Færslur: 2013 Október

12.10.2013 10:20

Kap II VE 7
            1062. Kap II  VE 7, á loðnu í Breiðafirði © myndir Faxagengið, faxire9.123.is   1.apríl 2013

12.10.2013 09:30

Akraberg FD 10 ex ex Baldvin Þorsteinsson EA 10

Þessi togari hét einu sinni Baldvin Þorsteinsson EA 10 og hefur síðan borið nokkur nöfn.
                Akraberg FD 10 ex ex  2212. Baldvin Þorsteinsson EA 10, í Hafnarfirði, í gær © myndir Emi Páll, 11.  okt. 2013

12.10.2013 09:00

Jökull SK 16, í Sandgerði

Báturinn liggur nú í Sandgerði vegna brælu, en hann er einn af þeim sem eru á rækjuveiðum við Eldey.


                  288. Jökull SK 16, í Sandgerði, í gær © mynd Emil Páll, 11. okt. 2013

12.10.2013 08:00

Þorri og Norðurstjarnan, í gær


              464. Þorri og 1423. Norðurstjanan RE 365   í Reykjavík, í gær © mynd Emil Páll, 11. okt. 2013

12.10.2013 07:00

Grímsnes BA 555


               89. Grímsnes BA 555, í Njarðvíkurhöfn © mynd Jónas Jónsson, í okt. 2013

11.10.2013 22:10

Que Sera Sera HF 26, frá Hafnarfirði, á strandstað

Hér fyrr á árum var nokkuð um að gömul íslensk skip væru gerð út frá Morokko og væru skráð með heimahöfn í Hafnarfirði, enda í eigu íslenskra fyrirtækja. Þó voru a.m.k. tvö skip sem voru þarna líka skip sem voru keypt erlendis, en skráð þarna undir íslenskri skráningu.

Eitt þeirra skipa sem aldrei áður hafði verið íslenskt, þar til það var skráð í Hafnarfirði og gert út þarna og hét 2724. Que Sera Sera HF 26. Þetta skip var þó ekki lengi til, því fljótlega eða rétt fyrir jólin 2009, slitnaði það upp frá legufærum í Laayoone, Morokko og rak á land. Ekki var því bjargað og eftir því sem ég best veit, þá er flakið ennþá þarna í fjörunni.

Hérna koma myndir af skipinu fyrir strandið og eins á strandstað stuttu eftir strandið, en þessar myndir útvegaði mér Svafar Gestsson og hann gaf mér þær upplýsingar að flakið væri trúlega þarna ennþá.  Raunar var það einnig hann sem kom fregnum til mín um strandið á sínum tíma og endurbirti ég nú fregnir og myndir sem ég birti þegar strandið átti sér stað.


                      2724. Que Sera Sera HF 24 © mynd frá Svafari Gestssyni


              2724. Que Sera Sera HF 26, í Las Palmas © mynd Angel Luis Godar Moreira, 16. október 2007
           2724. Que Sera Sera HF 26, ný strandað í Laayoone, Morokko, í des. 2009
 © mynd frá Svafari Gestssyni á sínum tíma


             2724. Que Sera Sera HF 26, eftir að hafa skolast nær landi © mynd sem einnig kom í gegn um Svafar Gestsson, í des. 2009


               Hér hefur skipið lagst í fjöruna © mynd  sem Svafar Gestsson, útvegaði líka í des. 2009

11.10.2013 22:02

Svinøye, Møre og Romsdal í Noregi, í dag


           Svinøye, Møre og Romsdal í Noregi © mynd Elfar Jóhannes Eiríksson, 11. okt. 2013

11.10.2013 21:06

Eidsvåg Junior, í Herøyesundet, Noregi, í dag


           Eidsvåg Junior, í Herøyesundet, Noregi, í dag © mynd Elfar Jóhannes Eiríksson, 11. okt. 2013

11.10.2013 20:10

Beitir, Vöttur, Andromeda og fagur himinn á Neskaupstað í dag

Bjarni Guðmundsson, Neskaupstað, í dag: Frystiskipið Andromeda 135 metra langt kom í dag að lesta 4500 tonn af Makríl svo er ein mynd sem sýnir himinnin núna seinnipartinn


                                            2734. Vöttur og 2730. Beitir NK 123


                                                  2734. Vöttur og Andromeda                                                                  Andromeda


                                      Frystiskipið Andromeda 135 metra langt


                                                   Himinninn,  nú seinnipartinn

            Neskaupstað í dag © myndir Bjarni Guðmundsson, 11. okt. 2013

11.10.2013 19:10

Gamle Kvalsteini, í Leinevika, Fosnavåg, Noregi í dag


          Gamle Kvalsteini, í Leinevika, Fosnavåg, Noregi  í dag © mynd Elfar Jóhannes Eiríksson  11. okt. 2013

11.10.2013 18:15

Smarggad M-64-HØ í Leinevika, Fosnavåg, Noregi


             Smarggad M-64-HØ í Leinevika, Fosnavåg, Noregi © mynd Elfar Jóhannes Eiríksson, 11. okt. 2013

