Færslur: 2013 Október

04.10.2013 22:14

Kristína EA, undir Pólskt flagg og óvíst að hún komi aftur til Íslands

Bjarni Guðmundsson, Neskaupstað: Í morgun landaði Vilhelm frosnu  og Börkur landaði síld í Fiskiðjuverið. Kristina EA kom í gær að sækja ýmislegt sem þeir áttu hér og fóru síðan í hádeginu og eru á leið í slipp á Spáni og síðan á veiðar í suðurhöfum undir Pólsku flaggi og er óvíst að hún komi aftur til Íslands eftir því sem sögur segja
             2662. Kristína EA 410, í íslenskri höfn, (Neskaupstað) í síðasta sinn ?


                                            2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11


                2629. Hafbjörg, 2827. Börkur NK 122 og 2410. Vilhelm Þorsteinsson EA 11
                                                       2827. Börkur NK 122

                 Neskaupstaður, í dag © myndir Bjarni Guðmundsson, 4. október 2013

04.10.2013 22:03

Stril Mermaid frá Mögster


                     Stril Mermaid frá Mögster © mynd Einar Örn Einarsson, 20.sept. 2013

04.10.2013 21:20

Otur SI 100 og Steini Vigg SI 110


           2471. Otur SI 100 og 1452. Steini Vigg SI 110, á Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 2. okt. 2013

04.10.2013 20:20

Mánaberg ÓF 42                1270. Mánaberg ÓF 42, á Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 2. okt. 2013

04.10.2013 19:20

Bjarni Þór, í Njarðvíkurhöfn


            2748. Bjarni Þór, við bryggju í Njarðvikurhöfn, í gær  © mynd Emil Páll, 3.  okt. 2013

04.10.2013 18:20

Laugarnes, á Siglufirði


                2305. Laugarnes, á Siglufirði © myndir Hreiðar Jóhannsson, 2. okt. 2013

04.10.2013 17:20

Rifsnes SH 44, Bára SH 27 og Skjöldur ÓF 57


            1136. Rifsnes SH 44, 2102. Bára SH 27 og 2545. Skjöldur ÓF 52, á Siglufirði © mynd Hreiðar Jóhannsson, 2. okt.  2013

04.10.2013 16:20

Magnús Geir KE 5


           1039. Magnús Geir KE 5, að koma inn til Siglufjarðar © mynd Hreiðar Jóhannsson, 2. okt. 2013

04.10.2013 15:45

Úr Grófinni, þar sem Skessuhellir er í dag


                Úr Grófinni, þar sem Skessuhellir er í dag © mynd Emil Páll, apríl - maí 1965

04.10.2013 14:20

Ver KE 45

Þá kemur einn af eldri gerðinni, smíðaður 1934 og gerður út í 31 ár áður enn hann var dæmdur í fúa.


                  875. Ver KE 45 © mynd í eigu Ljósmyndasafns Akraness
              875. Ver KE 45, á leið í Dráttarbraut Keflavíkur © myndir Emil Páll, í apríl eða maí 1965

Smíðaður í Gilleleje í Danmörku 1934. Dæmdur ónýtur vegna fúa í sept. 1965.

Nöfn: Ver VE 318 og Ver KE 45.

04.10.2013 13:20

Ísbrjótur og þyrla á Stakksfirði
             Bandarískur ísbrjótur og þyrla á Stakksfirði © myndir Emil Páll, í apr. - maí 1965

04.10.2013 12:20

Magni (gamli), Kronprins Olav o.fl. í Reykjavík fyrir tæpum 50 árum


                   146. Magni, Kronpris Olav og einhver varðskip, í Reykjavíkurhöfn


                    Eitthvert flutningaskip og Kronprins Olav, á ytri-höfninni í Reykjavík
                                          © myndir Emil Páll, í apríl eða maí 1965

04.10.2013 11:02

Tjaldanes GK 525, í morgun

Hér kemur smá myndasyrpa frá því er Tjaldanes GK 525, fékk merkingu í morgun, en það voru starfsmenn Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur sem önnuðust verkið. Þá eru í lokin mynd þegar stýrimaður skipsins var hífður upp í frammastrið til að laga ljós þar.


                                            238. Tjaldanes GK 525, í morgun
                   Þorgrímur Ómar Tavsen, stýrimaður lagfærir ljós í frammastrinu
                                             © myndir Emil Páll, 4. okt. 2013

 

AF FACEBOOK:

Þorgrímur Ómar Tavsen Þetta var kallt og skrítið þar sem báturinn hoppaði og skoppaði en lyftarinn svo til kyrr.

04.10.2013 10:15

Ólafur Tryggvason SF 60 eftir brunann


               162. Ólafur Tryggvason SF 60, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, í apríl eða maí 1965

Smíðanr. 14 hjá A/S Eidsvik skipsbyggery, Úskedal, Noregi 1960, eftir teikningu Egils Þorfinnssonar, Báturinn kom til heimhafnar á Hornafirði 11. nóv. 1960. Endurbyggður og stækkaður hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf., Njarðvík eftir að eldur kom upp í honum út af Suðurströndinni 22. apríl 1965. Lengdur og yfirbyggður hjá Bjarma sf., Hafnarfirði 1978. Nafnið Polaris var sett á bátinn í Hafnarfjarðarhöfn á páskadag 12. apríl 2009 og um svipað leiti var hann skráður sem þjónustuskip og fór fljótlega í leiguverkefni til Noregs.

Nöfn: Ólafur Tryggvason SF 60, Hringur GK 18, Bliki EA 12, Arnar ÁR 55, Sólrún EA 351, Rún EA 851, Arnar SH 757, Fagriklettur HF 123 og  núverandi nafn Polaris.

04.10.2013 08:39

Skip á Stakksfirði


               Skip á Stakksfirði, fyrir tæpum 50 árum © mynd Emil Páll, í apríl eða maí 1965