Færslur: 2010 Janúar

25.01.2010 21:58

Guðrún Gísladóttir KE 15

Hér kemur það fiskiskip sem talið var það glæsilegasta sem sjósett hafði verið á þeim tíma. Það var þó ekki lengi í útgerð því það strandaði og sökk við Noregi í 7. veiðiferð sinni. Nánar var sagt frá því fyrir stuttu hér á síðunni.
                 2413. Guðrún Gísladóttir KE 15, á Djúpavogi © myndir Þór Jónsson

25.01.2010 21:04

Heddi frændi EA 244

Hér kemur trébátur, sem að mig minnir sökk í höfninni á Hornafirði fyrir nokkrum misserum.


                     892. Heddi frændi EA 244, á Djúpavogi © mynd Þór Jónsson

25.01.2010 19:46

Seley ÞH 381

Enn fjölgar myndum sem Þór Jónsson sendir mér til birtingar og mun ég birta nokkar þeirra í kvöld og í nótt og síðan verður þessum myndum blandað með öðrum myndaefni og eins nota ég þær sem eiga við í seríumyndir þ.e. þegar verið er að safna saman myndum af öllum þeim nöfnum sem viðkomandi skip hefur haft.
                       1076. Seley ÞH 381 © myndir Þór Jónsson á Djúpavogi

25.01.2010 16:44

Sigurður Bjarnason GK 100 - Sigþór ÞH 100 - Víkingur AK 100 - Huginn VE 55 - á Djúpavogi

Myndasmiðurinn og sjómaðurinn Þór Jónsson á Djúpavogi stóð svo sannarlega við orð sín síðan í síðustu viku og sendi mér nú myndarlegan myndapakka af bátum sem hafa haft viðdvöl á Djúpavogi, bæði nýverið svo og allt upp í að vera fyrir nokkrum áratugum. Mun ég kom með myndirnar á næstunni og hér koma þær fjórar fyrstu sem teknar eru svona holt og bolt úr pakkanum. Sendi ég honum bestu þakkir fyrir þennan rúmlega 70 mynda pakka, þar sem ýmsar perlur leynast með, jafnvel myndir af skipum sem ekki eru lengur til o.fl.


                                            68. Sigurður Bjarnason GK 100


                                         185. Sigþór ÞH 100


                                                        220. Víkingur AK 100


                      2411. Huginn VE 55 © myndir Þór Jónsson á Djúpavogi

25.01.2010 15:05

Varðskip og Ósk KE

Smá myndasyrpa frá því í hádeginu í dag af varðskipi sem lá á ytri höfninni í Keflavík og 1855. Ósk KE 5 sem var á leið á miðin.


                            Varðskip á ytri-höfninni í Keflavík í hádeginu í dag


                      1855. Ósk KE 5, nálgast varðskipið á Stakksfirði í dag


  Hér er Ósk KE 5 og varðskipið stutt frá hvoru öðru © myndir Emil Páll, 24. janúar 2010

25.01.2010 14:33

Ramona og Ásdís

Við lestur síðu Jóns Grunnvíkings í gær rak ég alveg í rogastans, þegar ég sá að auglýstur var til sölu bátur, sem ég vissi það síðast um að eftir að hafa sokkið 7 sm. V. af Siglunesi 9. maí 2005 og verið dreginn síðan til hafnar á Siglufirði marandi í hálfu kafi og falið út af skipaskrá sökum þess, var þarna kominn og til sölu. Hafði ég strax samband við Jón sem veitti mér þær upplýsingar sem koma fram fyrir neðan myndasyrpu þá sem hér er og sendi mér jafnframt mynd af Ásdísi, en svo heitir báturinn í dag, í verki.


1900. Ramóna með Ásdísina í togi í einhverjum vöruflutningum að koma inn til Grunnavíkur © mynd Marý Linda Jóhannsd. 2008


2094. Ásdís, eins og hún er í dag og kom fram í auglýsingu á síðu Jóns Grunnvíkings


    2094. Jóna Björg GK 304 (sá rauði) í Sandgerðishöfn á tíunda áratug síðustu aldar © mynd Emil Páll

Framleiddur af Selfa Baat A/S í Þrándheimi í Noregi 1990. Skutgeymir 1997 og breyting á skut 1998. Eins og kemur fram fyrir ofan myndirnar sökk hann.

Fyrirtæki Jóns keypti bátinn á Siglufirði og var hann sóttur þangað af 1900. Ramónu og dreginn til Ísafjarðar þar sem allt var tekið innan úr honum og honum breytt í flutningapramma, til að flytja byggingaefni o.fl. til Grunnavíkur. Hann er þó í raun hvorki skráður né afskráður. Þ.e. að ef hann er lagaður upp þá fær hann fulla skráningu að nýju, en er strípaður í dag og að sögn Jóns mikill burðarjálkur.

