Færslur: 2010 Janúar

07.01.2010 14:47

Frú Magnhildur og Keilir

Tveir aðkomubátar Keilir SI 145 og Frú Magnhildur VE 22, sem báðir eru gerðir út á netaveiðar, landa afla sínum hjá Hólmgrími Sigvaldasyni í Keflavík. Sjást þeir báðir koma inn nú á þriðja tímanum í dag, Keilir á leið til Njarðvíkur en Frú Magnhildur inn til Keflavíkur.


         1546. Frú Magnhildur VE 22 (nær) og 1420. Keilir SI 145, framan við Vatnsnesið


    1546. Frú Magnhildur VE 22 rétt utan við hafnargarðinn í Keflavík og í fjaska í rigningunni má sjá 1420. Keilir SI 145


            1546. Frú Magnhildur VE 22 © myndir Emil Páll í dag 7. jan. 2010

07.01.2010 13:20

Stapavík AK 132 / Sveinn Sveinsson BA 325 / Draumur


                                     1547. Stapavík AK 132 © mynd Snorrason


                         1547. Sveinn Sveinsson BA 325 © mynd Snorrason


       1547. Sveinn Sveinsson BA 325 © mynd úr Flota Pateksfjarðar, Sigurður Bergþórsson


                            1547. Draumur © mynd Þorgeir Baldursson 2009

07.01.2010 00:00

Hér sjáum við myndir af sjö nöfnum af níu

Þessi sjö eru: Helgi Flóventsson ÞH 77 / Sólfari AK 170 / Stígandi II VE 477 / Hrafn Sveinbjarnason II GK 10 / Særún ÁR 400 / Náttfari HF 185 / Brynjólfur ÁR 3. Myndir vantar af skipinu er það hét Skjaldborg RE 40 og Nói EA 477


                    93. Helgi Flóventsson ÞH 77 © mynd Snorri Snorrason


   93. Sólfari AK 170 dreginn brunninn til Reykjavíkur © mynd 123.is/skipamyndir, Axel E.


       93. Sólfari AK 170 kominn að landi eftir brunann © mynd 123.is/skipamyndir


      93. Stígandi II VE 477 © mynd úr safni Tryggva Sig, sem birtist á 123.is/skipamyndir


           93. Hrafn Sveinbjarnason II GK 10 © mynd Hafþór Hreiðarsson


                  93. Hrafn Sveinbjarnason II GK 93 © mynd Hafþór Hreiðarsson


            93. Hrafn Sveinbjarnason II GK 10 © mynd Tryggvi Sig.


                           93. Særún ÁR 400 © mynd Tryggvi Sig.


                           93. Náttfari HF 185 © mynd Snorrason


                                  93. Brynjólfur ÁR 3 © mynd Tryggvi Sig.

Smíðanr. 257 hjá Lundstöls Skips & Batbyggeri A/S, Linstöl, Noregi 1962. Stækkaður 1964. Endurbyggður í Reykjavík 1974-1975, eftir að bruni hafði komið upp í bátnum 29. ágúst 1973 út af Skaftárósi. Dró ms. Esja hann fyrst til Vestmannaeyja og síðan til Reykjavíkur. Yfirbyggður hjá Karsteinssens, Skagen, Danmörku 1982. Lengdur 1986 í Nyköbing Mors, Danmörku. Fór í pottinn til Danmerkur í október 2005 og dró með sér Val GK, en Valur slitnaði aftan úr um 130 sm. V. af Færeyjum og hirti danskt varðskip síðan bátinn eins og hvert annað rekald úti á rúmsjó og dró til Færeyja og síðan var hann dreginn til Danmerkur eftir þó nokkurn tíma.

Nöfn: Helgi Flóventsson ÞH 77, Sólfari AK 170, Skjaldborg RE 40, Stígandi II VE 477, Hrafn Sveinbjarnason II GK 10, Særún ÁR 400, Náttfari HF 185, Nói EA 477 og Bryjólfur ÁR 3.


06.01.2010 12:39

Hvalvík

Nýleg birti ég langa myndasyrpu af Hvalvík sem sótti salt til Spánar og tunnur til Noregs á árinu 1987 og flutti á ýmsar hafnir hérlendis. Þá birtist hins vegar engin heildarmynd af skipinu sjálfu, en nú hefur Jóhann Þórlindsson bætt úr því og sent þessa mynd af skipinu.


                         1422. Hvalvík © mynd Olav Moen / term.alom.a.com

06.01.2010 12:36

Geirfugl GK 66 á leið í slipp

Hér sjáum við Geirfugl GK 66 á leið í slipp hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur í morgun.


