29.10.2013 09:30

Fram ÍS ekki á leið í pottinn, eins og er

Vegna frásagnar á einni skipasíðu um að Fram ÍS væri að fara í pottinn, hafði ég samband við Arnar Kristjánsson, eiganda bátsins og svar hans var svohljóðandi: ,,Það hefur engin ákvörðun verið tekin um það. Mörg brotajárnsfyrirtæki hafa sýnt áhuga á því, en eins og er, er hann ekki á leið í pottinn".


                             971. Fram ÍS 25, í Njarðvíkurhöfn © mynd Emil Páll