynd Útgerð 2007 / Skip.is


                              2702. Rex HF 24, í Hafnarfirði © mynd Emil Páll

03.01.2010 16:24

Goðafoss, Helgafell og Svanur

Þessi skip voru í borg óttans í dag, Goðafoss, Helgafell og Svanur


                                  Goðafoss © mynd Tor Gravnas/Marine Traffic


                        Helgafell © mynd Juergen Braker / MarineTraffic


                                       Svanur © mynd Marine Traffic

03.01.2010 13:52

Þess minnst að 50 ár eru síðan Rafnkell GK fórst

Við messu í Safnaðarheimilinu í Sandgerði núna kl 14:00 verður þess minnst að 50 ár eru frá því að mb Rafmkell GK 510 fórst og 17 börn urðu föðurlaus. 

03.01.2010 13:33

Que Sera Sera HF 32 á strandstað

Eins og ég sagði frá fyrir jól þá rak Que Sera Sera HF 32 upp og strandaði í Laayoune á Morocco nýverið. Nú hefur Svafari Gestssyni borist eftir krókaleiðum myndir af skipinu á strandstað, en ekki er annað vitað en að hann sé þar enn.
2724. Que Sera Sera HF 32 á strandstað í Laayoune en skipið liggur enn á strandstað, samkvæmt síðustu fréttum

03.01.2010 13:27

Akranes 2003

Júlíus V. Guðnason sendi eftirfarandi myndir sem teknar voru á Akranesi árið 2003


                                         1373. Stakkaberg SH 117


                                           2053. Þjótur
                                   Svanur © myndir Júlíus á Akranesi 2003

03.01.2010 00:00

Eldborg HF 13 / Hólmaborg SU 11 / Jón Kjartansson SU 111


                                    1525. Eldborg HF 13 © mynd Jón Páll


                                 1525. Hólmaborg SU 11 © mynd Jón Páll


                   1525. Hólmaborg SU 11 © mynd af Google, ljósm. ókunnur


                          1525. Jón Kjartansson SU 111 © mynd Jón Páll

02.01.2010 21:55

Sveinn Guðmundsson GK 315


                           709. Sveinn Guðmundsson GK 315 © mynd úr FAXA

02.01.2010 21:52

Pandora
                     2239. Pandora í Grófinni í Keflavík © myndir Emil Páll 1999

02.01.2010 16:46

Mikil sala í plastbátum

Samkvæmt upplýsingum síðuhöfundar hefur að undanförnu verið mikil sala í minni þilfarsbátum, sem flestir eru í dag plastbátar. Sem dæmi þar um þá hefur Oddur á Nesi SI 76, sem er á lokasprettinum í endurbyggingu, eftir bruna, verið seldur útgerð Ingibjargar SH 174, sem selt hefur Ingibjörgu í staðinn, þá hafa bátar eins og Gunnlaugur Tóki KE 200 og Snarfari GK 22 verið seldir og marga fleiri væri hægt að telja upp.

02.01.2010 15:43

Drífa, Hafdís og Vilborg

Þessar myndir sýna annars vegar nýjasta skipakost Sandgerðinga og hinsvega tvo af þeim sex bátum sem Völusteinn tók formlega við í gær og tilheyrðu áður Festi ehf. Sérstök umfjöllun myndir voru um báta sem áður voru í eigu Festis, hér á síðunni í gær og fyrir stuttu síðan var umfjöllun og mynd um þann sem keyptur var nýverið til Sandgerðis


                      795. Drífa SH 400, 2400, Hafdís GK 118 og 2632. Vilborg GK 320


                     795. Drífa SH 400, nýjasta viðbótin við skipakost Sandgerðinga


   Hér sjáum við tvo af þeim sex sem Völusteinn tók formlega við í gær © myndir Emil Páll í Sandgerði í dag, 2. jan. 2010.

02.01.2010 15:39

Salka, Birta, Happasæll og Happadís


   1438. Salka GK 79, 1430. Birta VE 8, 1767. Happasæll KE 94 og uppi á bryggju er 2652. Happadís GK 16 © mynd Emil Páll í Sandgerði í dag, 2.1. 2010

02.01.2010 15:37

Birgir og Ragnar Alfreð


       2005. Birgir GK 263 og 1511. Ragnar Alfreð GK 183, í Sandgerðishöfn í dag © mynd Emil Páll  2. jan. 2010

02.01.2010 00:00

Hvalvík sækir salt og tunnur

Hér sjáum við myndir frá ferð Hvalvíkur til  Noregs og Spánar 1987. Þangað var sótt salt og tunnur og flutt á ýmsar hafnir hérlendis.

+


    1422. Hvalvík sækir salt og tunnur til Spánar og Noregs 1987 © myndir Jóhann Þórlindsson