Færslur: 2013 Október

30.10.2013 15:15

Búið að bjarga áhöfninni - brúin er orðin alelda

mbl.is:

stækka

 

Þyrlan TF-GNA hefur nú bjargað áhöfn flutningaskipsins Fernanda eða samtals 11 manns um borð og eru allir heilir á húfi. Þyrlan flytur fólkið til Reykjavíkur.

 Varðskipið Þór er á leiðinni á staðinn og mun freista þess að slökkva eldinn.

 

Samkvæmt öðrum fréttum er brú skipsins orðin alelda og voru biðu áhafnarmeðlimir, því á þilfarinu.

30.10.2013 15:10

Anna Karin SH 316, á Hólmavík


                2316. Anna Karin SH 316, á Hólmavík © mynd Árni Þór Baldursson í Odda, í ágúst 2013

30.10.2013 14:37

Þyrla á leiðinni að ná í áhöfnina

ruv.is:

 

                                        TF-GNA Gná. Mynd: Malín Brand.

 

 

Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leiðinni að farskipinu Fernando sem er um átján sjómílur, tæpum 30 kílómetrum, suður af Vestmannaeyjum. Eldur kom upp í vélarrúmi skipsins og þegar áhöfnin náði ekki að ráða niðurlögum hans hafði skipstjóri samband við Landhelgisgæsluna og óskaði eftir aðstoð.

Ellefu menn eru í áhöfn skipsins og komast þeir allir fyrir um borð í þyrlunni, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Ekki hefur verið ákveðið hvort mennirnir verði fluttir til Vestmannaeyja eða Reykjavíkur. Björgunarskipið Þór er á leiðinni frá Vestmannaeyjum auk hafnsögubátsins Lóðsans, en um borð í honum er slökkviliðs-og sjúkraflutningamenn og búnaður til reykköfunar.

Að sögn Landhelgisgæslunnar er ekki vitað til þess að nokkur í áhöfninni hafi slasast.   Adolf Þórsson, formaður Björgunarfélagsins, segir að, búast megi við eins og hálfs klukkustundar siglingu. Búið er að kalla á skip í nágrenninu. Áhersla er lögð á að koma mönnum frá borði. Slæmt veður er á svæðinu og haugasjór. Mestu hviðurnar hafa farið upp í 34 metra við Stórhöfða og ölduhæð við Surtsey er 4,2 metrar. 

30.10.2013 14:11

Ellefu um borð í skipi sem kviknaði í

ruv.is

 
 
 
 

Björgunarfélag Vestmannaeyja var kallað út skömmu eftir hádegi vegna elds í farskipinu Fernando sem var þá 18 sjómílur suður af Vestmannaeyjum , um 30 kílómetra. Ellefu menn eru í áhöfn skipsins. Björgunarbáturinn Þór er farinn til móts við skipið og hafnsögubáturinn Lóðsinn.

Skipið siglir undir flaggi dóminíkanska lýðveldisins. Adolf Þórsson, formaður Björgunarfélagsins, segir að, búast megi við eins og hálfs klukkustundar siglingu. Búið er að kalla á skip í nágrenninu. Áhersla er lögð á að koma mönnum frá borði.  Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn og búnaður til reykköfunar eru einnig á leið á staðinn, samkvæmt frétt á vef Eyjafrétta. Vont er í sjóinn og hvasst við Stórhöfða, þar er nú 27 metra meðalvindhraði á sekúndu en mestu hviðurnar hafa farið upp í 34 metra. Ölduhæð við Surtsey er 4,2 metrar. 

Landhelgisgæslan hafði samband við skipið og fékk þær upplýsingar að eldur væri kominn upp í því og áhöfnin réði illa við hann. Skipstjóri óskaði eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar við að rýma skipið. Þyrlur LHG og hafa verið kallaðar út auk þess sem varðskipið Þór er í viðbragðsstöðu. Auk björgunarskipsins Þórs í Vestmannaeyjum og björgunarskipin í Grindvík sett í viðbragðsstöðu.

Skipið er orðið vélarvana, á svæðinu er mjög slæmt veður og haugasjór.

30.10.2013 13:20

Magnús Geir KE 5, í fyrsta sinn í heimahöfn sinni

Í gærkvöldi kom rækjuveiðiskipið Magnús Geir KE 5, í fyrsta sinn til heimahafnar sinnar Keflavík. Ástæðan fyrir því að hann hefur ekki komið fyrr til heimahafnar var að í fyrstu var að eftir að nafnið var sett á hann í Reykjavík, kom veður í veg fyrir að hann kæmi við í Keflavík, er hann færi norður fyrir land til rækjuveiða. Síðan er hann kom suður til veiða á Eldeyjarrækju, landaði hann fyrst í Sandgerði og síðan átti hann að koma til Keflavíkur til að landa úr annarri veiðiferðinni, en þá var ekkert bryggjupláss í Keflavík og því fór hann til Njarðvíkur og í næstu löndun þar á eftir landaði hann í Grindavík og nú er það sem fyrr segir Keflavík sem varð fyrir valinu.