Nöfn: Jóna Björg GK 304, Júlía GK 400, Júlía SI 62, Ásdís Ólöf SI 23 og núverandi nafn: Ásdís.


25.01.2010 10:05

Aðeins þrír Bátalónsbátar eftir hérlendis og enginn eins og husanlega sá fjórði á Orkneyjum

Í gær þegar ég birti sögu eins Bátalónsbáts urðu smá umræður um þá sem enn væru eftir. Menn fóru að benda á báta sem væru geymdir inn í húsi eða væru á byggðarsafni. Þegar rætt er um þá sem eru eftir er aðeins hægt að styðjast við þá sem enn eru á skipaskrá, ekki báta sem eru utan við skrá, þó þeir séu hugsanlega í góðu ástandi áfram. Ákvað ég því að segja frá þeim bátum sem enn eru á skrá, en þeir eru þrír hérlendis, þar af tveir sem hafa verið eins frá upphafi, en annar þó með álhúsi sem hann fékk í upphafi. Sá þriðji var gerður frambyggður fyrir allmörgum árum og hugsanlega er til sá fjórði, sem var seldur til Orkneyja eftir að hafa verið tekin af skrá hérlendis. Sá hét hér 1217. Sóley KE 15 og bar síðast nafnið Aron K 880 á Orkneyjum. Bátarnir sem eru hérlendis eru 1428. Skvetta SK 7, sem er á Hofsósi, 1381. Magnús KE 46 í Keflavík og sá frambyggði er 1092. Glófaxi II VE 301. Birti ég nú myndir af þeim sem enn eru hérlendis og eru á skrá.

            1381. Magnús KE 46, með álhúsinu © mynd Erling Brim Ingimundarson


                          1428. Skvetta SK 7, á Hofsósi © mynd Þorgeir Baldursson


                       1092. Glófaxi II VE 301 © mynd úr safni Tryggva Sig.

25.01.2010 00:00

Sunnudagssyrpa úr Njarðvikurhöfn

Í gær (sunnudag) lék ég mér aðeins með myndavélina og tók af allt og engu, ef svo má orða, því smellt var að því sem fyrir augun bar og úr varð þessi myndasyrpa sem nú birtist. Svona til að villa ekki um fyrir lesendum um sunnudaginn, þá er kominn mánudagur nú á miðnætti þegar þetta birtist.


                  Maron GK 522, Keilir SI 145, Ósk KE 5 og Sægrímur GK 525


               Sömu bátar og hér fyrir ofan, nema nú hefur Ísafold bæst í hópinn


  F.v. 1855. Ósk KE 5, 2101. Sægrímur GK 525, 2777. Ísafold og 2474. Jón Oddgeir


   Enn sömu bátar, nema stefnið er á 419. Láru Magg ÍS 86 og afturendinn er á 929. Svan KE 90


                   1855. Ósk KE 5, 2101. Sægrímur GK 525 og 2777. Ísafold


                                       Frengen og 929. Svanur KE 90


                                        1084. Friðrik Sigurðsson ÁR 17


                  163. Jóhanna Margrét SI 11, 419. Lára Magg ÍS 86 og 399. Aníta


                                       Maron, Keilir, Ósk og Sægrímur


                       Sömu bátar f.v. Maron, Keilir, Ósk og Sægrímur


    2101. Sægrímur, 1855. Ósk, 1420. Keilir og 363. Maron © myndir Emil Páll, 24. janúar 2010

24.01.2010 23:03

Olíuskip sinnti ekki tilmælum

Af vef Landhelgisgæslunnar:

Olíuskip sinntu ekki tilmælum varðstjóra Landhelgisgæslunnar um að senda upplýsingar

24.1.2010

Sunnudagur 24. janúar 2010

Þrjú erlend olíuskip voru innan íslensku efnhagslögsögunnar síðastliðinn föstudag, djúpt S og SA af Íslandi. Reynt var að ná sambandi við skipin og þeim tilmælum beint til skipstjóra að senda upplýsingar um siglingu skipanna meðan þau væru innan íslensku lögsögunnar.

Þegar loks náðist samband voru tvö skipanna komin út úr lögsögunni og sinntu ekki tilmælum varðstjóra um að senda upplýsingar. Þriðja skipið, olíuskipið Panna sinnti heldur ekki tilmælum varðstjóra, heldur sneri skipið út úr IEEZ og sigldi til Fuglafjarðar í Færeyjum. Skipið er 23.304 Brt, 182 metra langt, skráð í Portúgal.

