Færslur: 2010 Janúar

09.01.2010 17:09

VE bátar á útleið

Hér kemur mynd sem birtist á Sjómannablaðinu Víking 1961 og sýnir báta á útleið frá Vestmannaeyjum


                          © mynd úr Sjómannablaðinu Víking 1961

09.01.2010 12:06

Uppselt í öll sæti


                              Hehehehe © mynd af Freshpictures.net

09.01.2010 11:10

Gamlar myndir úr Keflavík

Sigurður Bergþórsson, stofnandi og eigandi af þeim skemmtilegu bátasíðum sem eru á Facebook og nefnast Floti Bíldudals, Floti Patreksfjarðar og Floti Tálknfirðinga, hefur verið duglegur að senda mér myndir sem hann hefur ýmist tekið sjálfur eða fengið annarsstaðar, auk þess sem við höfum látið hvorn annan hafa myndir, sem hann notar í Flota sína og ég hér á síðunni. Nú sendi hann mér þessar tvær myndir, sem afi hans Sigurður F. Þorsteinsson tók er hann var að vinna á Keflavíkurflugvelli. Trúlega eru þær teknar einhvern tímann eftir miðja síðustu öld.


    Keflavík, mynd tekin af Berginu og sést fremst slippbryggjan sem var fjarlægð þegar athafnasvæði Dráttarbrautar Keflavíkur var gert að smábátahöfninni Grófin. Fyrir miðri myndinni sést Miðbryggjan sem svo var kölluð, en sú nafngift kom trúlega þegar bryggja var neðan við Bíóið og einnig var bryggja á sínum tíma á Básnum, sem er svona við endann á byggðninni sem myndin sýnir.


           Keflavíkurhöfn © myndir Sigurður F. Þorsteinsson

09.01.2010 11:05

Nýsmíði- eða endursmiði?

Hér birti ég gamla mynd sem tekin var á sínum tíma í Dráttarbraut Keflavíkur sem þá var til. Myndina birti ég á sínum tíma á síðu Þorgeirs og þá urðu þó nokkrar umræður um hvort hér væri á ferðinni nýsmíði eða endursmíði og hugsanlega um hvaða bát væri að ræða. Niðurstaða fékkst þó ekki og ég á ekki von á að hún komi nokkurn tíman.


            Trúlega endursmíði, í Dráttarbraut Keflavíkur © mynd í eigu Emils Páls

09.01.2010 10:50

Sæfari GK 491

Þessi bátur náði hálfrar aldar sögu og endaði á Húsavík, en þaðan var hann síðustu 20 árin.


               823. Sæfari GK 491 © mynd í eigu Emils Páls, ljósm. ókunnur

Smíðaður af Magnúsi Guðmundssyni í Reykjavík 1919 og stækkaður 1926. Talinn ónýtur 12. des. 1969.

Nöfn: Sæfari GK 491, Sæborg SH 7, Sæborg TH 55 og Sæborg ÞH 55.

09.01.2010 10:28

Týr 111

Hér birti ég frásögn af báti sem var til í rétt rúmlega 30 ár og strandaði tvívegis á þeim tíma.  Með frásögninni birti ég mynd tekna af umfjöllun sjómannadagsblaðsins Víkings frá 1957 og í stað þess að kroppa myndina fannst mér það tilheyra að taka mynd af umfjöllunni með þessum hætti sem hér birtist.


     Týr TH 111 á strandstað á Langanesi © mynd úr Sjómannablaðinu Víking 1957

Smíðaður í Friðrikssundi 1933.

Báturinn slitnaði upp 4. mars 1943 af legunni skammt frá Flankastöðum við Sandgerði og rak á land. Brotnaði báturinn mikið, en var bjargað af Dráttarbraut Keflavíkur og gert síðan við hann þar.

Eins og kemur fram hér fyrir ofan þá standaði hann aftur og nú stutt frá Þórshöfn á Langanesi í apríl 1957. Varðskipið Þór náði honum út og dró til Akureyrar, en þrátt fyrir frásögnina í Víkingi sem sést fyrir ofan myndina, held ég að hann hafi verið dæmdur ónýtur er þangað kom.

Nöfn: Einir SU 520, Friðþjófur SU 520 og Týr TH 111.

09.01.2010 00:08

Skipamyndir frá Morocco


                                                 Stórt flutningaskip


                                                      Trilla


                                                 Trúlega ferja


                                                   Tvö skip


                                              Tjörustampur


                                     Togbátur © myndir Svafar Gestsson

08.01.2010 16:38

Greenpease í Köben
   Rainbow Warror, skip grænfriðungar í Kaupmannahöfn © myndir Gunnar Jóhannsson í gær 7. janúar 2010

08.01.2010 16:31

Hólmavík

Eftirfarandi myndir fékk ég af vefnum Holmavík.123.is og eru teknar af Jóni Halldórssyni, en tengill á hann er hér til hliðar á síðunni.


                   Hólmavík © myndir Jón Halldórsson, holmavik.123.is í jan. 2010

08.01.2010 15:33

Ósk og Birta

Hér sjáum við tvo báta sem nánast háðu kappsiglingu að Keflavíkurhöfn, því þeir voru þar nánast á sama tíma í dag, þó svo að sá stærri hefði vinninginn.


