Færslur: 2013 Október

06.10.2013 15:20

Golden Promise OB 893


             Golden Promise OB 893 í Aberdeen © mynd shipspotting Dan Earl 1. mars 2008

06.10.2013 14:20

Sigrid


                   Sigrid, Melbu, Vesteraalen © mynd shipspotting frode adofsen 4. okt. 2013

06.10.2013 13:20

Færeysk skip                                          Færeysk skip © myndir  Skipini.fo

06.10.2013 12:20

Polar Amaroq GR 18-49, í Kollafirði, í Færeyjum


             Polar Amaroq GR 18-49, landar í Kollafirði, Færeyjum © mynd Skipini.fo. 4. okt. 2013

06.10.2013 11:20

Jóhanna Steinunn SH 156
               6774. Jóhanna Steinunn SH 156 © myndir Þorgrímur Ómar Tavsen, í gær, 5. okt. 2013

Smíðaður í Reykjavík 1981.

 Nöfn:  Rauðmagi ST 17, Krosssteinn KÓ 39 og Jóhanna Steinunn SH 156

06.10.2013 10:20

Gloría S 125, í Skagen
                          Gloría S 125, í Skagen © myndir Guðni Ölversson, 1. okt. 2013

06.10.2013 09:20

Smábátahöfnin í Skagen


                 Frá smábátahöfninni í Skagen © mynd Guðni Ölversson, 1. okt.2013

06.10.2013 08:20

Þorlákshöfn
              Þorlákshöfn ©  myndir Svanhildur Benónýsdóttir, teknar úr Herjólfi, fyrir xx árum

06.10.2013 08:00

Muggur KE 57


                  2771. Muggur KE 57, að koma inn til Sandgerðis, © vf.is i feb. 2011

06.10.2013 07:02

Jón Kjartansson SU 111


                385. Jón Kjartansson SU 111 © mynd Magnús Þorvaldsson, vetrarvertíð 1960

06.10.2013 06:56

Flettingar komnar yfir 6 milljónir á fjórum árum

Samtals flettingar: 6020362 á síðunni. Já góður árangur svo ekki sé meira sagt, en síðan verður fjöggurra ára nú síðar í þessum mánuði.

05.10.2013 22:15

Hugur GK 177 og Hilmir GK 88 - endalokin - og úrdráttur úr sögunni

Eftirfarandi myndasyrpa, fyrir utan myndina frá Snorra af Hug GK, er tekin í maí 1964, er bátarnir Hugur GK 177 og Hilmir GK 88 voru brenndir í Grófinni í Keflavík þann 6. maí það ár. Raunar eins og sést á myndinni virðist aðeins hafa verið brenndur frambyggður bátur. En svo er ekki, heldur Höfðu bátarnir staðið uppi í Dráttarbraut Keflavíkur, Hugur frá árinu áður, en Hilmir frá 1957. Var stýrishús á Hug tekið af stæði sínu og fært fram og báturinn fylltur með brakiinu úr Hilmir eftir að hann hafði verið brotinn niður. Stóð til að brenna þá í Helguvík, en hætt var við það og tók Týr SH 33 bátinn í tog og dró út á ytri höfnina í Keflavík, sem er nokkuð furðulegt því eftir að hætt var við Helguvíkina sem brunastað var ákveðið að brenna bátana í Grófinni, nokkrum bátslengdum frá sleðanum sem bátarnir voru teknir niður úr slippnum, Brunastaðurinn er sami staður og Skessuhellir er á í dag. Sést Týr með bátinn í togi úti á höfninni og eins er honum er komið fyrir í fjörunni fyrir brennuna miklu.
Undir myndunum birtist saga beggja bátanna, en því miður hef ég engar myndir af Hilmi GK 88.

Ljósmyndarar í þessari syrpu eru: Emil Páll Jónsson, Helgi Sigfússon og Snorri Snorrason


                                  Hugur GK 177 © mynd Snorri Snorrason


    Hér má sjá bátinn Hugur GK 177, búið að færa stýrishúsið fram og fylla bátinn af brakinu úr Hilmir GK 88. Báturinn sem einnig sést á myndinni er 479. Guðmundur Ólafsson KE 48.


        862. Týr SH 33 með Hug GK 177 úti á Keflavíkinni framan við gömlu stokkavörina


    Týr rennir bátnum sem nú skal brenna upp í hellisskútann sem þarna var og er í dag Skessuhellir.


                                         Báturinn í björtu báli, 6. maí 1964


                 Nánast brunninn til kaldra kola © myndir Emil Páll, 6. maí 1964

Myndir Helga Sigfússonar teknar við sama tækifæri


     Afturbyggðu bátarnir, Hilmir GK 88 og Hugur GK 177, brenna í Grófinni í Keflavík, sem frambyggður bátur,  6. maí 1964 © myndir Helgi Sigfússon


                  Hér sjáum við rústir bátanna, í fjörunni, eftir brunann © mynd Emil Páll, en myndin er tekin úr fjörunni ofan við rústirnar

Hilmir GK 88
var smíðaður í Romsdal, Noregi 1917. Keyptur til landsins tveggja ára gamall og talinn ónýtur 1957.

Nöfn: Real, Soffía VE 269, Tvistur VE 281, Loki VE 281, Óðinn GK 181, Örn RE 86, Aldan SH 88, Hilmir SH 88 og Hilmir GK 88.


Hugur GK 177 var smíðaður í Reykjavík 1916. Ónýtur eftir árekstur 1963.

Nöfn: Draupnir GK 21, Guðrún GK 21, Ágústa VE 250, Ágústa GK 200, Ágústa RE 115, Ágústa MB 37, Ágústa AK 37, Ágústa RE 115, Ágústa HU 11 og Hugur GK 177.
 
AF FACEBOOK:
Tómas J. Knútsson á hafsbotninum þarna fyrir utan má ennþá sjá leifar af bátum sem brenndir voru þarna í gamla daga, það er töluvert grams á botninum þarna, meðal annrs akkeri eitt stórt og mikið

05.10.2013 22:03

Klakkur KG 9

                                                                                          Klakkur KG 9 © mynd Skipsportalurin.fo

05.10.2013 21:05

Pacific Voyager FD 242


                 Pacific Voyager FD 242  ©  mynd skipini.fo, Kiran Jóanesarson,

05.10.2013 20:10

Magnús GK 64
                7432. Magnús GK 64 © myndir Árni Þór Baldursson í Odda, í ágúst 2013