Færslur: 2010 Janúar

10.01.2010 21:48

Svarið með flakið er komið og hér birtum við mynd af bátnum er hann hét Þórunn Jónsdóttir EA 205

Hér fyrir neðan er spurt um nafn á flaki sem liggur á Geldinganesi og því hefur Stefán Einarsson leitt okkur í sannleikann um og því birti ég mynd af bátnum er hann bar nafnið Þórunn Jónsdóttir EA 205 og segi söguna hans.
                   1152. Þórunn Jónsdóttir EA 206 í höfn í Sandgerði © myndir Emil Páll

Smíðanr. 388 hjá Bátalóni hf., Hafnarfirði 1971.

Eins og fram kemur í færslunni hér fyrir neðan þá var báturinn notaður síðustu árin sem þjónustubátur við laxeldi á Sundunum í Reykjavík, þegar laxeldið var upp á sitt besta. Slitnaði báturinn upp af legu á Grafarvoginum og rak upp í Geldinganes og flakið má sjá á myndum Sigurlaugs hér fyrir neðan, sem teknar eru nú fyrir nokkrum dögum.

Nöfn: Hrönn KE 48, Magnús Jónsson BA 35, Þórunn Jónsdóttir RE 101, Þórunn Jónsdóttir EA 205, Þórunn Gunnarsdóttir KE 207, Særós KE 207, Sif ÁR 207 og Lax III.

10.01.2010 16:02

Þekkið þið þennan bát? Eða vitið af hverju flakið er?

Sigurlaugur sendi fimm mynda syrpu sem tekin var af bátsflaki á Geldinganesi. Kemur nánar frá honum undir myndunum svo og viðbót við nafngiftina Tangahöfn sem stóð í sumum er birtar voru myndir sem Sigurlaugur tók á Jóladag.


           Þekkið þið af hverjum flakið er © myndir Sigurlaugur í jan. 2010

Bréf Sigurlaugs með myndunum er svohljóðandi:

Ég var á ferð um Geldingarnesið héna við Grafarvog og í voginum sem snýr að Viðey er bátsflak og búið að liggja í fjörunni sennilega ein 20 ár eða meira, nú veit ég ekki haus eða sporð um þetta flak og gaman væri nú að komast að því hver þessi bátur var og eitthvað um hann.

Svo annað í myndasyrpunni sem ég sendi þér um jólin þá var athugasemd gerð við nafnið Tangarhöfn sem er við Bryggjuhverfi í Grafarvogi, nú skal ég ekki segja um hvort höfnin heitir það eða eitthvað annað en samkv. skilti við veginn sem liggur að garðinum við höfnina er nafnið á bryggjunni ,,Tangarbryggja" og ætti það nafn að koma fram á kortunm hjá Já.is og sennilega nafnið á höfninni þar.

Svarið er komið eins og sést í orðum Stefáns Einarssonar hér fyrir neðan og eins birti ég mynd af bátnum og sögu hans í færslunni hér fyrir ofan

10.01.2010 15:57

Erling KE 140

Hér sjáum við tvær myndir sem teknar voru í dag er Erling KE 140 kom inn. Önnur var tekin við Vatnsnesið í Keflavík og hin er hann nálgaðist bryggjurnar í Njarðvik.


                                           233. Erling KE 140 úti af Vatnsnesi


         233. Erling KE 140 kemur inn fyrir sjóvarnargarðinn í Njarðvík í dag © myndir Emil Páll 10. janúar 2010

10.01.2010 15:52

Úr Njarðvíkurhöfn í dag


                                                    Frengen og Stafnes KE 130


               Stafnes KE 130, Jón Oddgeir, Lára Magg, Aníta og Stormur


           Aníta, Stormur, Röstin, Gunnar Hámundarson og Selur © Myndir teknar af  Emil Páli í Njarðvíkurhöfn í dag 10. jan. 2010.

10.01.2010 13:16

Happadís GK 16 seld


                                    2652. Happadís GK 16 © mynd Emil Páll

Smíðanr. 4 hjá Spútnik-bátum, Akranesi 2006 og var að gerðinni Spútnik-    Afhentur rétt fyrir verslunarmannahelgi 2006 og þar sem annar bátur bar enn þá nafnið Happadís var hann fyrst skráður sem Spútnik AK 110 í nokkra daga.

Happadís GK 16 var alltaf mikið aflaskip og sem dæmi þá var hann hæsti smábáturinn undir 10 tonnum bæði 2006 og 2007, auk þess sem hann var 3. hæsti smábátur landsins árið 2007 með 1100 tonn. Þar að auki sló hann árið 2006 það met að koma með mest að landi í róðri þ.e. 17,2 tonn.

