Færslur: 2010 Janúar

20.01.2010 12:47

Gróa KE 51 / Byr ÍS 77 / Berghildur SK 137

Hér kemur minnsti báturinn sem smíðaður var eftir teikningu Egils Þorfinnssonar, en tala báta sem smíðaðir voru eftir teikningu hans voru öðru hvoru megin við hundraðið.


                   1564. Gróa KE 51 © mynd Emil Páll


                  1564. Gróa KE 51 © mynd í eigu Emils Páls


                               1564. Byr ÍS 77 © mynd Snorrason


                        1564. Berghildur SK 137 © mynd Hafþór Hreiðarsson

Smíðanúmer 8 hjá Dráttarbraut Keflavíkur hf. í Keflavík 1980. Rak upp á Hofsósi 1. feb. 1991. Talinn óviðgerðarhæfur 24. júni 1991.

Egill Þorfinnsson, Keflavík teiknaði bátinn og er hann minnsti dekkbáturinn sem smíðaður hefur verið eftir teikningu Egils. Hann átti þó eitt systurskip.

Kjölur bátsins var lagður 1970, þá var hann í smíðum fyrir Hjalta Hjaltason, Ísafirði, en hann hætti við 1971 og þá stöðvaðist smíði bátsins. Í mars 1976 hófst hún á ný, en þá var skráður eigandi Óskar Jónsson, Keflavík, en hann hætti einnig við og eftir það var smíði bátsins íhlaupavinna, þar til síðasta árið. Hljóp báturinn af stokkum 6. ágúst 1980 og var afhentur í lok þess mánaðar.

Nöfn: Gróa KE 51, Kristín Björg KE 51, Byr ÍS 77, Harpa II GK 101, Faxavík GK 727 og Berghildur SK 137.

20.01.2010 11:45

Sölvi Bjarnason BA 65


           1556. Sölvi Bjarnason BA 65, smíðaður á Akranesi 1980 © mynd Þór Jónsson

20.01.2010 11:37

Farsæll GK 76

Hér er það tæplega 7 tonna opinn bátur, sem gerður var út frá Höfnum, en smíðaður á Akranesi. Báturinn var tekin af skrá eftir að hafa sokkið við bryggjuna í Höfnum.
   5188. Farsæll GK 76 © myndir Erling Brim Ingimundarson

20.01.2010 09:49

Húni AK 124


  5010. Húni AK 124, á Djúpuvík, nú á Byggðarsafninu á Akranesi
                       © mynd Erling Brim Ingimundarson

20.01.2010 09:35

Sigurbjörg ÓF 1


                    1530. Sigurbjörg ÓF 1, smíðuð á Akureyri 1979 © mynd Þór Jónsson

20.01.2010 00:00

Níu nöfn af tólf

Hér kemur einn hálfrar aldar gamall og þau nöfn sem myndir fylgja eru: Gjafar VE 300, Sigurður Bjarni GK 410, Njörður ÁR 9, Njörður ÁR 38, Sandvíkingur ÁR 14, Jóhanna ÁR 206, Þórdís BA 74, Surprise HU 19 og Surprise HF 8. Þau nöfn sem engar myndir eru af eru: Kristján Valgeir GK 410, Lárus Sveinsson SH 126 og nafn sem báturinn bar innan við einn mánuð, sem var Surprise ÍS 46


                            137. Gjafar VE 300 © mynd batarogskip


         137. Sigurður Bjarni GK 410 © mynd Snorrason


                     137. Njörður ÁR 9 © mynd Snorrason


                      137. Njörður ÁR 38 © mynd Snorrason


                                137. Njörður ÁR 38 © mynd Tryggvi Sig.


                        137. Sandvíkingur ÁR 14 © mynd batarogskip


                       137. Jóhanna ÁR 206 © mynd Snorrason


                                  137. Þórdís BA 74


                         137. Surprise HU 19 © mynd Þorgeir Baldursson 2007


                               137. Surprise HF 8 © mynd Emil Páll 2009

Smíðanúmer 32 hjá Van Bennekum Zaandan, Sliedrecht, Hollandi 1960. Úreltur í sept. 1992, en settur aftur á skrá í desember 1992.

Lá í Hafnarfjarðarhöfn frá því snemma árs 2005 til október 2006. Breytt í snurvoðarbát 2006.