                1855. Ósk KE 5 (nær) og 1430. Birta VE 8, koma til Keflavíkur í dag


                                                       1855. Ósk KE 5


                         1430. Birta VE 8 © myndir Emil Páll 8. jan. 2010

08.01.2010 15:29

Sunna Líf KE 7 og Fylkir KE 102

Þessa mynd tók ég í dag í Grófinni í Keflavík


    1523. Sunna Líf KE 7 og 1914. Fylkir KE 102, í Grófinni, Keflavík í dag © mynd Emil Páll 8. jan. 2009

08.01.2010 00:00

Sjö af 10 myndir, en vantar því þrjár myndir

Arnfirðingur RE 212 / Sandafell SU 210 / Freyr ÁR 170 / Freyr GK 157 / Freyr ÞH 1, Freyr GK 220 og Siggi Þorsteins ÍS 123 og enn vantar myndir vegna þriggja nafna sem eru Sandafell GK 82 / Freyr ÓF 36 / Freyr ÁR 107  Já hér birtast myndir af báti, en það hafa birst seríumyndir af þessum báti áður, en síðan þá hefur myndunum fjölgað og nú er svo komið að myndir eru af sjö nöfnum en þrjú vantar ennþá.


                               11. Arnfirðingur RE 212 © mynd Snorri Snorrason


                 11. Arnfirðingur RE 212 © mynd sk.siglo


                       11. Sandafell SU 210 © mynd Tryggvi Sig.


                          11. Sandafell SU 210 © mynd Þorgeir Baldursson


                               11. Freyr ÁR 170 © mynd Tryggvi Sig.


    11. Freyr GK 157 © mynd af heimasíðu Vísis


                              11. Freyr ÞH 1 © mynd Hafþór Hreiðarsson 2003


  11. Freyr GK 220 © mynd af google, ljósm. ókunnur


   11. Siggi Þorsteins ÍS 123 © mynd Hilmar Bragi Bárðarson, Víkurfréttum 2007

Smíðanr. 196 hjá Bolsnöse Verft A/S, Molde Noregi 1963. Lengdur Þrándheimi 1966. Yfirbyggður í Póllandi 1977.  Rífa átti bátinn í brotajárn hjá Krossanesi í nóv. 2007, en hætt var við það og hann seldur 2008, til Afríku. Við þá sölu var einnig hætt og því fór hann með viðkomu í Njarðvík þar sem hann tók Hauk EA 76 í tog og enduðu þeir báðir í brotajárn í Danmörku.

07.01.2010 20:24

Mokveiddu á þrettándanum

AF bb.is

Guðmundur Einarsson ÍS.
Guðmundur Einarsson ÍS.
Mokveiði var hjá bolvískum bátum á þrettándanum að því er fram kemur á bolvíska fréttavefnum vikari.is. Guðmundur Einarsson ÍS bar 10.940 kg. að landi eftir veiðiferð gærdagsins og Sírrý ÍS kom fast á hæla honum með 9.451 kg. Einar Hálfdáns ÍS aflaði 8.147 kg, Hrólfur Einars ÍS 7.135 kg og Snjólfur ÍS kom með 5.377 kg að landi eftir gærdaginn. Siggi Bjartar ÍS aflaði 4.741 kg, Gunnar Leos ÍS 2.453 kg, Páll Helgi ÍS 1.819 kg. og Sædís 885 kg. 

07.01.2010 18:03

Ískönnunarflug í dag

AF vef Landhelgisgæslunnar:

Þyrla Landhelgisgæslunnar kannar hafís undan Vestfjörðum

7.1.2010

Miðvikudagur 6. janúar 2010

Líf, þyrla Landhelgisgæslunnar fór í dag í ískönnunar- og gæsluflug um Vestfirði og greindi hafísrönd sem var næst landi 18 sjómílur NV af Barðanum, 20 sjómílur NV af Straumnesi og 22 sjómílur NA af Horni.

Voru teknir punktar í ísröndina með radar en hún sást ágætlega í fjarska. Flogið var yfir ís-totur sem lágu frá aðal ísnum og náðist að meta þéttleikann þar. Virtist ísinn vera samfrosta en ekki sáust neinir borgarísjakar né stakir ísjakar í þessu flugi. Landhelgisgæslan hefur sent upplýsingar úr fluginu til Veðurstofu Íslands sem og til sjófarenda. Fylgst verður náið með veðri næstu daga enda mun það hafa áhrif á hvert ísinn mun stefna.

Á þriðjudag var send út viðvörun vegna hafíss á svæðinu en gervihnattamyndir Veðurstofu Íslands sýndu hafís um 30 sjómílur frá landi, og einnig bárust Landhelgisgæslunni tilkynningar frá skipum sem urðu vör við hafís sem sást vel í radar og virtist um þéttan ís vera að ræða. Voru í kjölfarið sendar út siglingaviðvaranir á ensku og íslensku.

Nánari upplýsingar um staðsetningu má sjá á heimasíðu Veðurstofu Íslands.

Hafis_060110

Hafísröndin sem flogið var yfir
Hafis2_060110

Myndir Guðmundur Freyr Jónsson.

 

07.01.2010 16:25

NET - NET - NET

Tilefni þessarar myndatöku var raunar ekki neitt, heldur skaut ég þarna tveimur myndum á ferð minni um Njarðvíkurhöfn í dag.
                233. Erling KE 140, í Njarðvík í dag © myndir Emil Páll 7. jan. 2010