Færslur: 2013 Október

29.10.2013 21:22

Enn ein makrílsyrpan úr Steingrímsfirði

Hér kemur enn ein syrpan frá Árna Þór Baldurssyni í Odda, sem sýnir makrílbáta á Steingrímsfirði og á Hólmavík daganna 13. til 22. ágúst 2013, eða fyrir tveimur mánuðum. Aldurinn skiptir í sjálfu sér engu máli, enda hafa margir gaman að því að sjá bátanna sem slíka og hér kemur syrpa þar sem enginn myndatexti er undir myndunum, Á  morgun hefjast einstaka birtingar og þá leitast ég við að hafa upplýsingar um bátanna á myndunum sem þá birtast. Sökum þess hve myndirnar eru teknar á löngu tímabili, merki ég þær fyrir utan þessa syrpu, sem teknar í ágúst 2013

              Makrílbátar og aðrir bátar, á Hólmavík og á Streingrímsfirði © myndir Árni Þór Baldursson, í Odda, á tímabilinu 13. til 22. ágúst 2013

29.10.2013 21:05

Vendla H-4-AV, Aalesund, Noregi


               Vendla H-4-AV, Aalesund, Noregi © mynd shipspotting, Aage, 15. okt. 2013

29.10.2013 20:08

Solnes T-144-T, Aalesund, Noregi


                     Solnes T-144-T, Aalesund, Noregi © shipspottins Aage, 17. sept. 2013

29.10.2013 19:13

Sjøglans SF-2-A, Alesund, Noregi


               Sjøglans SF-2-A, Alesund, Noregi © mynd shipspotting, Aage, 23. sept. 2013

29.10.2013 18:10

Síldarlöndun úr Guðfinni KE 32


         Síldarlöndun úr 475. Guðfinni KE 32 © mynd úr safni Emils Páls, ljósm. ókunnur

29.10.2013 17:11

John ex Rangá


                       John ex 169. Rangá, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll í maí 1978 

Smíðanr. 1095 hjá D.W. Kremer Sohn í Elmshorn, Þýskalandi 1962. Smíðasamningur undirritaður 5. maí 1961. Selt til Danmerkur 26. ágúst 1974. Selt frá Danmörk 1985, en ekki vitað hvert, aðeins nöfn skipsins eftir það og eigendur í síðustu tvö skiptin sem skipið var til.. En það brann í Perama 21. júlí 2007 og rifið í Aliga 16. ágúst 2007.

Undir nafninu John, með heimahöfn í Söby, Danmörku kom skipið nokkrum sinnum hingað til lands s.s. til Reykjavíkur a.m.k í júlí 1976 og til Keflavíkur 12. maí 1978.

Nöfn: Rangá, John, Estland, High Wind, Kostas P og Philippos K.

29.10.2013 16:16

Blíða SH 277, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur, í dag

Hér koma tvær myndir sem ég tók í dag af Blíðu SH 277, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur. Spurningin er að vísu hvort hún heldur nafninu eða númerinu þegar klössun er lokið. Skipið fylgdi með í kaupum á þrotabúi Sægarps í  Grundarfirði og þrotabúið,  mun trúlega flytja til Njarðvíkur undir rekstri nýs fyrirtækis.
           1178. Blíða SH 277, í Skipasmíðastöð Njarðvíkur í dag © myndir Emil Páll, 29. okt. 2013

29.10.2013 15:15

Moby Dick komin í vetrargeymslu hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur

Hvalaskoðunarbáturinn Moby Dick, sem í sumar var gerður út af Hvalaskoðun Keflavíkur í hvalaskoðun, er nú komin heim ef svo má segja, því skipið er í eigu Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur og hefur verið það í þó nokkurn tíma. Reiknað er með að þegar pláss losnar í bátaskýli stöðvarinnar verði báturinn fluttur þangað inn, en fram að því verður hann á hliðarstæði í slippnum.

Reiknað er með að taka þráðinn upp að nýju með vori og fara  þá aftur í hvalaskoðun á vegum hvalaskoðunarfyrirtæksins.


                    46. Moby Dick, við slippbryggjuna í Njarðvík, í hádeginu í dag


                 Báturinn kominn upp í sleðanum nú síðdegis og verið að undirbúa flutning hans á hliðarstæði í slippnum  © myndir Emil Páll, 29. okt. 2013

29.10.2013 14:56

Moby Dick og Blíða SH 277, í Skipasmíðastöð Njarðvikur, í dag

Rétt á eftir koma betri myndir af þessum bátum, hvorum í sínu lagi.


            46. Moby Dick, í sleðanum en færa á hann út á hliðarstæði og 1178. Blíða SH 277, sem fer trúlega inn í bátskýlið, í Skipasmíðastöð Njarðvikur núna fyrir nokkrum mínútum © mynd Emil Páll, 29. okt. 2013 - nánar verður fjallað um bátanna á eftir.

29.10.2013 14:10

Kiddi Lár og Jóhanna GK 86


             7481. Kiddi Lár og 7259. Jóhanna GK 86, í höfn í Sandgerði © mynd Emil Páll í ágúst 2009

29.10.2013 13:12

Freydís ÍS 80


                       7062. Freydís ÍS 80, í höfn í Njarðvík © mynd Emil Páll í ágúst 2009

29.10.2013 12:48

Torkennilegur hlutur í trollið hjá Þerney, nú í hádeginu


          Félagarnir Anton og Óli, voru óhræddir við torkennilegan hlut sem kom í trollið hjá okkur núna í hádeginu, hvað þetta er vitum við ekki fyrir víst © mynd og texti, frá 2203. Þerney RE 1, 29. okt. 2013

 

AF Facebook:

Þerney Re Leiðinda veður á okkur strákunum, rólegt yfir veiðunum þó það hafi reyndar verið með betra móti síðasta sólarhringinn. Duflið sem kom í trollið í hádeginu er víst hættulaust segir Rússneski flotaforinginn þetta er ekki flugskeyti eða þess háttar bara meinlaust njósnadufl.

29.10.2013 12:10

Álsey VE 2, í Hafnarfirði


                        2772. Álsey VE 2, í Hafnarfjarðarhöfn © mynd Emil Páll 2009

29.10.2013 11:12

Jóna Eðvalds, Kap og Börkur á síldveiðum í Breiðafirði

Hér koma þrjár myndir sem sýna bátanna þrjá á sildveiðum í Breiðafirði, en myndirnar eru af visi.is


                    2618. Jóna Eðvalds SF 200, 2363. Kap VE 4 og 2827. Börkur NK 122 við Turkney á Hofstaðarvogi


                  2618. Jóna Eðvalds SF 200 og 2363. Kap VE 4, innan um Breiðafjarðaeyjar, skammt frá bænum Kóngsbakka í Helgarfellssveit


                  2827. Börkur NK 122 með nótina úti við bæinn Staðarbakka í Helgarfellssveit
                                                    © mynd af visi.is, 26. okt. 2013

29.10.2013 10:20

Gísli Súrsson GK 8


                  2608. Gísli Súrsson GK 8, í höfn í Grindavík © mynd Marine Traffic