Færslur: 2013 Október
29.10.2013 09:30
Fram ÍS ekki á leið í pottinn, eins og er
Vegna frásagnar á einni skipasíðu um að Fram ÍS væri að fara í pottinn, hafði ég samband við Arnar Kristjánsson, eiganda bátsins og svar hans var svohljóðandi: ,,Það hefur engin ákvörðun verið tekin um það. Mörg brotajárnsfyrirtæki hafa sýnt áhuga á því, en eins og er, er hann ekki á leið í pottinn".

971. Fram ÍS 25, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll

971. Fram ÍS 25, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll
Skrifað af Emil Páli
29.10.2013 09:20
Valur HF 322

2400. Valur HF 322, í Keflavíkurhöfn © mynd shipspotting
Skrokkurinn var fluttur inn frá skipasmíðastöðinni Christ í Gdansk í Póllandi og báturinn kláraður með smíðanúmeri 4 hjá Ósey hf., Hafnarfirði 1999. Hönnun og eftirlit var hjá Skipa- og vélatækni ehf., Keflavík Hljóp af stokkum 30. júní 1999 og var afhentur eigendum í lok ágúst sama ár.
Yfirbyggður og breytt í línuveiðiskip hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf., 2007.
Nöfn: Valur SH 322, Valur HF 322, Ósk KE 5, Hafdís GK 118 og núverandi nafn: Hafdís SU 220
Skrifað af Emil Páli
29.10.2013 08:57
Keflavík

1624. Keflavík, í Keflavík © mynd Emil Páll, á sjómannadaginn 1983
Smíðanúmer 157 hjá Svenborg SkibsVærft A/S, Svenborg, Danmörku 1978. Keypt hingað til lands 25. júní 1982 og selt úr landi til Argentínu 11. des. 1990. Þaðan var skipið síðan selt til Noregs 1997 og á síðasta ári var það selt til Kanaríeyja, en með heimahöfn í Panama.
Skipið var gefið nafn eftir kaupstaðnum Keflavík, en þaðan voru aðaleigendur fyrirtækisins sem skráð var eigandi skipsins, auk þess sem Saltsalan hf. var með sína aðal bækistöð í Keflavík. Til stóð að næsta skip myndi heita Njarðvík, en af því varð aldrei. Framkvæmdastjóri og einn aðaleigandi skipsins var Finnbogi Kjeld úr Innri-Njarðvík og þess vegna átti næsta skip að bera nafnið Njarðvík.
M.s. Keflavík kom í fyrsta sinn til hafnar hér á landi á sjómannadaginn 1983 og þá til Keflavíkur, en til heimahafnar komst það ekki því hún var Vík ( í Mýrdal).
Nöfn: Charm, Keflavík, Írafoss, Aasfjord og Altair. Hvort skipið ber það nafn ennþá eða hvort það er til nú, veit ég hins vegar ekki um
Skrifað af Emil Páli
29.10.2013 07:00
Jón Pétur ST 21, Vonin II GK 136 og Reynir GK 177

1930. Jón Pétur ST 21, 910. Vonin II GK 136 og 1321. Reynir GK 177, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll, fyrir xx árum
Skrifað af Emil Páli
29.10.2013 06:00
Fríða SH 568, í Stykkishólmi

1565. Fríða SH 568, í höfn í Stykkishólmi © mynd Emil Páll í ágúst 2009
Skrifað af Emil Páli
28.10.2013 22:00
Sunna Líf KE 7, að koma inn til Sandgerðis










1523. Sunna Líf KE 7, að koma inn til Sandgerðis © myndir Emil Páll, 25. okt. 2013
Skrifað af Emil Páli
28.10.2013 21:45
Fjórar myndir úr 9. veiðiferð Þerneyjar RE 1,

Skúli Marvin að skipta um beinstýringu í flökunarvélinni og honum til halds og trausts er Birgir Bragason

Tölvudeildin. Valdi að stunda buisness, Óli að horfa á veiði&matreiðsluþátt og Anton retresh-ar Facebook og horfir á stöðuuppfærslurnar fæðast