11.10.2013 17:51

Á strandstað - meira síðar í kvöld

Saga þessa skips var ekki löng, en síðustu árin hafði það heimahöfn í Hafnarfirði. Birti ég myndir af skipinu í návígi og eins af endalokum þess síðar í kvöld


                                                        - Sjá nánar síðar í kvöld -

11.10.2013 17:20

Keilir AK 4 eða Óli G. ÍS 112, hjá Sólplasti: Stefnt að verklokum um næstu helgi

 Eins og áður hefur verið sagt frá hér á síðunni er verið að byggja yfir Keili AK 4, eða Óla G. ÍS 112 eins og hann er skráður hjá Fiskistofu að hluta, hjá Sólplasti í Sandgerði. Í dag var húsið að mestu komið upp, þó eftir væri ýmislegt við það, en stefnt er að verklokum í lok næstu viku.
              2604. Keilir AK 4, eða Óli G. ÍS 112, hjá Sólplasti í Sandgerði í dag © myndir Emil Páll, 11. okt. 2013

11.10.2013 16:45

Loðnuleiðangri lokið og tillaga að aflamarki á komandi loðnuvertíð

 

Haustmælingar á loðnustofninum fóru fram á R/S Árna Friðrikssyni dagana 17. september - 4. október 2013 með það að markmiði að mæla stærð veiðistofns loðnu og meta magn ungloðnu. Á undanförnum áratug hefur reynst erfitt að mæla magn loðnu seint að hausti (nóv.-des.) sökum vestlægrar útbreiðslu og því var, líkt og árin 2010 og 2012, farið fyrr til rannsóknanna en áður. Af þeim sökum var unnt að fara mun víðar þar sem enginn lagnaðarís var til trafala eins og oft síðar á haustin.

Rannsóknasvæðið náði frá landgrunninu við Austur-Grænland í vestri frá um 73° N og suður með landgrunnskantinum að 65° 45’N, en auk þess til Grænlandssunds og Norðurmiða, allt austur að Sléttu. Loðna fannst mjög víða við og uppi á landgrunnsbrún Austur Grænlands og í Grænlandssundi að landgrunnsbrún norður af Kögri. Austar með Norðurlandi varð ekki vart loðnu. Enda þótt loðna fyndist á stóru svæði voru lóðningar yfirleitt fremur gisnar. 

Eins árs loðna fannst á svæði við Grænland (sunnan 70°N) og í Grænlandssundi austur undir Kögur (Mynd 1). Alls mældust um 60 milljarðar af ársgamalli ókynþroska loðnu sem er nokkuð hærra en mælst hefur að meðaltali frá árinu 2002, en töluvert minna en mældist að meðaltali árin 1991-2001 þegar loðnustofninn var stór. Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) mun gera tillögu um upphafs aflamark í maí n.k. fyrir vertíðina 2014/15, byggt á þessari mælingu á ungloðnu ásamt viðbótargögnum sem fást úr mælingu í janúar-febrúar og frá vertíðinni 2013/2014.

Eldri loðna hélt sig einkum á norðurhluta rannsóknasvæðisins við Austur Grænland og mældust rúm 600 þúsund tonn af kynþroska loðnu (tæpir 33 milljarðar fiska), sem gert er ráð fyrir að hrygni á komandi vertíð. Þar af var fjöldi tveggja ára loðnu um 25 milljarðar, sem samsvarar um 450 þúsund tonnum og fjöldi þriggja ára loðnu tæpir 7 milljarðar eða um 145 þúsund tonn (Tafla 1) Því er um 21 % hrygningarstofnsins í fjölda samkvæmt mælingunni þriggja ára loðna, en það hlutfall er með því hæsta sem mælst hefur seinasta áratug. Ástand loðnunnar var nálægt langtíma meðaltali.

Miðað við þessar mælingar og forsendur um náttúruleg afföll og vöxt fram að hrygningu má gera ráð fyrir að hrygningarstofninn verði um 560 þúsund tonn á hrygningartíma verði ekkert veitt. Samkvæmt aflareglu er gert ráð fyrir að skilja eftir 400 þúsund tonn til hrygningar. Hafrannsóknastofnun leggur því til að og heildaraflamark á vertíðinni 2013/2014 verði 160 þúsund tonn.

Hafrannsóknastofnun mun mæla veiðistofn loðnu að nýju í janúar/febrúar 2014 til samanburðar og mun endurskoða tillögur um heildaraflamark gefi niðurstöður þeirra mælinga tilefni til þess.

11.10.2013 16:25

Kaspryba 1 og 3


              Kaspryba 3 og Kaspryba 1, í Reykjavík © mynd MarineTraffic, A T Wiffen, 8. júní 2012


                   Kaspryba 3 og Kaspryba 1, í Reykjavík © mynd MarineTraffic, Bogdan Kocemba, 26. maí 2010