Nöfn: Gjafar VE 300, Kristján Valgeir GK 410, Sigurður Bjarni GK 410, Lárus Sveinsson SH 126, Njörður ÁR 9, Njörður ÁR 38, Jóhanna ÁR 206, Sandvíkingur ÁR 14, Þórdís BA 74, Surprise HU 19, Surprise ÍS 46 (innan við mánuð), aftur Surprise HU 19 og núverandi nafn Surprise HF 8

19.01.2010 22:00

Steendiak / Hvítanes / Vatnajökull / Laxfoss

Hópur einstaklinga stofnaði fyrirtækið Kaupskip hf. og keypti skip hingað til lands árið 1963, en sú útgerð náði þó ekki ársafmæli, áður en skipið var selt Jöklum hf. og síðan Eimskipafélagi Íslands og 13 árum eftir að það kom hingað til lands var það selt úr landi.


                                          Steendiek © mynd af Google


   216. Hvítanes, í heimahöfn sinni Keflavík © mynd úr FAXA, Heimir Stígsson 1963


                                    216. Vatnajökull © mynd Google


                                     216. Laxfoss © mynd Google

Smíðanúmer 314 hjá August Pahl, Hamborg, Þýskalandi 1957. Sjósett 23. mars 1957 og afhent í nóv. 1957. Hvítanes var afhent Kaupskipi hf., í Hamborg 2. október 1963, en kaupsamningur var gerður 9. júlí. Kom til heimahafnar í Keflavík 31. janúar 1964.

Seldur úr landi til Kýpur 15. maí 1976, þaðan til Grikklands, síðan til Panama og að lokum á einhvern óþekktan stað. Skipið brann 19. des. 1986, í höfninni i Muhammed Bin Qasim. Rifinn 1. mars 1987 í Gadani Beach.

Nöfn: Steendíak, Hvítanes, Vatnajökull, Laxfoss, Sunlink, Aetos, Sadaroza og Faisal I19.01.2010 21:05

Charm / Keflavík / Írafoss / Aasfjord

Hér kemur flutningaskip sem er orðið 30 ára gamalt og er enn í gangi. Hefur það borið fjögur nöfn, þar af tvö íslensk og birtast myndir af öllun nöfnunum hér.                                              Charm © mynd Olav Moen


              1624. Keflavík, í Keflavík á sjómanndaginn 1983 © mynd Emil Páll


     1624. Keflavík, í Keflavík á sjómannadag 1983 © mynd Emil Páll


                                         1624. Írafoss © mynd Rick Cox


                                                      Aasfjord


                        Aasfjord

Smíðanúmer 157 hjá Svenborg SkibsVærft A/S, Svenborg, Danmörku 1978. Keypt hingað til lands 25. júní 1982 og selt úr landi til Argentínu 11. des. 1990. Þaðan var skipið síðan selt til Noregs 1997.

Skipið var gefið nafn eftir kaupstaðnum Keflavík, en þaðan voru aðaleigendur fyrirtækisins sem skrá var eigandi skipsins, auk þess sem Saltsalan hf. var með sína aðal bækistöð í Keflavík. Til stóð að næsta skip myndi heita Njarðvík, en af því varð aldrei. Framkvæmdastjóri og einn aðaleigandi skipsins var Finnbogi Kjeld úr Innri-Njarðvík og þess vegna átti næsta skip að bera nafnið Njarðvík.

M.s. Keflavík kom í fyrsta sinn til hafnar hér á landi á sjómannadaginn 1983 og þá til Keflavíkur, en til heimahafnar komst það ekki því hún var Vík ( í Mýrdal).

Nöfn: Charm, Keflavík, Írafoss og núverandi nafn: Aasfjord.

19.01.2010 17:37

Særún ST 27
         6073. Særún ST 27 © myndir Erling Brim Ingimundarson

          Komst í eigu Erlings Brim um tíma og er enn til á Drangsnesi.

19.01.2010 17:28

Hjalteyrin EA 310 og Oddeyrin EA 210

Hér koma tveir togarar, sem báðir eru smíðaðir á Íslandi, annar í Garðabæ en hinn á Akureyri.


              1514. Hjalteyrin EA 310, smíðuð í Garðabæ 1978 © mynd Þór Jónsson


                 1757. Oddeyrin EA 210, smíðuð á Akureyri 1988 © mynd Þór Jónsson

19.01.2010 17:19

Loftur Ingi ST 60
    6128. Loftur Ingi ST 60 © myndir Erling Brim Ingimundarson

Bátur þessi er smíðaður á Bíldudal 1958 fyrir Guðjón Guðmundsson í Bakkagerði. Eftir að báturinn hafði legið lengi eignuðust Erling Brim Ingimundarson og Marinó Knútsson bátinn og var þetta fyrsti bátur Erlings. Gerðu þeir bátinn upp 1988 og aftur 1993.

19.01.2010 16:18

Bergvík KE 55 / Jóhanna ÁR 206

Hér er tekinn fyrir vertíðarbátur sem gerður var út rúm 30 ár, áður en hann fór erlendis þar sem gera átti úr honum tveggja mastra skútu.


