Færslur: 2010 Janúar

12.01.2010 12:39

Dröfn KE 6


               325. Dröfn KE 6 © mynd Emil Páll

Smíðaður í Bátalóni hf., Hafnarfirði 1960. Úrelding 13. okt. 1992.

Nöfn: Kvistur KÓ 13, Bjargá ÞH 102, Dröfn EA 235, Dröfn KE 6, Dröfn BA 62, Dröfn ÍS 78, Dröfn SH 141 og aftur Dröfn ÍS 78.

12.01.2010 11:07

Draupnir HU 65

Hér kemur einn af svonefndu Landsmiðjubátum, sem smíðaður var í Reykjavík 1955.
                         321. Draupnir HU 65, í Keflavíkurhöfn © myndir Emil Páll

Smíðanr. 8 hjá Landssmiðjunni hf., Reykjavík árið 1955. Brann og sökk 10 sm. frá Malarrifi 2. júní 1979.

Nöfn: Barði ÍS 550, Draupnir ÍS 550, Draupnir VE 550, Draupnir HU 65 og Draupnir KE 65.

12.01.2010 00:00

Aftur nánast fullt hús, bæði myndir af nöfnum og helstu breytingum

Já aftur kem ég með bát, þar sem vel hefur tekist að afla mynda með nöfnum sem hann hefur borið svo og helstu breytingum. Raunar vantar aðeins mynd við eitt nafn, sem er Blátindur VE 30.


          13. Árni Þorkelsson KE 46 © mynd Snorri Snorrason


              13. Andvari KE 93 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness


                           13. Snætindur ÁR 88 © mynd Snorrason


           13. Snætindur ÁR 88, í lengingu © mynd Tryggvi Sigurðsson


                       13. Snætindur ÁR 88 © mynd Hafþór Hreiðarsson


                             13. Gulltoppur ÁR 321 © mynd Hafþór Hreiðarsson


                                    13. Litlaberg ÁR 155 © mynd Emil Páll


                                           13. Búddi KE 9 © mynd Emil Páll


                                       13. Búddi KE 9 © mynd Emil Páll


                                          13. Búddi KE 9 © mynd Emil Páll

Smíðaður hjá Brandenburg/Havel, Brandenburg, Þýskalandi 1961, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Kom til Keflavíkur í fyrsta sinn um páskana 1961.  Lengdur um miðjuna og að aftan og skutur sleginn út, hjá Ósey hf., Hafnarfirði 1995.

Sem Árni Þorkelsson KE 46 valt báturinn á hvolf og inn í nótina, í Garðsjó eða úti af Hólmsbergi. Vann Hafsteinn  Jóhannsson á Eldingunni þá mikið þrekvirki er hann skar bátinn út úr nótinni og rétti hann sig þá við. Fyrir dómi tapaði Hafsteinn þó björgunarlaununum að mestu.

Nöfn: Árni Þorkelsson KE 46, Andvari KE 93, Blátindur VE 30,  Snætindur ÁR 88, Gulltoppur ÁR 321, Litlaberg ÁR 155 og núverandi nafn: Búddi KE 9.  Eina nafnið sem ekki er mynd af er Blátindur VE 30.

        

11.01.2010 21:00

Hver var snillingurinn?

Einn af skipstjórum og útgerðarmönnum ísl. fiskiskipaflotans bað mig um að varpa fram eftirfarandi máli, með von um að einhver þarna úti gæti komið með svarið.

Eins og margir muna, ýmist af eigin reynslu, eða hafa séð á myndum voru menn á dekki alltaf hálfbognir í aðgerð. Síðan gerðist það að menn fóru að setja upp einskonar móttöku á þilfari og eftir það stóðu menn uppréttir við að gera að aflanum.

Gaman væri að vita hver átti upptökin að því að vinnubrögðum var þarna breytt í þetta horf? Horf sem er auðvitað mikið manneskjulegra.

