29.01.2010 18:33

Þekkingaleysi eða brandari

Oft hefur verið talað um ónákvæmni fréttamanna, en sennilega hefur frétt sú sem birtist á vf.is í dag, slegið öll met. Fréttin er svohljóðandi:

Sjávarútvegur | 29. janúar 2010 | 09:04:19
Óskin aflahæst

Ósk KE og Erling KE eru efst á lista aflafretta.com yfir aflahæstu netabátana í janúar. Ósk hefur landað í Keflavík og Erling í Njarðvík. Ósk hefur landað samtals 157,5 tonnum í einum róðri og þar af 14 tonnum í einum róðri sem verður að teljast harla gott. Afli Erling nemur rétt rúmum 144 tonnum eftir 15 róðra.

Ósk KE er fyrsti netabáturinn til að komast yfir 100 tonnin á þessari vertíð

--

Já samkvæmt fréttinni landaði Óskin 157,5 tonnum í einum róðri. Ansi er ég hræddur um að slíkt magn hefði ekki komist í bátinn, jafnvel þó fiskur hefði verið settur í lúkarinn og vélarúmið líka. Ekki bara það, báturinn er ekki nógu stór til að bera þetta magn.

 Hið rétta er að hann fékk þetta magn í 19 róðrum.