Mest allt árið 2009 lá báturinn við bryggju í Sandgerði og var um tíma rætt um að hann yrði seldur til Noregs en ekkert varð af því. Nú hefur báturinn verið seldur til Akraness að því að ég best veit.

Nöfn: Spútnik 4 AK 110 og Happadís GK 16

10.01.2010 13:02

Sigurvin GK 51 / Fram ÞH 62
                                 1999. Sigurvin GK 51 © myndir Emil Páll


                                   1999. Fram ÞH 62 © mynd Hafþór Hreiðarsson

Smíðaður hjá Landskrona Varv í Landskrona, Svíþjóð 1985 og fluttur hingað til lands fjögurra ára gamall. Lengdur í húsnæði Keflavíkurbæjar (áður Dráttarbraut Keflavíkur) 1990 af eigandanum sjálfum. Breikkaður og breytt á Óseyrarbryggju í Hafnarfirði 1996. Nýtt stýrishús síðar.

Nöfn: Ekki vitað um það í Svíþjóð, en hér á landi eru það aðeins tvö: Sigurvin GK 51 og núverandi nafn Fram ÞH 62. 

10.01.2010 12:46

Njörður KE 110 / Ólafur Jóhannsson ST 45


                                    2032. Njörður KE 110 © mynd Emil Páll


                        2032. Ólafur Jóhannsson ST 45 © mynd Gunnar Th.

Smíðaður hjá Selfa Bat í Þrándheimi, Noregi 1990. Skutlenging (geymir) 1996.

Nöfn: Njörður KE 110, Sævar Guðjóns ST 45 og Ólafur Jóhannsson ST 45.

10.01.2010 12:41

Kló RE 147


                                   2062. Kló RE 147 © myndir Emil Páll

Smíðaður hjá Bátasmiðju Guðmundar, Hafnarfirði 1990. Lengdur 2003 hjá Sólplasti ehf., Innri-Njarðvík.

Nöfn: Skotta HF 88 og Kló RE 147.

10.01.2010 12:35

Marteinn KE 200
                                     2087. Marteinn KE 200 © myndir Emil Páll

Smíðaður hjá Sortland Boast A/S í Sortland, Noregi 1990. Seldur úr landi til Noregs 25. júlí 2005.

Báturinn var fluttur hingað til lands nýr með  ms. Hvassafelli. Er skipið var statt út af Norðurlandi í slæmu veðri að kvöldi 4. okt. 1990, féll báturinn fyrir borð og var dreginn til Ólafsfjarðar, þar sem gert var við hann. Kom hann síðan til heimahafnar 9. febrúar 1991.

Nöfn: Marteinn KE 200, Dagný ÁR 107, Elín BA 148, Elín RE 1 og Staðarberg GK 9.

10.01.2010 00:25

Smábátar fyrir einhverjum áratugum

Hér kemur smá myndasyrpa sem ég tók fyrir einhverjum áratugum af aðallega litlum þilfarsbátum, þó einn og einn opinn hafi komið með.


                                                        1956. Jenný KÓ 4


                                                      2082. Vikar KE 121


                                          2073. Sólrún KE 124


                             1904. Sólbjört KE 4 og 2094. Jóna Björg GK 304


                                                      5725 Mars KE 41


                                 6828. Særún GK 104 © myndir Emil Páll

09.01.2010 22:32

Helmingur fyrrum FESTIS báta verða nú seldir kvótalausir

Völusteinn ehf., sem keypti þrotabú Festis ehf. á dögunum hefur nú ákveðið að selja helming af bátunum sem þeir fengu þarna í einum pakka, en hirða þó af þeim kvótann áður. Þetta eru bátarnir Anna GK 540, Ásdís GK 218 og Hafdís GK 118. Verða þá eftir þrír beitingavélabátar og munu tveir þeirra verða gerðir út frá Sandgerði en sá þriðji frá Skagaströnd en aflanum ekið til Hafnarfjarðar, þar sem vinnslan fer fram í húsum sem Festi átti þar. Þá á Völusteinn fyrir á Bolungarvík bátinn Hrólf Einarsson ÍS og verður hann gerður út áfram þar fyrir vestan.
---
Þessi til viðbótar þá hafa borist fréttir um að Gæfa VE 11 sem legið hefur síðan fyrir jól í Keflavíkurhöfn og er nýlega keypt frá Vestmannaeyjum, sé nú komin aftur á söluskrá, en kvótalaus.