Hilmar formaður, Stefán Jakobs Ólafsfirðingur og Björn Hjálmars í kunnuglegri stellingu

Lárus sjoppustjóri, Ívar hennar Ernu Heimisson og Jónas trollmeistari
© myndir frá skipverjum á 2203. Þerney RE 1, úr 9. veiðiferð 2013, teknar 27. og 28. okt. 2013
Skrifað af Emil Páli
28.10.2013 21:30
Elding

1047. Elding, í Reykjavík © mynd MarineTraffic, Sigurður Bergþórsson, 26. okt. 2013
Smíðanúmer 3 hjá Stálskipasmiðjunni hf., Kópavogi 1967, eftir teikningum af kanadískum tundurskeytabáti. Lengdur Hafnarfirði 1971. Endurbyggður af Þorgeir Jóhannssyni, bróður Hafsteins Jóhannssonar upphaflegs eiganda, í Kópavogshöfn 1995-1996 og breytt þá í skemmtibát.
Til ársins 1971 var báturinn björgunarskip, þá fiskiskip til ársins 1981, dráttarskip til 1995, skemmti- og dráttarskip fram í maí árið 2000, en þá var það skrá sem skemmtiskip fyrir 100 farþega.
Meðan Þorgeir stóð að endurbótum var skipið tekið af skrá 20. janúar,1995 til geymslu og síðan endurskráð 1996. Skipið hafði þá legið í Kópavogshöfn frá 1994.
Heimahafnir skipsins hafa verið: Þaravellir, Sandgerði, Reykjavík, aftur Sandgerði, Hafnarfjörður og nú Reykjavík.
Nöfn: Elding MB 14, Hafaldan MB 14, Arnarborg GK 75, Arnarborg EA 316, Arnarborg, Orion og núverandi nafn: Elding
Skrifað af Emil Páli
28.10.2013 21:16
Gísli Árni RE 375

1002. Gísli Árni RE 375, í Reykjavík © mynd Emil Páll
Smíðanúmer 49 hjá Kaarbös Mek. Verksted A/S, Harstad, Noregi 1965. Hljóp af stokkum 10. des. 1965. Afhentur í mars 1966. Yfirbyggður að hluta 1973. Lengdur Noregi 1973. Yfirbyggður 1977. Lengdur aftur 1990. Sett á hann ný brú í Skipasmíðastöð Njarðvíkur 1992, sem flutt hafði verið notuð frá Noregi. Seldur úr landi til Nýfundalands (Kanada) 10. febrúar 2004.
Árið 1966 setti Eggert Gíslason, skipstjóri og eigandi Gísla Árna RE 375 síldveiðimet á skipið, sem stóð allt til ársins 1994.
Skipið átti að afhendast til Vopnafjarðar að lokinni loðnuvertíð 1996, en kom þangað á sumardaginn fyrsta 25. apríl.
Eftir að Síldarvinnslan eignaðist skipið lá það að mestu í höfn á Reyðarfirði, þar til það var selt út í febrúarbyrjun 2004, eða í rúm 3 ár.
Nöfn: Gísli Árni RE 375, Sunnuberg GK 199, Sunnuberg NS 199, Arnarnúpur ÞH 272 og núverandi nafn: Sikuk.
Skrifað af Emil Páli
28.10.2013 21:10
Langá
966. Langá, í höfn í Keflavík © mynd Emil Páll
966. Langá © mynd Shippotting
Það sem vekur athygli við þessa mynd er að hún er sögð tekin 2007, en síðasta nafn sem ég vissi á skipinu, kemur fram hér fyrir neðan og er frá árinu 1998. Spurning því hvort gamla nafnið hafi þá verið sett á hana að nýju? En hún var tekin af Langá- nafninu 1985.
Smíðanr. 1109 hjá D.W. Kremer Sohn, í Elmshorn, Þýskalandi 1965. Kom í fyrstu ferð sinni til Reykjavíkur um miðan apríl 1965, Seld úr landi til Panama 1985.
Nöfn: Langá, Margrid, Madrid, Mideast, Almirante Eraso, Don Gullo og Andriatik.
Skrifað af Emil Páli
28.10.2013 18:10
Venus GK 519, í Leirvík, eitt fjögurra systurskipa
977. Venus GK 519, í Leirvík © mynd Shetland Museum
Smíðaður hjá Ankerlokken Verft A/S í Florö, Noregi 1964. Seldur úr landi til Afríku 15. apríl 1997.
Var einn af fjórum systurskipum, en hin voru 239. Fróðaklettur GK 250, nú Tjaldanes GK 525, 233. Akurey RE 6, nú Erling KE 140 og 258. Snæfugl SU 20, sem var seldur til Afríku og síðan til Chile og að lokum til Mexíkó.
Þar sem þetta skip var síðasta skip Jóns Gíslasonar í Hafnarfirði, en hann gerði út fjölmörg skip, fékk hann viðurnefnið ,,Síðasti kletturinn".
Nöfn: Búðaklettur GK 251, Venus GK 519, Arnarnes HF 52, Arnarnes ÍS 400, Jakob Valgeir ÍS 84 og Flosi ÍS 15.
Skrifað af Emil Páli
28.10.2013 17:10
Villi ÞH 214 / Lilli Lár GK 413
890. Villi ÞH 214, í höfn í Sandgerði © mynd Emil Páll 1983
890. Lilli Lár GK 413, siglir inn Sandgerðishöfn © mynd Emil Páll 1984
Smíðaður í Reykjavík 1961. Skemmdist af eldi í Patreksfjarðarhöfn 7. okt. 1971. Dæmdur ónýtur, en settur aftur á skrá eftir að hafa verið endurbyggður á Patreksfirði 1971-1973. Fargað 20. des. 1991.
Nöfn: Víkingur GK 331, Víkingur II GK 331, Kópur KE 132, Elín Einarsdóttir BA 89, Villi AK 50, Villi ÞH 214, Lilli Lár GK 413, Bliki ÁR 40 og Bliki ÁR 400.
Skrifað af Emil Páli
28.10.2013 16:20
Happasæll KE 94

