Færslur: 2013 Október

05.10.2013 19:26

Þorskkvótinn upp í 250.000 tonn 2016

ruv.is:

                                                 Þorskur. Mynd: Shutterstock.
 
 

Forstjóri Hafrannsóknastofnunar gerir ráð fyrir að þorskkvótinn verði aukinn jafnt og þétt á komandi árum. Fimm ára aflaregla um nýtingu þorskstofnsins hafi borið góðan árangur og líklegt sé að kvótinn fari í 250.000 tonn árið 2016.

Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis, vill auka þorskkvótann um 20 þúsund tonn á þessu fiskveiðiári. Fram kom í fréttum RÚV í gær að slíkt gæti skilað 10 til 12 milljörðum í auknar útflutningstekjur. Núverandi aflaregla varðandi þorksveiðar var sett á árið 2009 til fimm ára. Forstjóri Hafrannsóknarstofnunar segir því sé illmögulegt að víkja frá þeirri reglu á miðju fiskveiðiári. Hins vegar sé á þessu stigi eðlilegt að menn horfi til þess árangurs sem náðst hafi af beitingu aflareglunnar síðastliðin fimm ár og þess vegna breyta henni ef menn telja það skynsamlegt. „Ég geri ráð fyrir því að stjórnvöld munu núna á komandi mánuðum efna til einhverskonar vinnu í kring um það,“ segir Jón. 

Núverandi aflaregla rennur út á næsta fiskveiðiári og henni beri að fylgja þar til tímabilið rennur út. „Ef við brjótum á þessri aflareglu eða nýtingarstefnu þá myndi Alþjóðahafrannsóknarráðið álíta sem svo að það væri engin slík áætlun í gangi og það getur haft töluverðar afleiðingar. Meðal annars í markaðssetningu okkar,“ segir hann. 

Þorskstofninn hefur braggast vel á síðustu árum og ljóst er að áætlun stjórnvalda hefur borið árangur. Raunhæft sé að auka kvótann jafn og þétt á næstu árum og jafnvel um 45 þúsund tonn, en hann er núna 215 þúsund tonn. „Það er fullt tilefni til að ætla að aflinn geti verið í kring um 250 þúsund tonn árið 2016,“ segir Jón. 

Til að hægt sé að veiða enn meira en það og eitthvað í líkingu við það sem kvótinn var fyrir nokkrum áratugum, sé nauðsynlegt að fleiri sterkir árgangar af þorskinum komist á legg til að stofninn braggist vel og haldist öflugur.

05.10.2013 19:20

Skálaberg RE 7 og Fjölnir SU 57


             2850. Skálaberg RE 7  og 237. Fjölnir SU 57,  í Reykjavíkurhöfn © myndir Faxagengið, faxire9.123.is  3. okt. 2103

05.10.2013 18:20

Hafnarfjarðarbátarnir Hringur og Grunnvíkingur, í Sandgerði í gær
            2728. Hringur GK 18 og 2595. Grunnvíkingur HF 163  -  tveir Hafnarfjarðarbátar í Sandgerði, í gær © myndir Emil Páll, 4. okt. 2013

05.10.2013 17:20

Addi afi GK 97


                Addi afi GK 97 © mynd Árni Þór Baldursson í Odda, í ágúst 2013

05.10.2013 16:20

Sturlaugur H. Böðvarsson AK 10


               1585. Sturlaugur H. Böðvarsson AK 10, vnv. af Sandgerði í gær © mynd Emil Páll, 4. okt. 2013

05.10.2013 15:23

Egill SH 195

              1246. Egill SH 195, í slippnum í Reykjavík © mynd Faxagengið, faxire9.123.is  3. okt.2013

05.10.2013 14:20

Þegar Hilmir KE 18 sökkSmíðaður í Djupvik Varv, Djupvik, Svíþjóð 1934.  Sökk 18. ágúst 1965, 7 sm. NV af Eldey.

Nöfn: Guðfinnur GK 132, Hilmir SU 612, Hilmir TH 235 og Hilmir KE 18.

05.10.2013 13:20

Skip Marons ehf., í Njarðvíkurhöfn í gær: Maron GK, Grímsnes GK, Tjaldanes GK og Sægrímur GK


        363. Maron GK 522, 89. Grímsnes BA 555, sem verður GK 555, 239. Tjaldanes GK 525 og 2101. Sægrímur GK 552, allir í eigu Marons ehf. Njarðvík, í Njarðvíkurhöfn, í gær © mynd Emil Páll, 4. okt. 2013 

05.10.2013 12:20

Tjaldanes og Grímsnes í gær

Hér koma þrjár myndir af bátunum, sem ég tók í Njarðvíkurhöfn í gær. Fyrst er mynd sem sýnir þegar verið var að spóla netunum af Grímsnesinu yfir í Tjaldanesið og síðan kemur mynd af bátum bátunum þar sem þeir láu í höfninni, síðar um daginn.


