Færslur: 2013 Október

17.10.2013 18:10

Ingunn AK 150
               2388. Ingunn AK 150,  á Akranesi © myndir Faxagengið, faxire9.123.is  14. okt. 2013

17.10.2013 17:17

Ingunn AK 150 og Faxi RE 9


            2388. Ingunn AK 150 og 1742. Faxi RE 9, á Akranesi © mynd Faxagengið, faxire9.123.is  14. okt. 2013

17.10.2013 16:36

Bjarni Ólafsson AK 70, á Akranesi


                   2287. Bjarni Ólafsson AK 70, á Akranesi © mynd Faxagengið, faxire9.123.is  14. okt. 2013

17.10.2013 15:20

Víkingur, Faxi, Bjarni Ólafsson, Ingunn og Lundey


            220. Víkingur, 1742. Faxi 2287. Bjarni Ólafsson 2388. Ingunn og 155. Lundey, á Akranesi © mynd Faxagengið, faxire9.123.is  14. okt. 2013

17.10.2013 14:20

Víkingur AK 100
           220. Víkingur AK 100,  á Akranesi © mynd Faxagengið, faxire9.123.is, 14. okt. 2013

17.10.2013 13:20

Víkingur AK 100 og Faxi RE 9, á Akranesi


                220. Víkingur AK 100 og 1742. Faxi RE 9,  á Akranesi © mynd Faxagengið, faxire9.123.is, 14. okt. 2013

17.10.2013 12:20

Vörður II, frá Patreksfirði, í slipp á Ísafirði
          2681. Vörður II, frá Patreksfirði,  í slipp á Ísafirði © myndir Smári Gestsson, 14. okt. 2013

17.10.2013 11:01

Flott mynd, er sýnir þegar Sigurfari GK 138 og Daðey GK 777, mætast í Sandgerði í gær


             2617. Daðey GK 777 og 1743. Sigurfari GK 138, mætast í Sandgerði, í birtuskilunum í gær © mynd Emil Páll, 16. okt. 2013

 

AF FACEBOOK:

Guðni Ölversson Virkilega flott mynd

Sigurborg Sólveig Andrésdóttir Flott mynd

Dorothy Lillian Ellison flott mynd
 

17.10.2013 10:20

Sigurfari GK 138, að koma inn til Sandgerðis, í birtuskilunum í gær
             1743. Sigurfari GK 138, að koma inn til Sandgerðis, í birtuskilunum í gær © myndir Emil Páll, 16. okt. 2013

17.10.2013 09:20

Daðey GK 777, í Sandgerði, í birtuskilunum í gær
           2617. Daðey GK 777, í Sandgerði í gær, er farið var að draga úr birtunni © myndir Emil Páll, 16. okt. 2013 

 

AF FACEBOOK:

Guðni Ölversson Þetta er hið snotrasta prik hjá þingmanninum.          

17.10.2013 08:40

Grinna, í Helguvík, í gær


                       Grinna, frá Bergen, í Helguvík, í gær © myndir  Emil Páll, 16. okt. 2013

17.10.2013 07:00

Gissur hvíti SF 55, Sigurfari SF 58 og Stefán Árnason SU 85


           458. Gissur hvíti SF 55

                                     752. Sigurfari SF 58                                 © myndir Magnús Þorvaldsson

           787. Stefán Árnason SU 85

17.10.2013 06:00

Lundey NS 14
             155. Lundey NS 14, á Akranesi © myndir Faxagengið, faxire9.123.is  14. okt. 2013

16.10.2013 22:15

Eini óbreytti Bátalónsbáturinn, sem enn er til, tekinn í slipp í dag

Á sínum tíma voru hinir dæmugerðu Bátalónsbátar, all margir, en nú hafa þeir týnt tölunni hver af öðrum og svo er komið að þrír þeirra eru enn með haffærisskýrteini, en aðeins einn þeirra er óbreyttur sem fiskibátur. Sá var raunar síðasti Bátalónsbáturinn sem smíðaður var. Einum var breytt í frambyggðan bát og er til þannig sem fiskiskip, en sá þriðji er komin í eigu byggðasafns úti á landi og hefur verið gerður af báti til skemmtiferða. Raunar er fjórði báturinn til hér á landi, en hann hefur ekki haffærisskírteini, en er geymdur í dag í sjó við bryggju og innanhúss.

 Hér kemur syrpa af þessum eina fiskibáti sem enn er til hérlendis og hefur ekki farið í gegn um neinar breytingar. Fylgst er með honum í dag er hann var tekinn upp með Gullvagninum í Skipasmíðastöð Njarðvíkur og fyrir neðan myndirnar kemur saga bátsins í stuttu máli.

Fyrstu þrjár myndirnar tók núverandi eigandi bátsins, Þorgrímur Ómar Tavsen, en hinar myndirnar tók ég.


              1428. Skvetta SK 7, á leið upp á Gullvagninn, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur í dag


                                          Hér er báturinn kominn í Gullvagninn


               Gullvagninn kominn með bátinn á land © myndir Þorgrímur Ómar Tavsen, í dag, 16. okt. 2013              Gullvagninn kominn með bátinn upp í slippinn og verið að snúa við svo hægt sé að bakka með hann inn að Bátskýlinu og inn í það


                       Hér er Gullvagninn að komast að Bátskýlinu með bátinn


                                                 Nú er að bakka inn í Bátaskýlið
        Hér er Gullvagninn kominn með 1428. Skvettu SK 7, inn í Bátaskýlið hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur í dag © myndir Emil Páll, 16. okt. 2013,  nema þær þrjár fyrstu, sem Þorgrímur Ómar Tavsen, tók eins og áður hefur komið fram
                     Báturinn fer nú í viðhald og einhverjar viðgerðir hjá slippnumSmíðanúmer 430 hjá Bátalóni hf., Hafnarfirði 1975.

Bátur þessi var með þeim síðustu í raðsmíði 11 tonna báta hjá Bátalóni, sem smíðaðir voru úr furu og eik og telst mér til að í dag séu aðeins þrír bátar enn til á skrá og einn að auki sem tekinn hefur verið af skrá, en er geymdur inni í húsi þar sem vel er hugsað um hann. Af þessum þremur sem enn eru á skrá eru tveir óbreyttir,( aðeins þó annar þeirra er ennþá fiskibátur) en þeim þriðja hefur verið breytt í frambyggðan fiskibát.

Skvetta kom í fyrsta sinn til Njarðvíkur á hvítasunnudag, 23. maí 2010, en eigandi hans flutti með hann þangað, frá Hofsósi.

Nöfn. Dröfn BA 28, Dagný ÍS 34, Dagný ST 11 og núverandi nafn: Skvetta SK 7.

16.10.2013 22:04

Las Palmas
                              Las Palmas © myndir  Svafar Gestsson, 13. okt. 2013