475. Happasæll KE 94, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll
Smíðanúmer 8 hjá Skipasmíðastöð Þorgeirs Jósefssonar, Akranesi 1955, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar.
Báturinn var afhentur 5. janúar og fór í sinn fyrsta róður 8. janúar 1955.
Úreldur í júní 1982. Kveikt í honum og sökkt norður af Hraunum í Faxaflóa 23. júli 1982.
Nöfn: Guðfinnur KE 32, Farsæll SH 30, Happasæll KE 94, Happasæll RE 94 og aftur Happasæll KE 94.
Skrifað af Emil Páli
28.10.2013 15:20
Börkur NK 122 ( eldri) til Keflavíkur
Hér koma nokkrar myndir sem ég tók 29. nóv. 2009 af bátnum er hann kom skottúr inn til Keflavíkur

1293. Börkur NK 122, siglir fram hjá Vatnsnesi í Keflavík, á leið sinni inn Stakksfjörðinn

Búinn að slá af ferðinni og beygir í átt að hafnargarðinum

Nánast kominn að bryggju í Keflavík

1293. Börkur NK 122, tekur strikið út Stakksfjörðinn, eftir stutta viðkomu í Keflavíkurhöfn © myndir Emil Páll, 29. nóv. 2009

1293. Börkur NK 122, siglir fram hjá Vatnsnesi í Keflavík, á leið sinni inn Stakksfjörðinn

Búinn að slá af ferðinni og beygir í átt að hafnargarðinum

Nánast kominn að bryggju í Keflavík

1293. Börkur NK 122, tekur strikið út Stakksfjörðinn, eftir stutta viðkomu í Keflavíkurhöfn © myndir Emil Páll, 29. nóv. 2009
Skrifað af Emil Páli
28.10.2013 14:20
Sighvatur GK 57



975. Sighvatur GK 57, í Njarðvík © myndir Emil Páll, 2009
Skrifað af Emil Páli