            Netin færð milli skipa, þ.e. frá Grímsnesinu ( því rauða) yfir í Tjaldanesið ( það bláa)               89. Grímsnes BA 555, sem nú hefur verið skráður GK 555 ( sá rauði) og 239. Tjaldanes GK 525 ex Kristbjörg ÍS 177 ( sá blái) í Njarðvíkurhöfn í gær © myndir Emil Páll, 4. okt. 2013

05.10.2013 11:20

Fjölnir SU 57


              237. Fjölnir SU 57, í Reykjavíkurhöfn © mynd Faxagengið, faxire9.123.is  2. okt. 2013

 

AF FACEBOOK:

Ólafur Þór Zoega Hvað veldur að hann liggur bara?

05.10.2013 10:20

Sæunn GK 343


                   210. Sæunn GK 343, í Dráttarbraut Keflavíkur © mynd Emil Páll


Skrokkurinn smíðaður í Brandenburg, Austur - Þýskalandi 1961, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar. Síðan var skrokkurinn  dreginn óinnréttaður yfir til Den Helder og var var vélin sett niður, stýrishús og innréttingar.

Úreldur skv. samþ. 3. sept. 1994 og brytjaður niður í Reykjavík

Nöfn: Arnfirðingur II RE 7, Sæunn GK 343, Sæunn VE 60, Særún HF 60, Hafnarey SU 210, Hafnarey SH 210 og Sigurvon SH 121


05.10.2013 09:20

Steingrímur Trölli KE 81, Árni Geir KE 31, Skagaröst KE 34 o.fl.


             201. Steingrímur Trölli KE 81, 288. Árni Geir KE 31, 762, Skagaröst KE 34 o.fl. í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, fyrir xx árum

05.10.2013 08:20

Steingrímur Trölli KE 81


             201. Steingrímur Trölli KE 81, í Keflavíkurhöfn © mynd Emil Páll, fyrir xx árum


Smíðanúmer 408 hjá V.E.B. Vokswerft Stralsund, Stralsundi, Austur-Þýskalandi 1959, eftir teikningu Hjálmars R. Bárðarsonar.

Var einn af svonefndu Tappatogurum, en það voru systurskipin 12 nefnd og eru þau nú öll horfinn úr íslenskum skipastól nema eitt.

Talinn ónýtur (Úreldingasjóður) 21. okt. 1982. Stálfélagið hf., eignaðist skipið og seldi það til Englands til niðurrifs í sept. 1984.

Nöfn: Steingrímur Trölli ST 2, Steingrímur Trölli KE 81, Hólmanes SU 120 og Jón Þórðarson BA 180.

 

AF FACEBOOK:

Helgi Sigfusson Fékk að fara túr á milli jóla og áramóta 1962 með Steingrími. Fengum 1000 tunnur í Kolluálnum. Var sjóveikur og með mikla sjóriðu er í land kom - rétt náði í kirkjuna þar sem 12 af okkur, sem áttu að fermast táknuðu mánuðina og lásum ritningagrein.
 
Guðni Ölversson Var á þessum þegar hann hét Hólmanes SU 120. Einhver albesti mannskapur sem ég hef verið með. Gylfi Eiðs, nafni á Hól, Hannibal, Svanur Pálsson, kokkurinn, sem var sódómískur en afbragðas karl, Gylfi Sæmundsson, Tommi og fleiri góðir. Skipstjóri var Jón Níelsson og stýrimmaður Skari skaufi. Aumastur allra í áhöfninni.

05.10.2013 07:50

Hvalur 8 RE 388 og Hvalur 9 RE 399


            117. Hvalur 8 RE 388 og  997. Hvalur 9  RE 399, í Reykjavíkurhöfn © mynd Faxagengið, faxire9.123.is 

05.10.2013 07:00

Þegar Eldey KE 37, sökk


              Frásögnin af því þegar 42. Eldey KE 37 sökk

Smíðuð hjá Bolsones Verft, Molde, Noregi 1960 og kom til Keflavíkur, 8. des. 1960.

Sökk 60 sm. SSA af Dalatanga, aðfaranótt 23. okt. 1965.

Bar aðeins þetta eina nafn.