          1039. Magnús Geir KE 5, í heimahöfn sinni, Keflavík í dag © mynd Emil Páll, 30. okt. 2013

30.10.2013 12:20

Ísöld BA 888 á Hólmavík
               2306. Ísöld BA 888 o.fl. © myndir  Árni Þór Baldursson í Odda, í ágúst 2013

30.10.2013 11:02

Gosi KE 102, Stakkavík GK 85, Máni II ÁR 7 og Bjössi RE 277


                1914. Gosi KE 102, 1637. Stakkavík GK 65 og 2553. Bjössi RE 277


                                   1914. Gosi KE 102 og 1887. Máni II ÁR 7


            1914. Gosi KE 102, 2553. Bjössi RE 277, 1887. Máni II ÁR 7 og 1637. Stakkavík GK 85, í Hólmavík © myndir Árni Þór Baldursson í Odda, í ágúst 2013

30.10.2013 10:20

Borgar Sig. AK 66, á Hólmavík
             1906. Borgar Sig, AK 66, á Hólmavík © myndir Árni Þór Baldursson í Odda, í ágúst 2013

30.10.2013 09:20

Máni II ÁR 7


               1887. Máni II ÁR 7, á Hólmavík © mynd Árni Þór Baldursson, í Odda,  í  ágúst 2013

30.10.2013 09:12

Brotsjór kom á olíuflutningaskipið Laugarnes í gærkvöldi

visir.is:

Brotsjór kom á olíuflutningaskip í gærkvöldi
MYND/VALGARÐUR
 

Olíuflutningaskipið Laugarnes fékk á sig brotsjó þegar það var full lestað á siglingu norðvestur af Snæfellsnesi í gærkvöldi. Engan úr áhöfninni sakaði og skapaðist ekki hættuástand um borð, að sögn stjórnstöðvar Gæslunnar.

En brotsjórinn hreif út einn björgunarbát af skipinu og fór neyðarsendir hans í gang. Togarinn Ásbjörn var í grenndinni og fann áhöfn hans björgunarbátinn, tók hann um borð og slökkti á sendinum. Nú eru aðeins stór skip á sjó þar sem slæmt sjóveður er nánast umhverfis allt landið

30.10.2013 08:51

Svala Dís KE 29, á Steingrímsfirði


             1666. Svala Dís KE 29, á Steingrímsfirði © mynd Árni Þór Baldursson, í ágúst 2013

30.10.2013 07:00

Fönix ST 177 og makrílbátar á Hólmavík


              177. Fönix ST 177 og makrílbátar á Hólmavík ©  mynd Árni Þór Baldursson í Odda, í ágúst 2013

30.10.2013 06:00

Happasæll KE 94, á Steingrímsfirði
            13. Happasæll KE 94, á Steingrímsfirði © mynd Árni Þór Baldursson í Odda, í ágúst 2013

29.10.2013 22:30

Sighvatur Bjarnason VE 81, á síldveiðum á Breiðafirði


            2281. Sighvatur Bjarnason VE 81, á síldveiðum á Breiðafirði © myndir Faxagengið, faxire9.123.is  29. okt. 2013

29.10.2013 22:22

Lundey tók niðri á Breiðafirði

Heimasíða HB.Granda:


                                    155. Lundey NS 14 © mynd HB. Grandi

Litlar skemmdir urðu á Lundey NS eftir að skipið tók niðri þar sem það var að síldveiðum á Hofsstaðavogi í Breiðafirði laust fyrir hádegi sl. sunnudag. Tvö botnstykki fyrir asdik skemmdust og smá dæld kom á svokallaðan kassakjöl. Skipið losnaði eftir að sjó var dælt úr kjölfestutönkum og er það nú á Akranesi þar sem beðið er eftir varahlutum.

Að sögn Karls Sigurjónssonar skipaeftirlitsmanns HB Granda á Akranesi eru aðstæður á Hofsstaðavogi mjög erfiðar fyrir skip með stórar nætur. Skipin hafa verið að veiðum í djúpum ál á milli lands og Purkeyjar, skammt utan við Kóngsbakka, en sitthvoru megin við dýpið grynnkar hratt. Skipverjar á Lundey voru að undirbúa fyrsta kast veiðiferðarinnar þegar óhappið varð og segir Karl það vera lán í óláni að nótin hafi ekki verið komin í sjó þegar skipið tók niðri.


Karl reiknar með því að Lundey komist til veiða að nýju um næstu helgi.