Mynd olíuskipið Panna; vesseltracker.com

24.01.2010 22:14

Bátar og togari frá Flateyri

Bjarni Ben hefur áður sent okkur myndir frá Flateyri og nú komu átta stykki sem ég birti allar í einu. Um leið sendi ég honum bestu þakkir fyrir.


                      297. Ásgeir Torfason ÍS 96 fyrir breytingu © mynd Snorri Snorrason


              297. Ásgeir Torfason ÍS 96, eftir breyting í Stykkishólmi 1965


                     741. Benni Vagn ÍS 96 kemur til Flateyrar í fyrsta sinn


                                         1056. Ásgeir Torfason ÍS 96


                                     1159. Torfi Halldórsson ÍS 19, stuttur


                           1159. Torfi Halldórsson ÍS 19, eftir lengingu


                                          1262. Ásgeir Torfason ÍS 96


       1451. Gyllir ÍS 261, kemur nýr til Flateyrar © myndir í eigu Bjarna Ben.

24.01.2010 19:25

Naja Arctica

Þetta danska flutningaskip kom í dag til höfuðborgarinnar, eða borg óttans eins og sumir eru farnir að kalla borgina.


                             Naja Arctica © mynd MarineTraffic, Valur Andrésson

24.01.2010 14:50

Friðrik og regnboginn

Ef þessi mynd er skoðuð vel, mætti halda að regnboginn ætti upptök sín í skut Friðriks Sigurðssonar ÁR 17.


    1084. Friðrik Sigurðsson ÁR 17 og Regnboginn © mynd Emil Páll 24. janúar 2010

24.01.2010 14:47

Friðrik Sigurðsson ÁR 17

Hér sjáum við einn Þorlákshafnarbát, sem var sjósettur í Skipasmíðastöð Njarðvíkur, í dag sunnudag eftir viðhaldsvinnu sem staðið yfir yfir síðan fyrir jól.


    1084. Friðrik Sigurðsson ÁR 17, í Njarðvíkurhöfn í dag © mynd Emil Páll 24. jan. 2010

24.01.2010 12:03

Gunnar Sigurðsson ÍS 13 / Kofri ÍS 41 / Magnús KE 46

Hér sjáum við einn af þeim örfáu Bátalónsbátum sem enn eru til og það í upprunalegri mynd. Þessi er þó frábruðinn flestum hinna, því að ósk kaupanda í upphafi var sett á hann strax ál-stýrishús, sem þó var ekki smíðaði í Bátalóni, heldur sett þar á bátinn meðan hann var í smíðum.


                         1381. Gunnar Sigurðsson ÍS 13 © mynd Snorrason


                                 1381. Kofri ÍS 41 © mynd Halldór Magnússon


                                1381. Kofri ÍS 41 © mynd Hafþór Hreiðarsson


                     1381. Magnús KE 46 © mynd Erling Brim Ingimundarson


                        1381. Magnús KE 46 © mynd Árni Þ. Baldursson í Odda


                        1381. Magnús KE 46 © mynd Erling Brim Ingimundarson

Smíðanúmer 425 hjá Bátalóni hf., í Hafnarfirði 1974.

Fyrsti Bátalónsbáturinn með álhúsi frá upphafi. Húsið var þó ekki smíðað í Bátalóni, heldur sett á hann þar, áður en hann var afhentur.

Leigður til veiða frá Drangsnesi 1. feb. 2005 og eftir að leigutíma lauk, ákvað eigandi bátsins Erling Brim Ingimundarson að hafa hann þar áfram fram á haustið 2009, að fengnir voru tveir skipstjórar af varðskipunum til að sigla honum suður og komust þeir að Snæfellsnesi, en þá urðu þeir að fara í land sökum veðurs. Sigldu eigendur bátsins honum því loka áfangann og komu heim til Keflavíkur aðfaranótt 8. nóv. 2009 og þar með var báturinn kominn heim eftir tæpa 5 ára útivist.

Nöfn: Gunnar Sigurðsson ÍS 13, Víkingur SH 86, Máni GK 557, Kofri ÍS 41 og núverandi nafn: Magnús KE 46.

24.01.2010 11:56

Skemmtileg syrpa frá Eskifirði

Er ég var að leita á google rakst ég á skemmtilega myndasyrpu sem ég ætla nú að stelast til að birta úr, en alls eru myndirnar vel á annað hundrað. Hér er um að ræða myndir úr sögu Hraðfrystihúss Eskifjarðar sem Helgi Garðarsson hefur tekið.


                                 Áhöfnin á Jóni Kjartanssyni ... Jóni sífulla


                                                   Þröngt á þingi


                                               Kappsigling á sjómannadaginn


                                                      Á loðnumiðunum


     Guðrún Þorkelsdóttir kemur með Jón Kjartansson í togi © myndir úr sögu Hraðfrystihúss Eskifjarðar, Helgi Garðarsson