                   2746. Geirfugl GK 66 í Njarðvík í morgun © mynd Emil Páll 6. jan. 2010

06.01.2010 12:30

Mina ex Jaxlinn kom fulllestaður frá Grænlandi

Eins og sást á næturmyndunum sem ég birti í gærkvöldi kom Mina sem áður hét Jaxlinn og var gerður út frá Íslandi, til Njarðvikur í gærkvöldi. Nú er komið í ljós að hann var fulllestaður af ýmsum tækjum og tólum frá Grænlandi, s.s. færiböndum, kranabíl, flatvagni o.fl.


  Mina ex 2636. Jaxlinn í Njarðvíkurhöfn í hádeginu í dag. Önnur skip sem sjást á myndunum eru 2777. Ísafold sem búið er að selja til Grænhöfðaeyja og 2101. Sægrímur GK 525 © myndir Emil Páll  6. jan. 2010

06.01.2010 12:25

VE bátarnir í Keflavík á net

Í gærkvöldi birti ég myndir teknar með næturstillingu af tveimur VE bátum í Keflavíkurhöfn og nú birti ég þær aftur teknar í dagsbirtu. Sýnist mér að báðir bátarnir séu annað hvort á netaveiðum eða að fara á slíkar veiðar.


                     1178. Gæfa VE 11 og 1546. Frú Magnhildur VE 22 í hádeginu í dag


             1546. Frú Magnhildur VE 22 í Keflavíkurhöfn © myndir Emil Páll 6. jan. 2010

06.01.2010 00:03

Morocco - skip af ýmsum stærðum


                                                    Trilla


                                                       Trilla


                                              Smábátur


                                          Rússnesk skonnorta


                                                  Stendi 1


                                       Stór ferja © myndir Svafar Gestsson

05.01.2010 23:20

Reynt að ná Que Sera Sera HF 32 út

Samkvæmt fréttum sem Svafari Gestssyni hefur borist varðandi strandið á Que Sera Sera HF 32  eru nýjustu  fregnir þær að það sé verið að reyna ná Que Sera Sera út með Carpe Diem HF 32 (ex Álsey) sem dráttarskipi.

05.01.2010 20:39

Mina ex Jaxlinn í Njarðvík

Í kvöld kom flutningaskipið Mina, sem áður var íslenskt og bar nafnið Jaxlinn, til Njarðvíkur, en hverra erinda veit ég ekki, en síðast er skipið var hér við land var það í flutningum vegna gullgraftarins á Grænlandi. Þar sem hafnsögubáturinn Auðunn er ekki tilbúinn flutti björgunarbáturinn Jón Oddgeir hafnsögumanninn um borð.


   2474. Jón Oddgeir kemur að landi í Njarðvík, eftir að hafa flutt hafsögumanninn út í Mínu
  Danska skipið Mina ex Jaxlinn, kemur í kvöld til Njarðvíkur © myndir Emil Páll 5. jan. 2009

05.01.2010 20:34

VE bátar í Keflavík

Tveir bátar með VE númerum liggja nú við sömu bryggjuna í Keflavíkurhöfn. Gæfa VE 11 sem hefur legið þar síðan fyrir jól, en báturinn hefur verið seldur aðilum á Álftanesi og síðan kom í dag Frú Magnhildur VE 22 og landaði, en samkvæmt frásögn á síðu Markúsar Karls Valssonar, er hann á netum og lagði upp hjá Hólmgrími Sigvaldasyni. Sjá nánar á krusi.123.is


               1178. Gæfa VE 11 og 1546. Frú Magnhildur VE 22 í Keflavíkurhöfn í kvöld


    1546. Frú Magnhildur VE 22 í Keflavíkurhöfn í kvöld © myndir Emil Páll  5. jan. 2009

05.01.2010 19:34

Skinney tekur olíu fyrir utan Colomboá

Hér sjáum við  myndir teknar í heimferð Skinneyjar SF  20 frá Taiwan til Íslands, sem Þorvarður Helgason sendi til birtingar og sendi ég þakkir til baka fyrir þetta.


                              Skinney SF 20 tekur olíu fyrir utan Colomboá

                          Sri-Lanka togbátur í Malacca sundi © myndir Þorvarður Helgason.