09.01.2010 20:45

Gullborg RE 38 / Gullborg VE 38 / Gullborg II SH 338


                  490. Gullborg RE 38 © mynd úr safni Tryggva Sig


              490. Gullborg RE 38 © mynd úr Sjómannablaðinu Víkingi 1961


            490. Gullborg RE 38, hér komin með stýrishús, sem áður var á Atla VE 14
                                           © veggmynd i eigu Emils Páls


                                490. Gullborg VE 38 © mynd Emil Páll


      490. Gullborg VE 38, komin með enn nýtt stýrishús © mynd Þorgeir Baldursson


                      490. Gullborg II SH 338 © símamynd Gunnar Th. 2008


                 490. Gullborg II SH 338 © mynd Sigurlaugur 2009


                     490. Gullborg II SH 338 © mynd Sigurlaugur í des. 2009

Smíðað í Nyborg Skipswærft, Nyborg,  Danmörku 1946.

Sögufrægt aflaskip til margra ára undir skipstjórn Benónýs Friðrikssonar (Binna í Gröf).

Endurbyggt í Bátalóni hf. Hafnarfirði 1967. Þá sett á hann stýrishús af Atla VE 14 og síðar sett enn á ný á bátinn nýtt stýrishús.

Menningasjóður Stafkirjusvæðis, Útvegsmannafélag Vestmannaeyja og Vestmannaeyjahöfn eignuðust bátinn 2000 og voru uppi hugmyndir um að varðveita skipið á Skansinum í Vestmannaeyjum, en hætt var við það 2001. Kom skipið til Njarðvíkur 15. sept. 2001 og lá þar fram yfir áramótin. Var það gert út frá Sandgerði um vertíðina undir skipstjórn Grétars Mar Jónssonar og síðan lagt á vordögum 2002 í Reykjavíkurhöfn, þar sem það að lokum sökk við bryggju og eftir það tekið upp í Daníelsslipp þar sem það hefur verið síðan.

Í nóv. 2006 urðu Faxaflóahafnir við ósk þeirra frænda Árna Johnsen og Gunnars Marels Eggertssonar um að hætta við að rífa bátinn, en þess í stað yrði hann gerður af safngripi í Njarðvík og gerður klár undir það  í Njarðvíkurslipp. Hætt var við þá framkvæmd og báturinn sem fyrr segir verið í Reykjavík.

Nöfn: Erna Durnhuus, Gullborg RE 38, Gullborg VE 38, Gullborg SH 338 og Gullborg II SH 338.

09.01.2010 18:51

Jónas Jónasson GK 101 / Birkir SU 519 - Söguleg staðfesting á mynd


      622. Jónas Jónasson GK 101, sjósettur hjá Dröfn hf. í Hafnarfirði 6. júlí 1961 © mynd úr Víkingi 1961


   622. Birkir SU 519, söguleg mynd, þar sem hvergi er hægt að finna í bókum að búið hafi verið að umskrá bátinn, er hann brann og sökk. Mynd Tryggva Sig. er því söguleg staðfesting á að það var búið © mynd Tryggvi Sig. í maí 1966.

Smíðanr. 32 hjá Skipasmíðastöðinni Dröfn hf, Hafnarfirði 1961 eftir teikningu Sigurjóns Einarssonar. Sjósettur 6. júlí 1961. Brann og sökk 3. júní 1966 á leið frá Eskifirði til Neskaupstaðar.

Nöfn: Jónas Jónasson GK 101 og Birkir SU 519.

09.01.2010 18:43

Bragi KE 19


                                356. Bragi KE 19 © mynd Emil Páll

Smíðaður í Dráttarbraut Innri-Njarðvíkur 1944. Yfirsmiður og teiknari bátsins var Bjarni Einarsson. Talinn ónýtur vegna fúa 8. des. 1975. Sökkt á utanverðum Önundarfirði.

Nöfn: Bragi GK 479, Ver II VE 118, Bragi KE 19, Bragi SK 74 og Bragi IS 27.

09.01.2010 17:13

Tony og Steinunn Finnbogadóttir

Þessa mynd tók ég í dag í Skipasmíðastöð Njarðvíkur og sýna Steinunni Finnbogadóttur BA 325 sem einu sinni hét Helga Guðmundsdóttir BA 77 og Tony ex Moby Dick


  Tony ex 46. Moby Dick og 245. Steinunn Finnbogadóttir BA 325 í Njarðvíkurslipp í dag 
                                                    © mynd Emil Páll 9. jan. 2010