         323. Bergvík KE 55, líkan gert af Grími Karlssyni © mynd í eigu Emils Páls


                              323. Jóhanna ÁR 206 © mynd í eigu Emils Páls


                          323. Jóhanna ÁR 206 © mynd Hafþór Hreiðarsson 1982


                                      323. Jóhanna ÁR 206, í Hafnarfirði


                323. Jóhanna ÁR 206, í Vestmannaeyjum © mynd Tryggvi Sig.

Smíðaður í Nyborg, Danmörku 1960 eftir teikningu Egils Þorfinnssonar. Kom til Keflavíkur 2. mars 1960.  Úreldur 30. des. 1993, lá við bryggju í Reykjavík fram í júlílok 1994.  Endurskráð í júlí 1994 og þá sem skemmtibátur.

Sigldi frá Reykjavík 29. júlí 1994 til Englands þar sem setja átti á bátinn siglutré og breyta honum í tveggja mastra skúr. Þaðan átti að sigla til Karabíska-hafsins. Um framhaldið er ekki annað vitað en að Siglingamál afskráði bátinn 25. júní 1998, þar sem hann hafði ekki verið skoðaður árum saman.

Nöfn: Bergvík KE 55, Jóhanna ÁR 206, Njörður ÁR 38, Jóhanna ÁR 38, Sædís ÁR 38 og Sædís.

19.01.2010 14:28

Síldveiðar á trillubátum

Erling Brim Ingimundarson hefur lánað nokkrar myndir sem hann hefur tekið í gegn um árin af smærri bátum, aðallega opnum trillubátum og þá mest á Ströndum og víðar. Hér birti ég tvær myndir þar sem verið er að stunda síldveiðar á trillubátum. Sendi ég Erlingi kærar þakkir fyrir myndalánið, en fleiri mynda frá honum munum við njóta á næstunni.


 Bjarni Elíasson var ásamt Erlingi á síldveiðum á 5798. Kristínu ST 61 sem Erlingur átti um tíma og hefur nú eignast aftur  © mynd Erling Brim Ingimundarson


   Hermann, elsti bróðir Erlings, á síldveiðum á  6243. Sæbjörn ST 68 © mynd Erling Brim Ingimundarson

19.01.2010 13:52

Rúmlega 60 ára gamlar myndir úr Keflavík

Sigurður Bergþórsson hefur sent mér fleiri myndir sem afi hans Sigurður F. Þorsteinsson tók er hann starfaði fyrir meira en hálfri öld á Keflavíkurflugvelli. Þessar eru teknar í Keflavík um 1948 og þó ekki sé um skipamyndir eingöngu að ræða fá þær að fljóta með um leið og ég sendi bestu þakkir fyrir.


  Dráttarbraut Keflavíkur um 1948 © mynd Sigurður F. Þorsteinsson


       Keflavíkurkirkja um 1948 © mynd Sigurður F. Þorsteinsson


      Braggar í Keflavík um 1948 © mynd Sigurður F. Þorsteinsson

19.01.2010 13:00

Happasæll KE 94 / Hvanney SF 51


   2403. Happasæll KE 94 © mynd Hafþór Hreiðarsson


                    2403. Happasæll KE 94 © mynd Snorrason


              2403. Hvanney SF 51 © mynd Andri Snær Þorsteinsson / MarineTraffic


             2403. Hvanney SF 51 © mynd Bragi Fannar Þorsteinsson / MarineTraffic

Smíðaður hjá Huangpu Skipyard, Gunanqzhou, Kína 2001. Smíðasamningur undirritaður i október 1999. Skipið sjósett í nóvember 2000. Kom til heimahafnar í Keflavík 7. september 2001 og gefið formlega nafn í Keflavíkurhöfn degi síðar. Vegna bilanna og endurbóta hófst útgerð bátsins ekki fyrr en 15. október 2001.
Hannaður af Skipatækni hf. sem yfirbyggður vertíðarbátur.
Gerður út sem Happasæll fram að sjómannadegi 5. júní 2004, tekinn upp í Njarðvíkurslipp, mánudaginn 7. júní og kom niður 20. undir nýju nafni og fór frá Njarðvík, mánudagsinn 29. júní 2004.
Breytt fyrir troll- og dragnótaveiðar, auk netaveiða í Hafnarfjarðarhöfn frá 29. júní til 4. október 2004. Kom í fyrsta sinn til heimahafnar á Hornafirði, þriðjudaginn 5. október 2004.

Nöfn: Happasæll KE 94 og Hvanney SF 51