05.01.2010 00:00

Myndir af sjö nöfnum af átta - því vantar aðeins eina mymd

Gísli lóðs GK 130 / Hringur GK 18 / Ásgeir Torfason ÍS 96 / Dalaröst ÁR 63 / Jón Bjarnason SF 3 / Hafbjörg EA 23 / Íslandia GK 101. - Vantar aðeins mynd bátnum er hann hét Dóri á Býja GK 101


            62. Gísli lóðs GK 130 © mynd bátarogskip


                             62. Hringur GK 18 © mynd Bjarni Sveinn Benediktsson


                          62. Hringur GK 18 © mynd Snorrason


                62. Ásgeir Torfason ÍS 96 © mynd Bjarni Sveinn  Benediktsson


                            62. Dalaröst ÁR 63 © mynd Snorrason


                                62. Jón Bjarnason SF 3 © mynd Tryggvi Sig.


                              62. Hafbjörg EA 23 © mynd Þorgeir Baldursson


            62. Íslandía GK 101 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Grindavíkur

Smíðaður hjá Fredrikssund Skipswerft í Frederikssund, Danmörku 1961. Eftir að sett hafði verið í skipi Grenaa vél var það fyrsta íslenska fiskiskipið með fjórgengis diselvél frá Grenaa.

Lá við bryggju í Sandgerði frá lokum humarvertíðar 1994. Úreldingastyrkur hafði verið samþykktur á bátinn í des. 1994. Í mars 1996 var úreldingarétturinn seldur Miðnesi hf. upp í Berg Vigfús, en Njáll hf. átti bátinn sjálfan áfram. Eftir að hann var seldur til Grindavíkur til áframhaldandi sölu til Svíþjóðar þar sem breyta átti honum í farþegaskip, reyndist hann gangfær, þrátt fyrir að vera búinn að liggja lengi og sigldi því fyrir eigin vélarafli til Grindavíkur í júní 1997. Í Svíþjóð átti að nota hann til sjóstangaveiða i Eyrarsundi og Kattergat.
Báturinn komst þó aldrei nema til Runavíkur í Færeyjum og þar lá hann í reiðileysi þar til hann var seldur á nauðungaruppboði í nóv. 2001, var þó ekki tekinn formlega af íslenskri skipaskrá fyrr en 6. jan. 2003. Ekkert er vitað hvað varð um skipið eftir uppboðið.

Nöfn: Gísli lóðs GK 130, Hringur GK 18, Ásgeir Torfason ÍS 96, Dalaröst ÁR 63, Jón Bjarnason SF 3, Hafbjörg EA 23, Dóri á Býja GK 101, Íslandía GK 101 og Íslandía.

04.01.2010 23:18

Ísbrjótar í viðbragðsstöðu

Af síðu Gunnars Jóhannssonar, Danmörku, sjá Tengil hér til hliðar.


Ísabrjótarnir þrír Danbjörn Ísbjörn og Thorbjörn eru komnir í viðbragðstöðu því allt bendir til að það verði ísvetur, sund og firðir eru byrjaðir að verða illfærir


Síðasti ísavetur var 1996 í Danmörku og hefur ekki verið þörf á ísbrjótum síðan og þeim er farið að hlakka til að komast í action

04.01.2010 17:16

Sægrímur GK 525, Keilir SI 145 og Maron GK 522

Það er ekki oft sem það næst að taka myndir af 75% af útgerðarflota sama aðila koma að landi á sömu hálfri klukkustundinni. Það gerðist þó nú á fimmta tímanum í Njarðvík að þrír af fjórum bátum er tengjast Hólmgrími Sigvaldasyni komu til Njarðvikur, en sá fjórði hefur væntanlega komið til Grindavíkur. Af því tilefni birti ég nú langa myndasyrpu með alls níu myndum af þessu skemmtilega atviki, þó þetta séu allt bátar sem ég hef birt myndir af áður og þá eins og nú á siglingu.


                          2101. Sægrímur GK 525 kemur fyrir sjóvarnargarðinn


                                     2101. Sægrímur GK 525 í smá veltingi


           Hér má sjá 1420. Keilir SI 145 koma fast á eftir 2101. Sægrími GK 525


                            2101. Sægrímur GK 525, nánast kominn til hafnar


                            1420. Keilir SI 145 kemur fyrir sjóvarnargarðinn


                          1420. Keilir SI 145, nálgast höfnina í Njarðvik


                                      Stuttu síðar kom 363. Maron GK 522


    Segja má að 363. Maron GK 522 beri aldurinn vel, þó hann sé orðinn 55 ára gamall


   Hér eru þeir allir þrír komnir að bryggju í Njarðvik í dag f.v. 363. Maron GK 522, 1420. Keilir SI 145 og 2101. Sægrímur GK 525 © myndir Emil Páll 4. jan. 2010.