11.01.2010 20:48

Styrmir GK 313
                       1687. Styrmir GK 313 á Njarðvikurbryggju © myndir Emil Páll  1991

Smíðaður hjá Guðmundir Lárussyni hf., Skagaströnd, en fullsmíði lauk hjá G. Gíslasyni í Hafnarfirði á ráinu 1985.  Hækkaður 1987 og afskráður sem fiskiskip 2006.

Nöfn: Anna HF 313, Styrmir GK 313 og núverandi nafn og nafn frá 1991: María ÞH 41.

11.01.2010 19:39

Bogi GK 165


                                1616. Bogi GK 165 í höfn í Sandgerði


        1616. Bogi GK 165, að mig minnir í Njarðvik © myndir Emil Páll 1990-94

Smíðaður hjá Bátasmiðju Guðmundar, Hafnarfirði 1982.

Nöfn: Dís HF 29, Dís VE 39, Laugatindur ÍS 525, aftur Dís VE 39, Bogi GK 165, Hvítá MB 2, Hvítá ÍS 455, Hafdís ÍS 455, Hafdís Sk 55 og núverandi nafn: Hafey AK 55.

11.01.2010 17:40

Nonni GK 64


                      991. Nonni GK 64, við bryggju í Höfnum © mynd Emil Páll

Smíðaður sem nótabátur, á Ísafirði 1950. Dekkaður hjá Ólafi Guðmundssyni á Árbæ við Ísafjörð og tók endurbyggingin mörg ár en báturinn var skráður sem fiskibátur 1965. Talinn ónýtur og tekinn af skrá 4. mars 1992.

Átti upphaflega að heita Nói, en hætt var við það.

Nöfn: Nonni ÍS 64, Nonni GK 64 og aftur Nonni ÍS 64.

11.01.2010 17:35

Leó VE 400


                                      © mynd úr safni Tryggva Sig.


                                     © mynd í eigu Emils Páls


                                658. Leó VE 400 © mynd Snorri Snorrason

11.01.2010 16:19

Hreggviður BA 73, frá Skáleyjum

Næstu þrjár færslur eru af sjóförum, sem Jón Halldórsson, sem er með hinn vinsæla vef Hólmavík,123.is, tók á ferð sinni á Reykhóla í gær.


   7089. Hreggviður BA 73, frá Skóleyjum © mynd Jón Halldórsson, á Reykhólum í gær 10. jan. 2010

11.01.2010 16:16

Karlsey


            1400. Karlsey, á Reykhólum © Jón Halldórsson, hólmavík.123.is  10. jan. 2010

11.01.2010 16:13

Kvistur BA 149


    6534. Kvistur BA 149, á Reykhólum í gær © mynd Jón Halldórsson, Holmavík.123.is , 10. jan. 2010

11.01.2010 14:38

Ásta GK 262


      1231. Ásta GK 262, kemur inn til Keflavíkur í dag © mynd Emil Páll 11. jan. 2009

11.01.2010 14:35

Ásta og Frú Magnhildur

Hér sjáum við tvo báta mætast á Stakksfirði í dag. Ástu GK 262 sem var á leið til Keflavíkur og Frú Magnhildi VE 22 sem var á leið frá Njarðvik og á miðin.


        1231. Ásta GK 262 (nær) og 1546. Frú Magnhildur VE 22 mætast á Stakksfirði framan við Keflavíkurhöfn í hádeginu í dag © mynd Emil Páll 11. jan. 2009

11.01.2010 08:46

Tvö skip kyrrsett í fyrra

Samkvæmt vef Siglingamálastofnunar og fréttum á visi.is kyrrsetti  Siglingastofnun Íslands tvö skip og gerði athugasemdir við ástand níutíu til viðbótar við hafnarríkiseftirlit árið 2009.
Til Íslands komu 357 skip, mörg þeirra oftar en einu sinni. Árið 2009 fækkaði komum einstakra skipa frá árinu á undan um 31 skip. Skoðuð voru 92 skip, eða 25,7 prósent þeirra erlendu skipa sem hingað komu en þau voru frá 23 þjóðlöndum. Skoðuð voru skip í fjórtán höfnum á landinu og þar af fimmtán skemmtiferðaskip af sjötíu sem komu til Reykjavíkur.

Skipin 92 sem skoðuð voru komu frá 23 þjóðlöndum:

Antigua

  7

Bahamas

11

Isle of man

  3

Caymaneyjar

  1

Líbería

  5

Malta

  9

Thailand

  2

Rússland

  4

Kýpur

  5

Þýskaland

  1

Hong Kong

  2

Netherlands

  2

Danmörk

  2

Panama

12

Finnland

  1

Portúgal

  1

Barbados

  4

Filippseyjar

  1

Færeyjar

  4

Marshalleyjar

  3

Noregur

  9

Sviss

  1

Litháen

  3

 

 

Kyrrsett skip: 2
Athugasemdir gefnar: 91
Athugasemdir teknar út: 186


Skoðuð voru skip í 14 höfnum á landinu á árinu:

Reykjavík

23

Akranes

  1

Grundartangi

33

Þorlákshöfn

  2

Keflavík

  4

Neskaupstaður

  2

Reyðarfjörður

10

Straumsvík

11

Grindavík

  2

Siglufjörður

  1

Vestmannaeyjar

  1

Fáskrúðsfjörður

  1

Helguvík

  1

Reykhólar

  1

Skoðuð voru 15 skemmtiferðaskip af 70 komum til Reykjavíkur.

11.01.2010 00:00

Nánast fullt hús. Mynd með hverju nafni og hverri breytingu á

Hér birtist myndræn saga báts sem á þessu ári nær því að verða hálfra aldar gamall og er þó enn í fullri notkun. Birtast myndir af öllum nöfnum og öllum breytingum, en þó vantar eina mynd til að fylla í skarðið, en hún breytir litlu, þar sem fyrir er mynd af bátnum með sama nafni og í sama lit og alveg eins, aðeins hefur orðið breyting á númeri úr HU 36 í HF 361.


   219. Víðir II GK 275, kemur drekkhlaðinn til Keflavíkur © mynd í eigu Emils Páls, ljósm.: ókunnur


        219. Víðir II GK 275, drekkhlaðinn © mynd í eigu Emils Páls, ljósm.: ókunnur


                    219. Víðir II GK 275, í Njarðvíkurslipp © mynd Emil Páll


                  219. Ljósfari GK 184, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll


   219. Ljósfari GK 184, kemur inn til Hafnarfjarðar © mynd Snorrason


                    219. Ljósfari GK 183, á leið út frá Keflavík © mynd Emil Páll


         219. Njarðvík KE 93, í Njarðvikurhöfn © mynd Snorrason


             219. Njarðvik KE 93, með heimahöfn í Reykjanesbæ © mynd Emil Páll


           219. Þorsteinn SH 145 © mynd af vefnum Hellissandur.is


                    219. Arney HU 36 © mynd Guðmundur St.


                                 219. Arney HU 36 © mynd Þorgeir Baldursson


      219. Portland VE 97, í Vestmannaeyjum © mynd Benóný Benónýsson (yngri)


             219. Portland VE 97, í Vestmannaeyjum © mynd Jóhann Þórlindsson


            219. Portland VE 97,  í Vestmannaeyjum © mynd Tryggvi Sig. 10. jan. 2010

Smíðaður af Gravdal Skipsbyggeri, Sunde, Noregi 1960. Endurbyggður og yfirbyggður i Sandgerði 1989. Lengdur sama ár í Njarðvik. Breytt í togskip hjá Ósey hf. Hafnarfirði 1998. Sett á hann brú, af 50. Steinunni RE 32.

Hér í myndasyrpunni vantar aðeins mynd af honum sem Arney HF 361, en bæði nafn, litur og útlit er það sama og er á bátnum er hann bar nafnið Arney HU 36.

Eins og sjá má á síðustu myndinni þá ber hann aldurinn vel, það er ekki annað hægt að segja.

Nöfn: Víðir II GK 275, Ljósfari GK 184, Njarðvík KE 93, Þorsteinn SH 145, Arney HU 36, Arney HF 361 og núverandi nafn: Portland VE 97.